Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 12. desember 1996 Vestmannaeyjaflugvöll -Þann 13. nóvember sl. voru 50 ár frá vígslu vallarins og verður þess minnsl Þeir sjá um að halda flugvellinum opnum Jóhann Guðmundsson, flugvallar- stjóri, sem Eyjamenn þekkja sem Didda á fluginu tók við starflnu árið 1978. Hann tók við af Steingrími Arnar sem tók við af Bóa Júll en fyrsti flugvallarstjórinn var Herj- ólfur Guðjónsson, faðir Bjarna flugumferðarstjóra sem lét af störfum á síðasta ári. Með Didda starfar Ingibergur Ein- arsson og saman bera þeir ábyrgð á að við komumst til og frá Eyjum með flugi. Starf þeirra er kannski fyrst og fremst að sinna brunavörnum og til þess hafa þeir tvo brunabíla sem oftast má sjá á ferðinni þegar flugvélar eru að lenda og fara í loftið. Þeir fylgjast einnig með flugbrautunum og á það ekki síst við á vetuma í snjó og hálku. Þegar hálka er þarf að sópa brautimar en ef það dugar ekki eru þær sandbornar. Frá 1990 hafa þeir haft snjóruðning á sinni könnu og það getur verið tímafrekt og erfitt verk. Að lokum þurfa þeir að sjá um viðhald á öllum eignum Flugmálastjómar í Vestmannaeyjum. Stórstígar framfarir Diddi hefur upplifað miklar breytingar á flugvellinum frá því hann tók við starfi flugvallarstjóra. „Fyrsta stóra stökkið var þegar nýja flugstöðin var vígð 27. janúar en hún tók við af skúmum sem við höfðum orðið að sætta okkur við fram að því. Mörgum fannst mikið í lagt og gestir við vígsluna höfðu orð á því hvað ætti að gera við svona stóra flugstöð. Ég sagðist vonast til þess að hún ætti eftir að verða of lítil og það varð reyndin. í fyrstu var bara gert ráð fyrir einu flugfélagi en nú eru þau orðin þrjú, Flugleiðir, Flugfélag Vestmannaeyja og Islandsflug,“ segir Diddi. Um leið hefur farþegafjöldi meira en þrefaldast. „Árið 1979, árið áður en flugstöðin var vígð, fóru um 25 þúsund farþegar um Vestmanna- eyjaflugvöll. 1980 vom farþegamir 32 þúsund og 1981 fór farþegafjöldinn upp fyrir 40 þúsund. Síðan hefur verið stígandi og nú fara um 80 þúsund farþegar um flugvöllinn á ári.“ 2400 farþegar á einum degi Þjóðhátíðin er alltaf mikill annatími á flugvellinum, einkum á mánudeginum þegar koma þarf þjóðhátíðargestum til síns heima., J>að nálgast stundum að vera algjört öngþveiti hjá okkur þvf allir vilja komast í burtu á sama tíma. Mánudagurinn eftir þjóðhátíðina 1994 var metdagur hjá okkur. Þá fóm héðan um 3000 manns og lendingar voru 450. Það var allt á fullu allan daginn og var ég mikið feginn um kvöldið að allt skyldi fara vel.“ Eðlilega eru sumrin mesti anna- tíminn á Vestmannaeyjaflugvelli og þá er vinnudagurinn oft langur. „Við stöndum vaktir frá klukkan 7 á morgnana og erunt að oft fram á kvöld. En það getur líka verið erfitt á veturna þegar snjór er á brautinni. Þá þurfum við að rífa okkur upp fyrir allar aldir þannig að allt verði klárt fyrir fyrstu áætlunarflugvélamar." Fram til ársins 1990 sáu starfsmenn áhaldahúss Vestmannaeyjabæjar um að ryðja flugbrautimar en síðan hafa Diddi og Ingibergur séð um það sjálfir. Það gat verið kalsamt verk áður en tækjahúsið kom. „Það tók oft tvo tíma að koma dótinu í gang og því vomm við að mæta klukkan fjögur og fimm á nóttunni. Stóðum við skjálfandi úr kulda við að hreinsa snjó af tækjum og vélum áður en hægt var að byrja á að ryðja. Eftir að tækjahúsið kom hefur aðstaðan gjörbreyst til hins betra. Nú standa öll tækin í upphituðu húsi, tilbúin hvenær sem þarf að nota þau,“ segir Diddi. Þróun flugvallaríns Þegar flugvöllurinn var vígöur 13. nóvember 1946 var ein flugbraut, austur-vesturbrautin og var hún um 700 m löng. Ekki var tekið úr öxlinni fyrr en nokkrum árum seinna. Seinna var noröur-suðurbrautin byggð. Fram að gosi var austur-vest- urbrautin 900 m og norður- suðurbrautin 700 m. Gosið kom sér vel því þar kom efni í að lengja brautirnar og í dag eru þær 1300 m og 1100 m með öryggisvæðum. Arið 1990 var lagt slitlag á báðar brautirnar. Eru þær samtals 100 þúsund fm og línurnar á þeim eru hvorki meira né minna en 5000 fm. Nýi flugturninn var tekinn í notkun árið 1979, flugstöðin Djöfíagangur