Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Side 11
FréTTIR
Fimmtudagur 12. desember 1996
ur 50 ára
' á sunnudaginn.
1980 en tækjahúsið reis á
síðasta ári. Það er algjör bylting
fyrir Didda og Ingiberg. Þar
koma þeir öllum tækjum inn og
aðstaða til viðgerða er eins og
best er á kosið. Þar verður
einnig starfsmannaaðstaða.
Tækjabúnaður
Nýr vörubíll með 5 m tönn og
sóp, Oshkosh bifreið árgerð
1952 með 3,5 m tönn, tveir
slökkvibílar og Volvo 1947 með
blásara.
tækjahúsið var byggt
gat verið kuldalegt að koma
snjóruðningstækjunum af stað.
Diddi og Ingibergur hafa í mörg horn að líta á flugveliinum enda fara um 80 þúsund farþegarþar um á
hverju ári.
rann allt saman í gráma. Óhjá-
kvæmilega læddist sú hugsun að mér
að hreinasta vitfirring væri að ætla sér
að lenda í Eyjum í þessum veðurham
og fann ég fyrir kvíða. Þó að ekki
væri mikil ókyrrð þama úti yfir hafinu
var ég ekki í vafa um að breyting yrði
á þegar við nálguðumst þessa
klettadranga sem stóðu upp úr
veðurbörðum sjónum og nefndir voru
Vestmannaeyjar.
Barnslegt traust á
flugstjóranum
Toni sat þegjandi í hægra sætinu og
púaði sígarettu án afláts. Hvemig
skyldi honum vera innanbrjósts? Var
hann eins kvíðinn og ég? Ekki virtist
Oddgeir hafa neinar áhyggjur þar sem
hann stóð þama brosandi fyrir aftan
okkur. Ég gat ekki annað en dáðst að
þessu bamslega trausti sem hann
virtist bera til mín og óskaði þess af
heilum hug að ég sjálfur hefði sömu
tröllatrú á flugmannshæfileikum
mínum.
Hann klappaði mér á hægri öxl og
sagði hlæjandi: „Jæja, strákar, við
verðum á undan Loftleiðum í þetta
sinn.“
Ég er ekki svo viss um það, hugsaði
ég með sjálfum mér, en bætti við
upphátt: „Jú ef við lendum."
„Svona, ekkert svartsýniskjaftæði,"
sagði Oddgeir. „Auðvitað lendum
við.“
Mér fannst eilífð líða þar til Þrí-
drangamir, þessir tignarlegu útverðir
Eyjanna, komu loksins í ljós í
suddanum framundan. Þeir voru
hrífandi þar sem þeir teygðu sig
kolsvartir hátt upp úr mjallhvftu
brimlöðrinu. Hægt og sígandi hurfu
þeir síðan aftur fyrir og tók þá að
grilla í Heimay. Þegar ég kom auga á
flugbrautina gaf ég Tona merki um að
skella niður hjólunum og lesa
gátlistann fyrir lendingu. Mér til
undrunar var ekki farið að bóla á
þeirri miklu ókyrrð sem ég átti von á í
nánd við eyjamar, en ég ákvað að
halda hæð eins lengi og unnt væri og
lenda síðan úr bröttu aðflugi til þess
að reyna að vera sem lengst laus við
sviptivindana sem ég taldi vísa í nánd
viðjörð.
í tröllahöndum
Ég herti sætisólina vel, beit á jaxl og
Sigurgeir Jónasson tók myndina í nóvember 1970 af Douglas flugvél frá Flugfélagi íslands aö lenda. Til vinstri er gamla
flugskýlið. Á innfelldu myndinni er Þorsteinn Jónsson flugstjóri sem komst í hann krappann í flugi til Eyja.
ýtti trjónunni niður og hæðarmælirinn
byrjaði að vinda niður af sér:-600 -
500 - 400 - 300 - 200 fet - enn var allt
í stakasta lagi - aðeins ósköp venjuleg
og viðráðanleg ókyrrð. Kannski yrði
þetta ekki svo djöfullegt eftir allt
saman... BAMM! BAMM! Það var
engu líkara en en flugvélin væri
slegin með tröllauknum tennisspaða
og hún hentist snöggt upp á við, en
næstum í sömu andrá sló annar spaði
hana niður aftur.
