Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Qupperneq 17
Fréttir
17
Fimmtudagur 12. desember 1996
Lúðvík Bergvinsson, alþingsmaður, skrifar:
Hugleiðingar um
stjórn fiskveiða
Undanfamar vikur og mánuði hefur
mikil umræða átt sér stað í fjölmiðlum
um núverandi fiskveiðistjómunar-
kerfi. Kerfið hefur einkum verið
gagnrýnt vegna meints kvótabrasks og
það að sjómenn skuli hafa verið
þvingaðir til þáttöku í braskinu. Þá
hefur kvótakerfinu verið kennt um
sinn þátt í því að fiski sé hent í stað
þess að komið sé með hann að landi.
Forsvarsmenn útgerðarmanna hafa
því miður lítið látið til sín taka í þess-
ari umræðu. Það vakti því athygli
þegar framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar, Sighvatur Bjamason,
ritaði grein í Morgunblaðið nú nýverið
undir fyrirsögninni „Hugleiðingar um
veiðileyfagjald." Greinin er athyglis-
verð fyrir margra hluta sakir þó hún
marki ekki straumhvörf í umræðunni
um fiskveiðistjómun.
Það sem vakti sérstaka athygli mína
var hversu dómharður höfundur er um
skoðanir þeirra, sem eru honum ekki
sammála, auk fjölda þversagna sem
þar er að finna. Sérstaklega virðist
höfundi uppsigað við Alþýðuflokkinn.
en þar telur hann að ekki sé finna
nokkum þingmann, sem greini kjam-
ann frá hisminu, eins og hann kemst
svo skemmtilega að orði. Því vakti
það eftirtekt að í nefndri grein skuli
höfundur gera tillögur hins úthrópaða
flokks, um að sjávarútvegurinn standi
undir kostnaði við rekstur þjónus-
tustofnana sinna, að sínum. En í
tillögum flokksins við fjárlagagerð
fyrir árið 1996 lagði hann til að lagt
yrði á veiðileyfagjald 1,65 kr./kg. á
landaðan afla umreiknuðum í þorsk-
ígildi. Þessum fjámiunum átti að verja
til reksturs þessara stofnana. Það getur
verið erfitt að greina kjamann frá
hisminu.
Þá vekur það ekki síður eftirtekt að
í umræddri grein er goldinn varhugur
við álagningu veiðileyfagjalds „vegna
þess að það muni leiða til samþjöpp-
unar á aflaheimildum, vemlegrar
byggðaröskunar og stöðvunar á fram-
þróun sjávarútvegsins." A hinn bóginn
em í greininni lagðar til breytingar á
núverandi kerfi, sem á að leiða til þess
að skip með takmarkaðar aflaheimildir
„leggi upp laupana," eins og höfundur
kemst að orði. Varla leiddi sú leið til
frekari byggðaröskunar en orðið er og
samþjöppunar aflaheimilda, eða hvað?
Þrátt fyrir að kvótakerfið sé tákn-
rænt fyrir ofstjómun, skömmtun og
miðstýringu; þar sem fáum útvöldum
er heimilaður aðgangur að auð-
lindinni; þar sem stjómvöld breyta
reglum um rekstrarumhverfi frá ári til
árs, er hvergi að finna hugleiðingar
um það hjá höfundi að afnema kerfið
þrátt fyrir að hann telji, reyndar með
réttu, að miðstýring eigi að heyra
fortíðinni til og að frelsi og einkafram-
tak sé það sem mestum árangri skili í
atvinnurekstri. Þar er því væntanlega
átt við frelsi og einkaframtak hinna
útvöldu, eða hvað?
Þó grein höfundar gangi ekki að
öllu leyti upp í röklegu samhengi og
höfundur gerir sig sekan um að tína til
röksemdir af handahófi eftir því
hverra hagsmuna verið er að ganga.
Þá gerir höfundur því skóna að sendi-
boði hinna válegu tíðinda, Morgun-
blaðið, eigi sök á því hvemig um-
ræðan hefur þróast, en telur ekki
ástæðu til að nefna að hugsanlega er
frjór jarðvegur fyrir skoðunum blaðs-
ins. Á hinn bóginn er að finna
hugleiðingar og hugmyndir í um-
ræddri grein, sem undirritaður getur
vel tekið undir, en af skrifum höfúndar
má ráða að það geti vart talist hug-
myndunum til tekna.
