Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Síða 14
14 Fréttir Fimmtudagur 12. desember 1996 llf IMIMIMIKP = ISpiff]@8ir f®GD@í?SoDg Af hverju Tréspíra- málið i bók Sigurjón Magnús Egilsson, blaða- maður og ritstjóri hefur tekið saman bók sem hann kallar Sönn íslensk sakamál. Eins og nafnið bendir til fjallar bókin um sakamál sem komið hafa upp hér á landi. Þau gerast frá því fyrir miðja öld og fram á okkar daga. í einum kaflanum er sagt frá spíramálinu svokallaða í Vestmannaeyjum. Það kom upp á þjóðhátíðinni 1943 og er ein mesta hörmungarsaga sem gerst hefur hér á landi á þessari öld. Aðdragandinn var sá að áhöfn á bát fann tunnu á reki og hafði með sér í land. Hún innihélt spíra, sem seinna kom í ljós að var tréspíritus. Tréspirítusinn komst í umferð á þjóðhátíðinni og áður en yfir lauk dóu sjö manns og fjöldi manns veiktist og sumir varanlega. I kaflanum, sem Siguijón byggir greinilega á dómsskjölum um málið, er atburðarásin rakin mjög nákvæmlega og greint frá nöfnum allra sem koma við sögu. Frásögnin greinir ekki frá því reiðarslagi sem þessi atburður var fyrir ekki stærra samfélag en Vestmannaeyjar vom á þessum árurn. En það má lesa á milli línanna og hætt er við að þjóðhátíðin hafi átt sinn þátt í hvemig fór því þá vill oft verða skortur á áfengi. Altarið og Ijósaboginn í Landakirkju. Um allt land, í litlum bæjarfélögum sem stórum, eru menn með áhuga önnum kafnir við að vemda og við- halda gömlum munum og minjum. Gömlum húsum er haldið við eða endumýjuð í upphaflegd mynd. Gömlum munum er komið fyrir á sínum upprunalega stað og reynt eftir megni að forða sérkennum byggð- arlaganna frá vanhugsuðum gjörðum misviturra ráðamanna; jarðýtutönnum og malbiki. I sumum bæjarfélögum hefur meist- aralega tekist til við að viðhalda því gamla en jafnframt fylgjast með nú- tímaframförum. Hér í Eyjum hefur margt verið vel gert en líka margt sem miður hefur farið og mörgu sem tengist sögu Eyjanna hefur verið tortímt. Má þar t.d. nefna gamla Tangahúsið. Einnig hafa sléttlending- ar og fræðingar með reglustiku fengið að hafa of mikil áhrif. Við höfum þannig á mörgum sviðum sætt okkur við „sæmilegt" þegar sama verkið gæti hafa verið frábært eða hrein snilld, ef metnaður, útsjónarsemi, ofurlítið listrænt auga og tilfinning fyrir því hvar við búum hefði fengið að ráða. Þar get ég t.d. nefnt svæðið austan við Eyjabúð - Snyrtilegt - Já, já að sumra mati - En steingelt og grátt. Og nú er komið að ljósboganum í Landakirkju. Árið 1903 var settur upp bogi framan og ofan við kórinn í kirkj- unni. Bogi þessi var lýstur upp með kertaljósum uns rafmagnið tók við árið 1916. Þá var komið fyrir á honum perustæðum og berar pemmar gengdu hlutverki kertaljósanna fram undir árið 1962. Það ár létu faðir minn, Páll Scheving og systkini hans gera ljósa- samstæðu, sem eins og segir í kirkjubókum: „Var settur yfir kirkjuna framan við altarið." Gáfu þau Landa- kirkju búnað þennan til minningar um foreldra sína Kristólínu og Svein Scheving en á þessu ári, 1962, vom hundrað ár frá fæðingu hans. Höfðu þau hjónin starfað áratugum saman fyrir og við kirkjuna. Hún sá um hreingemingar og hann var í sóknar- nefnd frá árinu 1889 til dánardægurs 1943. Lengst af sem formaður sókn- amefndar, fjárhaldsmaður og einnig meðhjálpari. Ljósabúnaður þessi var gerður eftir ábendingum og í samráði við Bjöm Th. Bjömsson listfræðing. Nú fyrir skömmu, þegar viðgerð fór fram í kirkjunni var boginn tekinn niður og ástæðan sögð vera að festingar væm famar að gefa sig. Hvort sú ástæða var rétt eða eitthvað annað bjó að baki veit ég ekki en óróa fór að gæta meðal ýmissa safnaðarmeðlima vegna orð- róms um að boginn færi ekki upp aftur. Eftir áreiðanlegum heimildum hef ég að órólegastir allra hafi verið húsfriðunamefndarmenn þegar þeir fréttu af málinu og vom víst stór orð látin falla. Endirinn varð sá að tveir vitringar frá þeim vom sendir til Eyja í rannsóknarferð. Úrskurður þeirra kom svo í bréfi skömmu seinna. Greinilegt var þá að einhver hafði talað við einhvem og annar kippt í spotta því nú var komið annað hljóð í strokkinn; og það var að boginn ætti að fara - Fellur ekki inn í heildar- myndina og fjarlægið lfka vinsam- legast líka parketið sem nýlega var lagt á „loftið". Eg er ekki kirkjurækinn maður en Ljósmynd Sigurgeir Jónasson. ber þó sterkar taugar til Landakirkju eins og eflaust flestir Eyjamenn, búsettir hér og brottfluttir. Eins finnst mér að mér sé skylt vegna ættmenna minna að hreyfa við málinu. Mjög ríka ástæðu hlýtur að þurfa til að fjarlægja svona hlut eins og ljós- bogann, sem lýst hefur upp kirkjuna í níutíu og þrjú ár og er í minningu margra hluti af gleði- og sorgarstund- um í gegnum tíðina. Ástæðuna þarf að opinbera og það með rökum. Sigurgeir Scheving. UNGLINGARI KFUMSfK OG FORELDRAR ÞEIRRA ATHUGIÐ! Jólafundurinn sem við auglýstum að væri sunnudaginn 15. des. færist til LAUQARDAQSINS 14. des. Unglingar mætið kl. 20.00 í safnaðarheimilin með kökurnar. Foreldrar mætið upp í kirkju kl. 20.30. Mætum í jólaskapi Aldís og Gylfi æskulýðsfulltrúar Það er einfalt að tryggja skattaafslátt Nýþjónusta íboði hjá öllum svæðisskrifstofum VÍS Svæðisskrifstofur VÍS um land allt bjóða þl þjónustu í dessmber að ganga frá kaupum á hlutabréfum í traustum hlutabréfasjóði sem veitir réttá skattendurgreiðslu á næsfa ári. Verslun tíl sölu BiIIiardstofan Nova Af sértökum ástæðum er verslunin til sölu. Mjög góðir framtíðarmöguleikar. Upplýsingar hjá Jóhanni Péturssyni hdl, sími 481-2622 Hlutabréfin eru í Almenna hlutabréfasjóðnum sem er í vörslu Fjórvangs hf. Almsnni hlutabréfasjóðurinn er góður kostur fyrir þá sem vilja dreifa áhættu og njðta góörar ávöxtunar, auk skattendurgreiðslunnar. Starfsfólk næstu svæðisskrifstDfu VÍS vaitir fúslega allar frekari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við ráögjafa Fjárvangs hf. í síma 5 40 50 60. vár VÍmCCWGAftoB luNiisn Árniúla 3, sfmi 5BD 50 E FJÁRVANGUR Lllllll TUIlKHFYIIiriLI Lhugavegi 170, sfmi 5 40 50 60

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.