Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Page 4
Fréttir
ORÐSPOR - ORÐSPOR
- Hvernig kemur þú fíl inn í ísskáp í
þremur handtökum?
Opnar hurðina á ísskáþnum, setur
fílinn inn og lokar.
- En hvernig kemur þú apa inn í
ísskáp í fjórum handtökum?
Opnar ísskápinn, tekur fílinn út og
seturapann inn og lokar.
- Ljónakóngurinn kallaði saman fund í
frumskóginum. Hver mætti ekki til
fundarins?
Nú auðvitað apinn. Hann var lokaður
inni íísskápnum!
- Hvernig komast fílar niður úr
trjánum?
Þeir setjast á laufblað og bíða eftir
haustinu!
Ég hélt ekki. Þeir
hljóta að feia sig
svona rosalega
vel.
- Af hverju setti
fíllinn tómatsósu á sæta naflann sinn?
Svo hann gæti legið á bakinu og
borðað franskar kartöflur.
Hafnfirðingarnir Óli og Stína voru að
fara í brúðkaupsferð á Hótel Örk.
Þegar þau voru í hringtorginu og á
leiðinni í Hveragerði setti Óli
Hafnfirðingur hendina á læri Stínu.
- Já.Óli, farðu lengra!
Og Óli keyrði alla leið á Selfoss....
Sælkeri vikunnar - Magnús Þórarinsson
HUMARRÉTTUR
Þórarinn Axel Jóns-
son skoraði á
Magnús Þórarins-
son múrara sem
sælkera vikunnar.
Gefum honum orð-
ið:
,,Eg þakka Þórami
félaga mínum fyrir
áskorunina. Afrískum þjóðarréttum
ætla ég að sleppa (hann bað um það)
því ég veit um marga sem hafa fengið
í magann af þeim. Minn réttur kemur
úr íslensku sjávarfangi, sameiginlegri
auðlind þjóðarinnar (eða hvað).
HUMARRÉTTUR
Uppskriftin er miðuð við handa
fjórum(það má nota skötusel)
2 meðalstórir laukar
2 paprikur rauðar
1-2 epli
1/4 dós ananas
2,5 dl ijómi
Arómat krydd
Fiskikrydd
Hvítlaukskrydd
Smjör til steikingar
Meðlæti: Ristað brauð eða hvít-
lauksbrauð, ferskt salat og hrísgrjón.
Eg er að hugsa um að skora á lista-
kokkinn hana systur mína, Asdísi
Þórarins. Ég veit að hún getur töfrað
fram eitthvað gott.“
Humarinn er steiktur í 1 -2 mín á
hvorri hlið. Kryddaður með arómat,
fiskikryddi og hvítlaukskryddi.
Humarinn er tekinn af pönnunni, eplin
og ananasinn skorið í bita og steikt á
pönnunni. Humarinn sett út í, rjóma
hellt yfir og látið krauma litla stund.
Sósuþykkni sett í eftir smekk.
- Hvers vegna mála fílarnir á sér
táneglurnar í öllum regnbogans
litum?
Til þess að geta falið sig í Smarties
sælgæti.
- Hefur þú einhvern tímann fundið fíl í
Smartíes sælgæti?
- Hvað þarf marga Hafnfirðinga til að
mjólka kú?
Tíu. Fjóra til að halda í spenana og sex
til að lyfta kúnni upp og niður...
- Hvað kallast fluga sem hefur komist
inn í hausinn á Ijósku?
- Geimfari.
Fjölbreytt og skemmti-
legt húsvarðarstarf
Það gerist ekki á hverjum
degi að kvenmaður sé í
virðulegu húsvarðarem-
bætti eins og raun ber vitni í
Bamaskóla Vestmanna-
eyja. Húsverðir hafa hingað
til verið með typpi en Ásdís
hefur sýnt það og sannað
að svó þarf ekki að vera.
Hún er nú afleysinga-
húsvörður í Barnaskól-
anum og verður fram á
vor. Fyrir utan hús:
varðarstöðuna er Ásdís
með þekktari þjóð-
hátíðargítaristum
Eyjanna auk þess sem
hún er sópran í Samkór
Vestmannaeyja.