Og nú uphófst sá mesti djöflagangur
af náttúmvöldum sem ég hefi þurft að
glíma við. Flugvélin kastaðist upp og
niður, út á hlið, upp á vinstri kant,
hentist svo yfir til hægri, upp, niður.
upp aftur - allt virtist hringsnúast -
stjómvölurinn slóst til í höndum mér
og fékk við ekkert ráðið. Vísirinn á
hraðamælinum hagaði sér eins og
hann væri tekinn að æfa leik-
ftmisæfingar af kappi og ekki var
nokkur leið að lesa á hann. Ýmist
starði ég upp til himins eða niður á
jörðina, sem nú var orðin ískyggilega
nærri. Auðvitað er ófært að muna
allar þær sviptingar sem þama áttu sér
stað, en eitt man ég eins greinilega og
það hefði gerst í gær: Allt í einu stóðu
vængimir næstum lóðrétt og vinstri
vængbroddurinn var aðeins fáein fet
ofan við hraunið utan við brautina.
Viðbrögð mín vom ósjálfráð -
vafalaust grundvölluð á margra ára
reynslu omstuflugmanns í að fljúga
flugvélum í annarlegum stellingum -
og ég gaf fullt afl á báða hreyfla til að
reyna að komast út úr þessu víti. En
þá var eins og tröllsleg hönd tæki
flugvélina og þrýsti henni harkalega
niður á flugbrautina, en á réttum kili!
Ég dró strax úr afli hreyflanna, vélin
skoppaði einu sinni og rúllaði síðan
rólega eitt til tvö hundmð metra eftir
brautinni unz hún nam staðar. Guð
minn góður! Ég trúði þessu varla - við
vomm lentir. Eitt var þó víst: Ekki
hafði ég lent vélinni. Verndarenglar
mínir höfðu verið að æfa lendingar á
Douglas DC-3!
Titraði og var
máttlaus
Ég titraði og varð máttlaus af
geðshræringu og svitinn bogaði af
mér. Flugvélinni ók ég svo hægt og
rólega inn á stæðið nálægt austurenda
flugbrautarinnar, en þar beið Kalli
Kriss með fulla rútu af farþegum.
En nú hlaut að verða mitt fyrsta
verka að avara Kidda Olsen sem
líklega væri á þessari stundu að
nálgast Þrídranga. Ég náði honum í
talstöðina og sagði að það væri ekkert
vit í því fyrir hann að reyna lendingu
og sjálfur myndi ég ekki hreyfa mig
héðan fyrr en lægði til muna. Hann
þakkaði fyrir viðvömnina, bað okkur
vel að lifa og sneri heim aftur.
Flugvélin hristist og skókst í
ofsaveðrinu þar sem hún stóð á
planinu, og eftir mikil átök tókst Kalla
og aðstoðarmanni hans að opna
dyrnar á farþegarýminu, en til þess
þurfti að spyma hurðinni af alefli upp
á móti rokinu. Ég var ennþá svo
máttfarinn að ég kiknaði í
hnjáliðunum þegar ég stökk niður úr
flugvélinni. Farþegi okkar kom
skælbrosandi út og sagði: „Jæja,
strákar, þetta var bara indælisferð. Ég
þakka ykkur fyrir.“
Lofaði sjálfum sér að
gera þetta aldrei aftur
Lánsami maður, varð mér hugsað.
Hann hafði enga hugmynd um hversu
nærri hann hafði verið að mæta
skapara sínum fyrir nokkrum
mínútum. En nú lofaði ég sjálfum
mér því að aldrei aftur skyldi ég reyna
að lenda í Vestmannaeyjum í meiri
vindi en sem næmi stinningskalda og
einnig að ég skyldi berjast fyrir því að
reglur yrðu settar um lág-
marksveðurskilyrði fyrir flug til
áfangastaða úti á landi. Reyndin varð
samt sú að langur tími leið áður en
slíkar reglur sáu dagsins Ijós og er
mér ekki grunlaust um að dráttur
þessi hafi kostað nokkur mannslíf.
Sem betur fer eru mál þessi nú komin
í fastar skorður og reglum um
veðurskilyrði fyrir flug stranglega
framfylgt. Nú er liðin sú tíð þegar
flugmenn gátu freistazt til að sanna
hversu klárir karlar þeir væru. Nú
verða allir að fara eftir ákvæðum sem
tryggja það að jafnvel þeir flugstjórar
sem búa við lágmarksreynslu séu vel
færir um að leysa verkefni sín vel af
hendi án þess að stofna lífí sínu og
farþeganna í hættu. Miklar framfarir
hafa átt sér stað varðandi stjórnun á
undanfömum árum um leið og
tækjabúnaði og þjálfun flugmanna
hefur einnig fleygt gífurlega fram.
Kaflinn er birtur með leyfi
útgefanda en millifyrirsagnir eru
blaðsins.