Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 2
2 Fréttir Full ástæða fyrir sólarhringsvakt Mikill erill var hjá lögreglunni um síðustu helgi og bar þar margt til. Lögreglumaður sem talað var við sagði að það hefði berlega komið í Ijós að full ástæða er fyrir sólahringsvakt á lögreglustöðinni. Það sem kom upp á voru m.a. fíkniefnamál og untferðaróhöpp. Datt út úr bifreið sem var á ferð Á fimmtudaginn varð það óhapp að farþegi datt út úr bifreið á ferð. Ekki slasaðist hann alvarlega, slapp með nokkrar rispur. Óhappið átti sér stað á gatnamótum Flata og Hlíðarvegar og virðist hurðin hafa veriðhviklæst. Vinnuslys Eftir hádegi á föstudaginn varð það óhapp að maður féll í stiga í bræðsu Vinnslustöðvarinnar. Honum var komið undir læknishendur þar sem kom í Ijós að hann var hand- leggsbrotinn. Of hraður akstur Sama dag fékk ökumaður bifreiðar ántinningu fyrir of hraðan akstur. Vill lögreglan hvetja ökumenn til að virða reglur um hámarkshraða og haga akstri sínum miðað við aðstæður nú þegar svartasta skammdegið fer í hönd og allra veðra er von. Foreldravaktin í heimsókn Á föstudagskvöldið komu fimm manns í heimsókn til lögreglu en þau höfðu tekið að sér að standa fyrstu foreldravaktina. Foreldra- vaktin mun vinna í samráði við lögreglu en ekkert. mál kom upp á þessa helgina. En þess má geta að lögreglan keyrði fjóra unglinga heim sem voru úti eftir að útivistartíma þeirra lauk. Þriggja bíla árekstur Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um þriggja bíla árekstur á veginum austan við Helgafell. Ekki urðu slys á fólki en einhverjar skemmdir á bílunum. Lögregla segir að ógætilegur framúrakstur haft verið ástæðan. Hækkun á fasteignagjöldum Samkvæmt ákvörðun Fasteigna- rnats ríkisins hækka fasteignagjöld í Vestmannaeyjum um 1,67% milli áranna 1996 og 1997. Samtals verða fasteignagjöldin 16,97 milljóniránæstaári. 39 fá húsaleigustyrk Fyrir bæjarráði lágu 39 gildar umsóknir um húsaleigustyrk til nemenda utan Vestmannaeyja. Alls bárust 39 gildar umsóknir og fær hver nemandi 11.400 krónur í samræmi við fjárhagsáætlun. Fréttir Fimmtudagur 12. desember 1996 Endurskoðuð fjárhag Reksfrarkostnaður í endurskoðaðri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs er gert ráð fyrir 50 milljón króna hærri útsvarstekjum en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir. Til viðbótar koma 9,5 millj- ónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Á móti kemur lækkun fast- eignagjalda um 800 þúsund þannig að nettó hækka tekjurnar um 58,7 milljónir króna umfram fjárhags- áætlun. En þetta er þó sýnd veiði en ekki gefin því rekstrarkostnaður fer 32.5 milljónir fram úr áætlun og eignfærður og gjaldfærður kostn- aður 12,6 milljónir. Eru þá eftir 13.6 milljónir til að greiða niður lán umfram það sem áætlað var. Fulltrúar Vestmannaeyjalistans, Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Hörður Þórðarson, létu bóka á síðasta bæjarstjómarfundi að fulltrúar listans hefðu bent á að áætlanagerð sjálf- stæðismanna í bæjarstjóm væri mjög ónákvæm. Væri tillaga þeirra að endurskoðaðri fjárhagsáætlun stað- festing á því. „Fjárhagsáætlunin var alfarið unnin af sjálfstæðismönnum eins og undanfarin ár. Við höfum á hverju ári bent á þessa ónákvæmni en þvf hefur ekki verið sinnt. Tillaga sjálfstæðismanna að endurskoðaðri fjárhagsáætlun, sem lögð var fram á fundinum, sýnir að þeim virðist ekki veita af aðstoð við áætlunargerðina og við höfum alltaf verið tilbúnir til þess,“ sagði Guðmundur við Fréttir eftir fundinn. Hann segist fagna auknum tekjum en stóra málið sé að reksturinn fari 32,9 milljónir fram úr áætlun. I gjald- færðum stofnkostnaði er framúr- keyrslan 6,9 milljónir nettó og segir Guðmundur að kostnaður vegna nýs tölvukerfis stingi þar mest í augu. „í