Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Síða 15
Fimmtudagur 12. desember 1996 Fréttir
Árni Johnsen og Ósvaldur Freyr á gíturunum.
Fjögur hundruð manns
d bjórkvöldi ÁTVR
Kolla og Biggi og Bói og Gógó.
Hið árlega bjórkvöld Átthagafélags
Vestmannaeyinga í Reykjavík og
nágrenni (ÁTVR) var haldið á Rauða
ljóninu 29. nóvember síðastliðinn.
Aðsókn fór fram úr björtustu vonum
því hvorki fleiri né færri en 400
manns mættu á bjórkvöldið, takk
fyrir. Geri aðrir betur. Að sjálfsögðu
var glaumur og gleði ásamt glóandi
glösum þar sem lagið var tekið undir
stjóm gítarleikaranna Áma Johnsen,
Osvalds Freys Guðjónssonar og síðast
en ekki síst Hafsteins Ragnarssonar.
Stemmning á Rauða Ijóninu var
frábær, eins og Eyjamanna er von og
vísa. Athygli vakti hve góð mæting
var í árgangi ‘52. Þessi frábæra
aðsókn sýnir svo ekki verður um villst
hve sterkar taugar brottfluttir Eyja-
menn hafa til sinnar heimabyggðar og
er í mun að halda tengslum við aðra
brottflutta Eyjamenn.
Myndir: Ragnar Sigurjónsson.
Kristinn Egilsson og hjónin Gunnar Guðnason og Erna Ólsen.
Elín
Birgitta
Minning þín er mér ei gleymd,
mína sál þú gladdir.
Innst i hjarta er hún geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
Þessi vísa eftir Káin, minnir mig á Elínu
Birgittu, elskaða vinkonu mína, sem lést
aðfaranótt laugardagsins 7. des. sl. Blessuð
sé minning þín.
Þinn vinur
Eyvar
FRÁ
BRIDS-
FÉLAGINU
Þriðja umferð hraðsveitakeppninnar
var s.l. fimmtudag. Efstir eftir kvöldið
varð sveit Friðþjófs með 462 stig, í
öðru sæti varð sveit BPL með 455
stig. Staðan eftir þrjár umferðir er því
svona:
1. Sveit Friðþjófs (Friðþjófur, Þórður,
Hjölli, Rúnar)....... 1357
stig
2. Sveit BPL ( Daniel, Guðbjöm,
Magnea, Guðmundur) ........... 1335
stig
3. Sveit Benna (Benni, Sævar, Einar,
Óli H., Óli Týr)..... 1325
stig
4. Sveit Siggu (Sigga, Ásdís, Samba,
Hjálmfríður)......... 1296
stig
5. Sveit Villu (Villa, Hanna B., Steini,
Björgvin)............ 1167
stig
Eins og sjá má er keppnin mjög jöfn
og spennandi. Aðeins munar 22
stigum á fyrsta og öðm sæti, og 10
stigum á öðru og þriðja sæti. Síðasta
umferð hraðsvejtakeppninnar verður
spiluð í kvöld. Á föstudaginn var spi-
laður „Landstvímenningur" með
þátttöku 8 para. Ekki höfum við
fengið úrslit keppninnar yfir landið, en
vonandi getum við sagt frá þeim í
næstu Fréttum. Efstir hér urðu í N-S
Magnea og Guðmundur með 66 stig,
og í A-V Sigga og Ásdís með 55 stig.
Fimmtudaginn 19. desember verður
jólasveinakeppni félagsins, og þá em
allir bridsspilarar velkomnir.
Stjórnin.
Jólaþjónusta
Linsunnar
verður í versluninni Ninju í
dag FIMMTUDAG.
Sparigleraugu fyrir jólin
Viðgerðaþjónusta
Góð gleraugu - Gott verð
LINSAIM