Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Blaðsíða 12
Lægrí hitunarkostnaður upp úr aUamótum Hitunarkostnaður í Vestmanna- eyjum er yfir meðallagi þegar born- ar eru saman gjaldskrár hitaveitna á landinu öllu. Veitustjóri Bæjar- veitna Vestmannaeyja segir slíkan samanburð óraunhæfan þar sem gjöldin séu reiknuð út frá gjörólíkum forsendum. Ibúafjöldi, nálægð við jarðhita, nýting orku og fjárhagsstaða og aldur veitu eru þeir þættir sem hafa mest áhrif á gjafdskrár hitaveitna að sögn Friðriks Friðrikssonar veitustjóra. A móti því koma jöfnunargreiðslur stjórnvalda sem niðurgreiða upp að vissu marki hitunarkostnað heimila þar sem aðstæður til hitaveitu eru slæmar. Vegna skorts á jarðhita hafa Vestmannaeyingar rétt á kaupum á svokallaðtri „ótryggðri orku“ frá Landsvirkjun til að hita vatn. Þetta felur í sér að ef vatnsstaða Lands- virkjunar fer undir ákveðin mörk er hægt að hefta rafmagnsflutning til Eyja. Skilyrði fyrir samningnum er því að hafa varaorku sem er svartolía. Orka frá Landsvirkjun er notuð til hitunar 90% vatns í Eyjum en 10% eru hituð með varmaorku frá Sorpbrennslunni. Sé tekið mið af landinu öllu er hitaveita í Eyjum mjög ung. Friðrik segir það skipta máli í sambandi við hitaveitugjöld. Hann segir að Bæjarveitur séu enn mjög skuldugar vegna stofnkoslnaðar sem hljóti að leiða til hærra verðs hitaveilu. Friðrik telur að sérstaða Bæjarveitna felist einnig í því hversu erfltt sé að auka tekjur fyrirtækisins. Svæðið sé lítið og fólki fækki frekar en fjölgi. Friðrik bendir einnig á að hitastig vatnsins sem berst til húsanna sé mjög mismunandi eftir hitaveitum. Lágt hitastig leiðir til aukinnar notkunar þar sem ofnar þurfa að vera stærri segir hann. Hitastig í Eyjum er 78 gráður við húsvegg en á jarðhitasvæðum fer það allt upp í 95 gráður, t.d. í Hveragerði. I Reykjavík er hitastigið 80 gráður. Beinn samanburður á rúmmetra- verði er því ekki raunhæfur að mati Friðriks. Fastagjöld séu einnig mjög mismunandi og að baki þessara talna liggi mjög mismunandi útreikningar. Hann neitar því ekki að hitaveita í Vestmannaeyjum sé með þeim dýrari á landinu en aðstæður leyfi ekki lægri gjöld eins og er. Hann bendir á að í samanburði t.d. við Akureyri, þar sem nýleg uppbygging hitaveitu var mjög kostnaðarsöm, standi Vestmannaey- ingar vel að vígi. Veitustjóri segir það stefnu Bæjarveitna að lækka gjöldin í nánustu framtíð, m.a. með því að borga skuldir veitunnar hratt niður. Hann telur raunhæft að hægt verði að skapa grundvöll fyrir fægri gjöldum á næstu fjómm ámm. Elsa Ævarsdóttir Hin árlega spurningakeppni grunnskólanna í Eyjum fór fram í síðustu viku. Lið nemenda Barnaskólans og Hamarsskólans öttu kappi sem og kennaralið úr báðum skólum. Leikar fóru þannig að Barnaskólinn vann með yfir- burðum hjá nemendum þar sem Jón Kristinn Sverrisson fór á kostum. Hjá kennurum snerist dæmið við og Hamarsskólinn vann öruggan sigur. Á myndinni er nemendalið Barnaskólans með bikarinn góða. F.v. Jóna Heiða Sigurlásdótör, Jón Kristinn Sverrisson og Davíð Egilsson. *# Eintn Orn hrmnður Eyverjn Aðalfundur Eyverja, félags ungra sjálfstæðismanna í Eyjum, var haldinn fyrir skömmu. Kosin var ný