tölvukerfi bæjarins var gert ráð fyrir 9,8 milljónum og 4,5 milljónum í tölvukerfi Bæjarveitna og hafnarsjóðs eða samtals 14,3 milljónum króna. Niðurstaðan er að kostnaður verður tæplega 18 milljónir sem er 3,6 milljónum meira en gert var ráð fyrir þegar ákveðið var að fara út í þessa framkvæmd." Þegar einstaka liðir rekstrar eru skoðaðir kemur í ljós að kostnaður við yfirstjóm og bæjarráð er 400 þúsund krónum lægri en gert var ráð fyrir. Er ástæðan sú að bæjarstjóri er pólitískt kjörinn. Fjárhagsaðstoð lækkar um sömu upphæð og er það rakið til betra ástands í bænum í atvinnumálum. Leikskólamir fara allir fram úr áætlun og er framúrkeyrslan samtals 6.6 milljónir króna. Ástæðumar em raktar til hærri launakostnaðar, viðhalds á lóðum og húsum og lægri daggjalda en gert var ráð fyrir. Af öðrum liðum sem fara fram úr má nefna Sorpeyðingarstöð 1,5 milljón, viðhald holræsa 3 milljónir, áhaldahús 2,5 milljónir, rekstur fasteigna 2,8 milljónir, framlag vegna Þróunarfélags Vestmannaeyja og ferðamálafulltrúa 3 milljónir og sáning og uppgræðsla 2,5 milljónir. Samtals fer reksturinn tæplega 43 milljónir fram úr áætlun en á móti kemur lækkun á nokkrnm liðum upp á samtals 10,5 milljónir þannig að hækkunin er 32,5 milljónir nettó. I eignfærðum stofnkostnaði verður talsverð tilfærsla vegna samninga við íþróttahreyfinguna. Á árinu var gert ráð fyrir 27 milljónum vegna ramma- samnings um byggingu íþróttahúss. Því hefur verið slegið á frest en í staðinn er gert ráð fyrir 37 milljónum vegna kaupa á íþróttamannvirkjum íþróttafélaganna. Ibúðir voru seldar fyrir 4 milljónir og tæki fyrir 250 þúsund. Samtals fer eignfærður kostnaður því 5,8 milljónir fram úr áætlun. Breytingar á einstökum liðum eru því eftirfarandi: Tekjur Rekstur Gjaldfært Eigfært Niðurgreiðsla lána Hækkun 43.056.000 42.970.000 7.700.000 37.000.000 13.580.000 144.306.000 Lækkun 101.756.000 10.500.000 800.000 31.250.000 144.306.000 Af skólafólki Fyrir ekki margt löngu kom fram á sjónarsviðið skýrsla, sem mörgum þótti heldur svört. Greindi hún frá námsárangri íslenskra grunnskólanenenda í raungreinum, saman- borið við árangur jafnaldra þeirra annars staðar í heiminum. Og árangur Islendinganna var svo sannarlega ekki til að hrópa húrra fyrir. Við lentum heldur aftarlega á merinni, meðal þjóða sem við hingað til höfum ekki viljað vera með í hópi og taldar vanþróaðar á flestum sviðum. Aftur á móti vakti athygli góður árangur ýmissa Asíuþjóða, svo sem Singaporemanna og Japana og þá voru Tékkar framarlega í röðinni þegar mæld var kunnátta í stærðfræði og náttúrufræðigreinum á borð við eðlis- og efnafræði. Að vonum setti menn hljóða yfir þessum tíðindum og eðlilega kom upp sú spuming hvernig á slíku gæti staðið. Fyrir ekki svo mörgum árum voru íslenskir nemendur taldir standa flestum framar, ekki aðeins í þessum greinum heldur og fleirum. íslenskir stú- dentar, sem til náms fóru ytra, höfðu það orð á sér, flestir hverjir, að þeir væm afburða námsmenn. En nú er það sem sagt ekki bara miðlungsfólk sem kemur úr grunnskólunum heldur skussar, miðað við jafnaldra þeirra erlendis. Ýmsar skýringar hafa komið fram á þessari leiðindaþróun. Ein er sú að kennarar hafi dregist svo aftur úr öðrum í launum að það komi niður á kennslunni. Til starfa veljist ekki sama úrvalsfólk og fyrr. Nú er skrifari kennari að mennt og starfi og þykir þessi skýring heldur fátækleg. Hann kannast ekki við að hafa slegið af sínum kröfum eða tekið upp önnur vinnubrögð þrátt fyrir að launin hafi eitthvað lækkað miðað við aðra. Slíkt væri heldur óviturleg hefndaraðgerð gagnvart vinnuveitandanum og ekki líkleg til að skila árangri í launabaráttu. Þá hefur einnig verið talið að slök framlög til gerðar námsefnis eigi þama einhveija sök. Það þykir skrifara