við Vestmannaeyjar Kaflinn sem hér fer á eftir er úr bók Þorsteins Jónssonar flugstjóra, Viðburðarík flugmannsævi. Þorsteinn hefur reynt margt á löngum flugmannsferli, flaug m.a. orustu- þotum í seinni heimstyijöldinni og tók átt í hjálparflugi í Bíafra. Hér segir hann frá eftirminnilegri flugferð til Vestmannaeyja og segist hann hvorki fyrr eða síðar hafa lent í krappari dansi. A einhvern óútskýranlegan hátt tókst honum að lenda flugvél sinni á flugvellinum í Vestmannaeyjum eftir miklar hremmingar í suðaustan hvassviðri. Það er vel við hæfi að birta þennan kafla þegar Vestmannaeyingar minnast þess að 50 ár eru liðin frá því flugvöllurinn var tekin í notkun. I honum kemur greinilega fram hvað flugvöllurinn var frumstæður og flugmenn urðu að notast við eigið hyggjuvit og reynslu. Þá var samkeppni milli Flugfélags Islands og Lofdeiða í innanlandsfluginu og þá varð kappið stundum meira en forsjáin eins og greinilega kemur fram í frásögn Þorsteins. Kaflinn er birtur með góðfúslegu leyfi Arnbjörns Kristinssonar bókaútgefanda í Setbergi. Arnbjörn er Eyjamaður og þekkir því sögusviðið af eigin raun. Metnaður ber skynsemina ofurliði Á þessum tímum voru engar reglur um lágmarksveðurskilyrði fyrir flug og var hverjum flugstjóra í sjálfsvald sett hvort hann teldi flugfært eða ekki og hvort hann treysti sér til að taka áhættu í tvísýnu veðri. Þetta gat auðvitað skapað hættuástand því að hörkusamkeppni var þá á milli Flugfélags íslands og Loftleiða um innanlandsflugið. Ef flugstjóri, sem var að velta fyrir sér hvort ætti að fljúga á ákveðinn stað, frétti að hitt félagið ætlaði að fljúga þangað gat hann í fæstum tilfellum, metnaðar síns vegna, skorast undan að reyna líka. Var því oft lagt út í tvísýnu við aðstæður, sem alls ekki er leyfilegt nú eftir að strangar reglur hafa verið settar um lágmarksveðurskilyrði fyrir flug. Flugslys voru einnig miklu tíðari þá en nú, en miðað við þær aðstæður sem ég hef lýst má segja að það hafi verið mesta mildi að þau voru ekki tíðari en raun ber vitni. Sem dæmi um þetta ástand get ég sagt frá flugferð sem ég fór um þessar mundir til Vestmannaeyja. Ég vil taka það fram að ég geri þetta ekki til að hæla sjálfum mér fyrir „unnið afrek“, heldur til að sýna hversu varhugavert ástandið gat verið þegar metnaðurinn bar skynsemina ofurliði. Ég tel nú að þetta flug hafi verið helber glannaskapur og mér til minnkunar að láta áeggjan annarra og minn eiginn metnað ráða ferðinni. Ein 700 m flugbraut í þá daga var flugvöllurinn í Vest- mannaeyjum mjög frábrugðinn því sem hann er nú, aðeins ein braut, þakin rauðamöl og ekki nema 700 metra löng. Þá var ekki búið að taka úr norðuröxlinni á Sæfelli, við austurenda flugbrautarinnar, og að- flugið þurfti að vera mjög bratt þegar lent var til vesturs til þess að fá hjólin til að snerta brautina nógu fljótt, svo að hægt væri að standa á hemlunum og nema staðar áður en á hinn endann væri komið. Lending á austurenda brautarinnar var líka erfiðari en ella vegna uppstreymis við endann þar sem vestanvindurinn lyftist yfir öxlina. Við vorum á þessum árum nýbyrjaðir að fljúga til Vest- mannaeyja á Douglas-vélunum, en sannast sagna var það fífldirfska að fljúga svona stórum flugvélum inn á þennan flugvöll sem var svo langt frá því að standast þær kröfur sem nú eru gerðar. En við létum okkur hafa þetta og stafaði nær eingöngu af harðri samkeppni. Loftleiðir þóttust „eiga“ Vestmannaeyjar. Og víst er um það að þeir höfðu verið duglegri en Flugfélagið að halda uppi flug- samgöngum þangað og voru því mjög vinsælir meðal eyjaskeggja. Sér- staklega iðinn við við eyjaflugið var Kristinn Olsen flugstjóri enda í miklu og verðskulduðu uppáhaldi hjá heimamönnum. Við Flugfélagsmenn áttum erfitt með að sætta okkur við þetta forskot Loftleiða og hugðumst bæta stöðu okkar með því að fljúga þangað á stærri flugvélum en þeir áttu þá kost á. Ég vil þó taka skýrt fram að á milli flugmanna beggja félaga ríkti vinátta og oftast náin og góð sam- vinna varðandi upplýsingar um veður og flugskilyrði þrátt fyrir sam- keppnina. Suðaustan hvass- viðri