Stjórn fiskveiða
Þegar núverandi kvótakerfi var
tekið upp um miðjan síðasta áratug
var sú ákvörðun rökstudd; að þannig
mætti takmarka heildarafla og stunda
veiðar á hagkvæmari hátt en áður.
Þetta hefur að nokkm reynst rétt. Því
sjávarútvegsfyrirtæki em farin að skila
arði, þrátt fyrir talsverðan samdrátt í
aflaheimildum sumra tegunda undan-
farin ár. Enn fremur virðast fiski-
stofnamir vera famir að rétta úr
kútnum, hvort sem það er kvóta-
kerfmu að þakka eður ei.
Á hinn bóginn hafa komið í ljós
ýmsir ágallar á kerfinu. I fyrsta lagi
hefur sú gríðarlega eignatilfærsla sem
kerfið hefur leitt af sér sært réttlætis-
vitund fólks, þar sem ekkert gagngjald
hefitr komið í staðinn.
I öðm lagi hefur ekkert verið gert til
að takast á við þann hvata að henda
fiski eða landa honum framhjá vigt,
sem er innbyggður í kerfið. Undir-
ritaður hefur áður sett fram hugmyndir
um að skipum verði heimilað að landa
einhverju hlutfalli af sínum aflaheim-
ildum, án þess að það telji í kvóta.
Slíkur afli yrði seldur á markaði og
andvirði hans rynni að stærstum hluta
í ríkissjóð, en einhverjar krónur fæm
til útgerðarmanna og sjómanna til að
vega upp á móti kostnaði og vinnu.
Núverandi sjávarútvegsráðherra
hefur ekki viljað taka á þessum vanda.
I ræðu sem hann flutti á Fiskiþingi
nýverið kemur glöggt fram sú ofurtrú
sem ráðherra hefur á þeirri leið að
lagfæra galla kerfisins með auknum
refsingum, auk hugmynda um upp-
setningu einhverskonar njósnanets,
eða eins og ráðherra orðaði það í um-
ræddri ræðu: „Mér finnst mjög
mikilvægt að þeir, sem á sjónum em,
komi fram með upplýsingar sem
þessar og geri það mögulegt að taka á
afbrotum eins og þessum. Það
fyrirtæki sem á í hlut getur, ef þessar
ásakanir reynast réttar, átt vemlegar
refsingar í vændum, háar sektir og
jafnvel sviptingu veiðileyfis." Sú hug-
myndafræði sem þama birtist er að
mínu mati hvorki vænleg til árangurs
né gott innlegg í þá umræðu að takast
megi að ná nauðsynlegri sátt í sam-
félaginu um stjóm fiskveiða.
í þriðja lagi er erfitt að finna rök
fyrir gildandi úreldingarreglum. Stjóm
fiskveiða, sem byggir á útdeilingu
veiðiheimilda á hvert skip, þarf ekki
samhliða að hafa hönd í bagga um það
á hvers konar skipum veiðar em
stundaðar.
í íjórða lagi hlýtur það að koma til
skoðunar hvort ekki geti reynst
nauðsynlegt að setja hámark á þá
aflahlutdeild, sem einstakt fyrirtæki
getur fengið úthlutað.
f fimmta lagi hljóta að koma til
skoðunar hugmyndir eins og hvort
æskilegt sé að öll verðmyndun á fiski
eigi sér stað á markaði. Hvort hækka
eigi það hlutfall sem skip, sem fær
úthlutað aflaheimildum, þarf að veiða
á tveggja ára tímabili án þess að komi
til skerðingar, í því skyni að spoma
gegn kvótabraski. í dag er þetta hlut-
fall 50%. Ennfremur er það umhugs-
unarefni, þegar afrakstursgeta fiski-
stofna er meiri en veiði- og vinnslu-
geta, sbr. loðnustofninn undanfarin ár,
að fleirum skuli ekki gert kleift að
stunda veiðamar en þeim sem fá út-
hlutað aflaheimildum.
Veiðileyfagjald
Umræðan um veiðileyfagjald hefur
ekki verið nægilega aðgreind umræð-
unni um fiskveiðistjómunarkerfi.
Veiðleyfagjald getur gengið í hvaða
fiskveiðistjómunarkerfi sem er og
umræðan um það er því sjálfstæð án
tillits til þess við hvers konar
fiskveiðistjómunarkerfi er búið.
