Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur 12. desember 1996 Ljósmyndaverslunin Foto: Fullkomnustu fram- köllunariæki í landinu Guðmundur að störfum við nýju framköllunarvélina. í átta ár hefur Fuji Photo Film í Japan ásamt öðrum helstu framleiðendum i ijósmyndaiðnaði unnið að endurbótum á ljós- myndatækni og er útkoman algjör- lega nýtt ljósmyndakerfi sem kall- ast APS og hafa móttökurnar verið frábærar. Nú getur ljósmyndaverslunin Foto boðið upp á þessar myndavélar, filmur og framköllun á þeim. Til þess þarf sérstök framköllunartæki og þann 3. desember, á 13 ára afmæli verslun- arinnar, voru teknar í notkun nýjar framköllunarvélar frá Fuji. „Eru þetta fullkomnustu tæki sem völ er á í framköllun í dag. Tækin eru framleidd eftir ströngustu gæðakröfum og hafa hlotið gæðastimpil ISO 9001,“ sagði Guðmundur Sigfússon kaupmaður í Foto um nýju tækin. Auk þess að geta framkallað nýju APS fihnumar, sem eru algjör bylting, verður boðið upp á nokkrar nýjungar í 35 mm framköllun. „Nú prentast númerið á myndinni aftan á myndina sem er til rnikils hægðarauka þegar panta á myndir eftir filmunni eftir á. Hægt er að stækka út úr myndum og fá hvítan ramma utan um myndina. Að auki er skjár á vélinni sem hjálpar við að fá sem bestar myndir út úr framkölluninni. Það hefur alltaf verið kappsmál okkar að skila viðskipta- vinum okkar sem bestum myndum og nýja vélin mun hjálpa okkur í þeirri viðleitni," sagði Guðmundur að lokum. Nada Borosak listmálari: Opnar sýningu í Akóges næsta fimmtudag Nada Borosak heldur sína aðra málverkasýningu í Akó- geshúsinu í næstu viku. Þar sýnir hún um 40 myndir, mest vatnslitamyndir sem hún hefur málað í Vest- mannaeyjum og víðar á ís- landi á undanförnum mán- uðum. Nada opnar sýninguna klukkan 20:30 fimmtudaginn 19. desember nk. og verður hún opin fram á sunnu- daginn 22. des- ember. „Ég hugsa þetta sem jólasýningu og verður gestum boðið upp á pip- arkökur og jóla- glögg," sagði Nada. Nada með eina af vatns- litamyndina sem hún sýnir í Akóg- es í næstu viku. | NJÓTTU LÍFSINS í REYKJAVÍK | ! Við höfum fjölgað ibúðum okkar að Skálholtsstíg 2a í Reykjavík, við hliðina á Listasafni íslands. Þetta eru ! ! litlar 2ja herbergja íbúðir á besta stað í Rvík. í hverri íbúð er lítið en fullkomið eldhús með öllum búnaði, stofa ! j með leðurhúsgögnum, svefnherbergi með bestu gerð hótelrúma. Sjónvarp, sími og fax. Daglega eru j j íbúðirnar þrifnar, skipt um handklæði, vaskað upp. ! Fullkomin aðstaða fyrir rómantísk hjón sem hafa sloppið frá börnunum. j Hausttilboð til 15. desember: j Til þess að kynna þessa frábæru gistingu í Reykjavík bjóðum við nú gestum okkar að greiða allt að 3000 kr. j i á dag með nótum frá veitingahúsum í ReykjavíklMI! en afganginn með Visa eða Eurocard. Einu skilyrðin eru i j þau að gist sé í a.m.k. 3 nætur og að nóturnar séu nýjar. J Þitt annað heimili í Reykjavík. Sími: 562 5622 Fax: 562-9165 Smáar Sjónvarpstæki óskast Vil kaupa 14 tommu sjónvarp eða minna. Uppl. í s. 481-2736 á kvöldin. Bíll til sölu Til sölu Mitsubishi 1200 Double Cap 4x4 árgerð 1991 með lengdum palli. (Vsk. bíll) m/ húsi og 31 tommu dekkjum. Upplýsingar í s. 481 -1187. Þakkir Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem glöddu mig á einn eða annan hátt á 75 ára afmæli mínu, 6. desember sl. Alfreð Einarsson. j Kœru Vestmannaeyingar 1 Veríð hjartanlega velkomnir á | AAÁLVERKASÝNINGU | mína ÍAkóges 19. desember kl. 20:30. Sýningin verðursíðan opin dagana 20. og 21. desember frákl.iaOOtil 21:30 ogá ■ sunnudaginn 22. fráiaOOtil 24:00. i ! Nada Borosak \ i___________________________i íþróttir fyrir alla: Vel heppnaðir fjördagarí Eyjum -Gestum boðið að láta kanna heilsufarslegt ástand sitt Á laugardaginn var efnt til átaks á vegum samtakanna Iþróttir fyrir alla og var dagskráin mjög fjöl- breytt. Boðið var upp á þolmæl- ingu, líkamsfitumælingu, blóðfltu- mælingu, blóðþrýstingsmælingar, vatnsleikfimi og leiðbeiningar með sundlagi. Hugmyndir eru uppi um að hleypa af stokkunum hlaupi í Vestmannaeyjum sem gæti haft aðdráttarafl fyrir fólk af fasta- landinu. Þorsteinn G. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ÍFA, mætti til Eyja við þriðja mann en hann segir að hingað hafi þau komið að frumkvæði Eyjamanna. Ólöf Heiða Elíasdóttir íþróttakennari sá um leiðbeiningar með sundlagi, hjúkrunarfræðingar í Eyjum mældu bióðþrýsting og blóðfitu, og fólk frá ÍFA mældi þol og líkamsfitu. „Þátttaka var ágæt. Við hefðum í raun og veru ekki getað annað fleirum í mælingar. Hins vegar hefðu fleiri mátt synda og taka þátt í sundleikfiminni." sagði Þorsteinn í samtali við Fréttir en hann taldi að ýmsar ytri aðstæður hefðu ráðið því. Hann sagði að átak eins og þetta sé af hinu góða. „Þeir sem komu höfðu mikinn áhuga á að fylgjast með líkamlegu ástandi sínu og ekki er nokkur vafi á því að þetta fólk mun temja sér hreyfingu og holla lífshætti í framtíðinni. Arangurinn var það góður að ákveðið er að við komum aftur eftir þrjá mánuði og þá verðum við betur tækjum búin til að getamælt fleiri.“ Áhugi er á því innan ÍFA að koma á laggimar deild í Vestmannaeyjum. .T’að kom upp hugmynd að koma upp nokkuð stóru og eftirsóttu hlaupi í Vestmannaeyjum. Vignir Guðnason, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar- innar, benti á að rétt væri að ræða þetta mál við ferðamálafulltrúann í Eyjum en IFA sér um forvinnu þessa máís,“ sagði Þorsteinn að lokum. Hildur Magnúsdóttir stígur þrekhjólið af miklum móð en það var liður í þolprófinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.