í Eyjum Umræddan dag var suðaustan hvass- viðri og rigning og ekki vænlegt útlit fyrir flug til Vestmannaeyja. Heldur bætti í vindinn þegar leið á daginn og veðurathugunarstöðin á Stórhöfða gaf upp austsuðaustan níu vindstig, 700 feta skýjahæð, regn og lélegt skyggni. Ég var alveg kominn að því að aflýsa áætlunarflugi okkar þangað fyrir fullt og allt þennan dag þegar Karl Kristmannsson, umboðsmaður okkar í Eyjum, hringdi og sagðist hafa frétt að Loftleiðir væru búnir að ákveða flug þangað og brottför frá Reykjavík yrði eftir hálftíma. Hann taldi að vindurinn á flugvellinum væri ekki eins mikill og á Stórhöfða. Við hringdum til Loftleiða og fengum staðfest að Kiddi Olsen myndi innan skamms leggja af stað til Eyja í Anson-flugvél. Loftskeytamaðurinn tók af skarið f þetta sinn voru skráð í áhöfn mína Anton Axelsson aðstoðarflugmaður, Oddgeir Karlsson loftskeytamaður og Guðbjörg Sigurðardóttir flugfreyja, og höfðum við þessi fjögur flogið nokkuð mikið saman undanfamar vikur. Oddgeir starfaði að vísu sem loftskeytamaður á togurum Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar, en var lánaður okkur tímabundið, og svo hafði atvikazt að hann flaug nær eingöngu með mér. Einhverra hluta vegna hafði hann tröllatrú á mér sem flugmanni og var haldinn þeim misskilningi að mér væm allir vegir færir í ioftinu. Og nú tók hann af skarið varðandi þetta flug til Eyja. Þar sem ég stóð og var að reyna að safna kjarki til að aflýsa fluginu gekk hann til mín, skók vísifingrinum framan í mig, eins og hans var vani þegar hann vildi leggja áherslu á eitthvað og sagði: „Blessaður vertu ekkert að tvínóna við þetta, Steini. Þú ferð létt með svona smávegis golu.“ Teningunum kastað Jæja, þá var teningunum kastað og ekki lengur til setunnar boðið. Ég sagði strákunum í afgreiðslunni að hringja í farþegana og við skyldum drífa okkur af stað strax og þeir væru mættir. Þegar til kom reyndist aðeins vera einn farþegi, og var hann með frímiða - faðir eins flugvirkjans okkar. Hann mætti fljótlega og við skunduðum út í flugvélina sem stóð á stæðinu fyrir framan og skókst í vindhviðunum. Hvassviðri var og rigning þegar við hófum flugið, og við vorum innan skamms komin upp í svörtu skýin, sem grúfðu brúnaþung ofan á fjöllunum. Flugvél þessi var búin radíóhæðarmæli (sem vinnur líkt og dýptarmælir á skipum) og gerði hann okkur kleift að taka stefnuna beint á Vestmannaeyjar. Mælirinn sýndi okkur hvenær við værum komin yfir fjallgarðinn og út yfir hafið svo við gætum lækkað flugið aftur niður úr skýjahulunni. Flugvélin lét eins og skopparakringla Kristinn Olsen hafði farið í loftið skömmu á undan okkur, og kölluðum við nú í hann á hátíðnibylgjunni til að grennslast unr hvar hann væri staddur. Með sinni auðþekkjanlegu djúpu rödd svaraði hann um hæl: -Já, blessaður Steini. Ég er héma við Kleifarvatnið að reyna skríða yfir nesið. Hér er andskotanum ókyrrara!" Við vorum hjartanlega sammála um ókyrrðina. Þama sem við vorum í 5000 feta hæð uppi í skýjunum yfir fjöllunum hentist flugvélin til eins og skopparakringla, en flugmenn á íslandi voru orðnir ýmsu vanir í þeim efnum og létu ekki lítilsháttar ókyrrð setja sig úr jafnvægi (að minnsta kosti ekki andlegu). Lítilsháttar ísing gerði vart við sig en af henni höfðum við litlar áhyggjur því innan skamms myndum við lækka flugið aftur niður í hlýrra loft. Auðséð var að við yrðum í Eyjum töluvert á undan Kidda því við vorum á hraðfleygari flugvél og auk þess fæmm við styttri leið. Það virtist líða óratími unz radíóhæðarmælirinn sýndi að við væmm komnir suður fyrir fjallgarðinn, og gaf þetta ótvírætt í skyn að andbyrinn væri mikill. Nú dró til muna úr ókyrrðinni, og þegar mælirinn síðan sýndi að við værum yfir sjó lækkuðum við flugið niður úr skýjahulunni sem reyndist vera í urn það bil 700 feta hæð. Regnið buldi á framrúðunum og fyrir neðan okkur var hvítfyssandi sjórinn. Við sáum vindinn þrífa löðrið ofan af öldutoppunum og þeyta því í langar froðurákir. Flugvélin rétt mjakaðist áfram á móti rokinu og framundan

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.