stjórn og í aðrar trúnað- arstöður félagsins. Nýja stjórn Eyverja skipa Einar Öm Amarsson formaður, Kristín Inga Grímsdóttir varaformaður, Guðmundur Ólafsson gjaldkeri, Jóhann Örn Friðsteinsson ritari og Birkir Ivar Guðmundsson, Birgir Stefánsson og Gottskálk Ágústsson meðstjómendur. Eyverjar vilja nota tækifærið til að minna fólk á að skila inn breytingum á símanúmerum og heimilisföngum í Upplýsingaritið til Frétta/Eyjaprents ehf. Upp-lýsin- garitið mun koma út fljótlega á næsta ári. Listaskóli í Vestmannaeyjum: Starfsemin hefjist L sept. Það stendur til að stofna list- askóla í Eyjum eins og komið hefur fram. í honum sameinast Tónlistar- skólinn, leiklistar- og myndlistar- kennsla. Tilgangurinn sem liggur að baki er að eíla núverandi starf á þessu sviði og eru væntingar að slíkur skóli myndi auka og efla lista- og menningarlíf í Eyjum segir Arnar Sigurmundsson formaður skólamálaráðs. Tónlistarskólinn verður stærsta eining nýs skóla en leiklistar- og myndlistamámskeið verða einnig kennd í hinum nýja skóla. Nú er verið að athuga hvemig hefur verið staðið að svipuðum málum í öðmm sveitar- félögum. Stendur til að gera kostnaðaráætlun en ljóst er að nýtt húsnæði þarf undir listaskólann enda Tónlistarskólinn nú þegar í hús- næðiskröggum. Stefnt er að því að starfsemi skólans hefjist 1. september á næsta ári. Sjálfshjálpnrhópur um sorg býður lil funJar Laugardaginn 14.12. kl. 18:00 mun Sjálfshjálparhópur um sorg halda fund í safnaðarheimilinu. Þar mun Sigtryggur Þrastarson tala og greina frá reynslu sinni af missi og sorg. Áður hafa tveir slíkir fundir verið haldnir, þar sem syrgjendur hafa deilt reynslu sinni með öðmm. Gafst það einkar vel og varð mörgum til styrkingar á göngu sorgarinnar, því er nú enn efnt til fundar af þessu tagi. Hvetjum við alla syrgjendur til að nýta sér þetta tilboð með okkur. Heitt verður á könnunni og kertaljós á borðum. Fimmtudagur 12. desember 1996 sina í kirkjunni sunnudaginn 15. desember nk. kl. 20.50 Flutt verður fjölbreytt efnisskrá með aðstoð hljóðfæraleikara úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja og einsöngvari með kórnum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona Stjórnandi kórsins er Quðmundur H. Quðjónsson. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 800 kr. ór Landakirkju ARSHATIÐ Árshátíð Sjómannafélagsins Jötuns verður í Alþýðuhúsinu laugardaginn 28. desember nk. og hefst með borðhaldi kl. 19.30. Dansað til kl. 03.00. Hljómsveitin Dans á rósum leikur fyrir dansi. Miða og borðapantanir á skrif- stofu félagsins og í síma 481 -2017 (Valmundur). Miðaverð kr. 2.500. Stjórnin Bæjarbúar athugið Öll útsend sorpeyðingargjöld eru nú gjaldfallin. Þeir sem enn eiga ógreitt, vinsamlegast greiði nú þegar. Að gefnu tilefni vilja Bæjarveitur minna á að sorp- eyðingargjöld njóta lögveðsréttar í fasteign þar sem rekstur fer fram, án tillits til þess hvort rekstraraðili sé eigandi fasteignarinnar. Bæjarveitur mæla með því að eigendurfasteigna geri ráð fyrir sorpeyðingargjöldum við gerð leigusamn- inga. BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA Starfsnefndin

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.