Rökin fyrir veiðileyfagjaldi era
margvísleg. f íyrsta lagi eru nefnd rétt-
lætisrök. Grundvöllur veiðileyfa-
gjaldsins er sú staðreynd að fiskistofn-
amir kringum landið em eign allrar
þjóðarinnar. Þessum verðmætum var
upphaflega úthlutað án þess að
greiðsla hafi komið íyrir. Kerfið hefur
því haft í för með sér eignatilfærslu til
þeirra sem fengu úthlutað aflaheimil-
dum.
1 öðm lagi hefur verið bent á veiði-
leyfagjald sem hagstjómartæki sem
grípa megi til, sem leið til sveiflujöfn-
unar í sjávarútvegi. Fjölmörg fleiri
rök má nefna íyrir veiðileyfagjaldi, má
í því sambandi nefna að greiðsla sem
kemur fyrir sölu veiðiheimilda er
ekkert annað en veiðleyfagjald. Sú
greiðsla rennur í vasa þeirra sem fengu
úthlutað aflaheimildum.
Þau rök sem einkum hafa verið
notuð gegn upptöku gjaldsins, er að
það sé sérstakur skattur á landsbyggð-
ina. Því má halda fram að í núverandi
kerfi séu staðir, sem ráða yfir litlum
aflaheimildum, skattlagðir sérstaklega
því að þeir þurfa að greiða vemlegar
íjárhæðir til handhafa veiðiheimilda.
Þá má geta þess að þegar Reykja-
víkur- og Reykjanesssvæðið em lögð
saman kemur út stærsta sjávarútvegs-
svæði landsins, og því öfugmæli að
halda því fram að upptaka veiði-
leyfagjalds sé sérstakur skattur á
landsbyggðina.
Þá hafa verið sett fram rök um að
upptaka slíks gjalds leiddi til þess að
veiðiheimildir söfnuðust á færri
hendur, sem hefði í för með sér byg-
gðaröskun. Þvi er til að svara að
núverandi kerfi hefur leitt til þessarar
þróunar.
Samantekt
Það að taka upp stjómkerfi við
fiskveiðar þýðir að aðgangur að auð-
lindum sjávar er takmarkaður. Þessi
takmarkaði aðgangur yrði að verð-
mætum, (aflaheimildir), sem stjóm-
málamenn ákváðu að yrðu framseljan-
leg ein og sér. Eg tel að ekki hefði
skipt máli hvaða stjómkerfi hefði
verið tekið upp, öll hefðu þau á einn
eða annan hátt leitt til þessarar. Það er
því krafan um viðurkenningu á þeirri
hugmynd að þeir sem fengu úthlutað
þessum verðmætum greiddu fyrir það
eitthvert gjald. Hvert það gjald eigi að
vera er síðari tíma ákvörðun. Þar
koma ýmis sjónarmið til skoðunar.
Hugmynd framkvæmdastjóra
Vinnslustöðvarinnar um að gera
langtímasamning milli aðila í sjáv-
arútvegi og stjómvalda, um aðgang að
auðlindinni, er að mínu mati allrar
athygli verð.
Ef áframhaldandi uppbygging á að
eiga sér stað í sjávarútvegi þarf greinin
að gera það af eigin rammleik. Slík fyrirkomulag veiðanna.
uppbygging mun ekki eiga sér stað Lúðvík Bergvinsson
nema stjórnvöldum takist að tryggja Höfundur erþingmaður Alþýðu-
greininni eins ömggt rekstrarumhverfi flokksins í Suðurlandskjördæmi og á
og mögulegt er. Til þess að svo geti sœti í sjávarútvegsnefnd.
orðið þarf að ná nauðsynlegri sátt um
íbúð aldraðra
Eyjahrauni 3
Laus ertil umsóknar leiguíbúð að Eyjahrauni 3. Um
er að ræða 57,3 fm hjónaíbúð, tvö herbergi og
eldhús. Almenn skilyrði umsækjenda er að viðkom-
andi hafi náð 67 ára aldri á árinu og átt lögheimili í
Vestmannaeyjum sl. 5 ár.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
félagsmálastofnunar í kjallara Ráðhússins. Eldri
umsóknir óskast endurnýjaðar.
Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri ísíma 481-
1092 milli kl. 10.00-12.00.
Félagsmálastjóri
Atvinna
Starfsfólk vantar í afleysingar á Hraunbúðum frá
áramótum.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Hraunbúð
eða ísíma 48-1087
Frá Félags-
málaskrifstofu
Óskum eftir litlu eldhúsborði og stólum.
Upplýsingar í síma 481-1092