Húsvörðurinn Ásdís
sýnir Eyjamönnum á
sér nýjar
Fullt nafn?
Þórarinsdóttir.
Fæðingardagur og
ár? Leyndó.
Fæðingarstaður?
Reykjavík.
Fjölskylduhagir?
Sjálfstæð fimm barna
móðir.
Menntun og starf?
Gagnfræðingur og
starfa sem afleysingahúsvörður í
Barnaskólanum.
Laun? Ég satt að segja veit það
ekki enn.
Helsti galli? Fljótfær.
Helsti kostur? Á erfitt með að
telja þá alla upp. Þyrfti aukablað
hjá Fréttum til þess.
Uppáhaldsmatur? Piparsteik
með stórum sveppi ofan á og
með piparsósu.
Versti matur? Hræringur.
Uppáhaldstónlist? Mérfinnst
öll tónlist góð.
Hvar myndir þú vera ef þú
yrðir fluga á vegg í einn dag?
I vinnuskúrnum hans Sæla eftir
hádegi á föstudögum.
Uppáhalds stjórnmálamaður?
Halldór Blöndal.
Uppáhalds íþróttamaður?
Einar Ágústsson.
Ertu meðlimur í einhverjum
félagsskap? Ég er í skemmtile-
gasta kór á landinu, Samkór
Vestmannaeyja.
Hvert er eftirlætissjón-
varpsefnið þitt? Allt í hers
höndum.
Hvaða sjónvarpsrás horfir þú
mest á? Stöð 2.
Uppáhaldsleikari? Robert
DeNiro.
Uppáhaldskvikmynd? Deer
Hunter.
Uppáhaldsbók? Þögla her-
bergið.
Hver eru helstu áhugamál
þín? Söngur.
Hvað metur þú mest í fari
annarra? Heiðarleika.
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari annarra?
Hið gagnstæða.
Fallegasti staður sem
þú hefur komið á?
Þórsmörk.
Hversu
umfangsmikið starf
er þetta hjá þér? Það
er lítil reynsla komin á
starfið en mér sýnist
þetta vera heilmikið og
skemmtilegt starf.
Hvernig gengur með
hamarinn? Eg er með
hann í beltisstað.
Gætir þú hugsað þér
húsvarðarstarf í
framtíðinni? Já já.
Hver er helsti kost-
urinn við starfið?
Hversu fjölbreytt það
er.
Hvað dettur þér í hug
þegar þú heyrir þessi
orð:
- Bilun? Erbilun?
- Viðhald? Hjálp!
- Barnaskólinn? Skemmtilegur
vinnustaður.
Eitthvað að lokum? Égóska
Vestmannaeyingum gleðilegra
jóla og farsældar á komandi ári.
Ég minni um leið á jólatónleika
Samkórsins og kórs
Hamarsskóla föstudaginn 20.
des. kl. 20.30.
Fimmtudagur 12. desember 1996
Nýfceddir Vestmannaeyingar
9
Stúlka
Þann 23. nóvember
sl. eignuðust
Hafrún Ingadóttir
og Guðlaugur
Kristófersson
stúlku. Hún vó 13
merkur og
var49 sm.
Stúlkan er í fangi
bróður síns
Kristófers Inga.
Ljósmóðir:
Drífa Björnsdóttir.
Drengur
Þann 27. nóvember
sl. eignuðust Ragna
Birgisdóttir og
Jóhann Brandur
Georgsson dreng.
Hann vó 16
merkur og
var 56 sm. Hann
er í fangi Egils
bróður.
Ljósmóðir:
Drífa Björnsdóttir.
Stúlka Þann 24. nóvember sl. eignuðust Ágústa
Sveinsdóttir og Gunnar Arni Vigfússon stúlku sem hefur yerið
skírð Agnes Berg. Hún vó 17,5 merkur og var 54 sm. Á
myndinni eru einnig frænkurnar Steinunn Lilja, Þóra Birgit og
Helga Rut. Ljósmóðir: Drífa Björnsdóttir.
Drengur
Þann 23. nóvember
sl. eignuðust
Annika Geirsdóttir
og Jón Gísli
Benónýsson dreng.
Hann vó 13
merkur og
var52 sm.
Ljósmóðir:
Drífa Björnsdóttir.