einnig fremur léttvægt, sérstaklega þar sem framlög til slíks hafa margfaldast á síðasta áratug. Það sem skrifara þykir hvað hjákátlegast er að það skuli vera kennarasamtökin í landinu sem helst halda þessu fram. í huga skrifara er það einkum tvennt sem telja rná orsök þessa lélega árangurs. í fyrsta lagi er það agaleysi í skólum sem mjög hefur vaxið á undanfömum ámm. í kringum 1970 kom fram ákveðin nýbylgja í kennsluháttum og boðaði meira frjálslyndi en áður hafði þekkst. Gömul og gróin gildi vom látin róa svo sem virðing fyrir kennaranum, sömuleiðis sem slakað var á námskröfum. Til dæmis þótti ekki lengur tiltökumál að fólk lærði margföldunartöfluna eins og sjálfsagt þótti áður. Helstu rök nýbylgjumanna voru að reiknitölvur gerðu slíkt óþarft. Þá var talið einkar óvarlegt að snupra nemendur sem ekki höfðu lært heima, slíkt var talið geta haft sálræna kvilla í för með sér. Nemandinn ætti sjálfur að finna hjá sér hvöt til náms. Nú var þessi alda frjálslyndis sjálfsagt ekki af illum hvötum fram sett. hún byggðist enda á ákveðnum uppeldisfræðilegum hugmyndum og helstu boðberar hennar í sjálfu höfuðmenntasetrinu, Kennaraskólanum. Samhliða þessu aukna frjálslyndi komu fram aðrar áherslur í náminu. Farið var inn á aðrar brautir og meiri áhersla lögð á leik en beinhart nám. Námsefni var breytt, það var kallað að samhæfa námið, gamalgrónar greinar á borð við íslandssögu, landafræði, náttúrufræði og heilsufræði, vom lagðar af, þeim steypt saman í eina heild og kallað samfélagsfræði. Sú grein var hinn mesti óskapnaður og þar að auki hundleiðinleg. Ýmsir skólamenn af gamla skólanum vöruðu við þessari stefnu sem þeir kölluðu útþynningarstefnu og töldu að með þessu væri verið að minnka þær kröfur sem gerðar væru til nemenda. Þá vöruðu sömu aðilar einnig við minnkandi kröfum um aga. Á þá var ekki hlustað, þeir voru sagðir dragbítar á eðlilega þróun í kennsiuháttum, staðnaðir í hugsun og skildu ekki þarfir fólks á nýrri öld. Skrifari var einn f hópi þessara aðila, sem taldir voru svona gamaldags. Hann þráaðist lengi vel við en varð loks að gefast upp og hætti fljótlega eftir það kennslu á grunnskólastiginu. Skrifari gleymir því seint þegar hann tók við stærðfræðikennslu í 8. bekk í gagnfræðaskóla. Sá sem kennt hafði bekknum, og var úr hópi nýbylgjumanna, hvarf til annarra starfa á miðju skólaári og þá tók skrifari við. Þegar skrifari fór með honum að skoða námsefni, kennslugögn og yfirferð á námsefninu, sagði sá fráfarandi þessi gullvægu orð: ,,Það er ekki höfuðmálið, hvað þessir krakkar læra í skólanum. Aðalatriðið er að þeim líði vel.” Nú getur skrifari í sjálfu sér tekið undir það að nauðsynlegt er að fólki líði vel á vinnustað. En í hans huga er það ekki aðalatriðið. Starfið sjálft hlýtur að vera aðalatriðið á hverjum vinnustað, sama hvort það er verksmiðja eða skóli. Og þegar sjálft námið í skólanum er komið í annað eða þriðja sæti, þá er ekki nema eðlilegt að útkoman verði eins og áðurgreind könnun sýndi. Skrifari kenndi lengi með þeim góða skólamanni, Eiríki heitnum Guðnasyni. Hann var af gamla skólanum, vildi að menn lærðu í skólanum og var hlynntur aga í kennslu- stundum. Hann gerði eitt sinn að umtalsefni við skólaslit gamalkunnan skólasöng, sem flestir þekkja, og hefst þannig: „Það er leikur að læra.” ,JÞetta er tóm andsk... þvæla,” sagði Eiríkur heitinn. „Það er sko enginn leikur að læra, það er þrotlaus vinna. Það er Ijótt að vera að Ijúga svonalöguðu að bömum.” Skrifari var þá sammála Eiríki og hann er það ennþá. Það er kominn tími til að skólafólk hætti að leika sér og fari að vinna. Sigurg. (FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47 II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu I Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.