Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.1996, Qupperneq 19
Fimmtudagur 12. desember 1996 ÍPRÓTTIR 19 Ovæiti fjárútiát fyrir sundlaugina Ovænt reglugerð skyldar allar stærri sundlaugar landsins til að setja upp sjálfvirkan klór- og sýrumælingabúnað. Reglugerð þessi hefur komið flestum sveitar- félögum í opna skjöldu, enda höfðu þau ekki gert ráð fyrir þessum aukakostnaði í fjárhags- áætlun þessa árs. Sigmar Hjart- arson, heilbrigðisfulltrúi, hefur af þessum sökum sent frá sér bréf þar sem bent er á að sundlaug Vestmannaeyja verði að festa kaup á slíkum búnaði. Sigmar segir að hingað til hafi klór- og sýrumagn laugarinnai' verið í eðlilegu horfi en þar sem þessar kröfúr séu nú fyrir hendi beri að verða við þeim, enda sé þetta af hinu góða og bæti sóttvamir. Vignir Guðnason, forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, segir að skjótt hafi verið brugðist við og nú þegar standi yfir viðræður við ýmsa aðiia vegna tilboða. Aætlaður kostn- aður er á bilinu 1 til 2 milljónir og því er ljóst að ef búnaðurinn á að vera kominn upp fyrir gefinn frest. sem er 1. janúar 1997, verður að slá á frest einhverju af fyrirhuguðunt breytingum á sundlaugarsvæðinu. Búnaðurinn, sem kemur frá Bretlandi eða Þýskalandi, mun mæla við inntak hversu mikið magn klór og sýru er í lauginni og pottunum og bæta við eftir þörfum þannig að alltaf verður visst magn í vatninu. Tækjunum verður komið íyrir í kjall- ara laugarinnar, eitt við hvert af þeim fimm kerfum sem þar eru, og tengd hússtjómarkerfi þannig að á tveimur tölvum verður hægt að fylgjast nákvæmlega með mælingunum. Búnaður þessi er þegar fyrir hendi við þrjár sundlaugar, í Árbæjarlaug- inni í Reykjavík, Kópavogslaug og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði og hefur hann gefið góða raun. TX-210 og Vinstri bræðingur efstir Það er frekar lágt, risið á tippurum þessa vik- una því árangur sfðustu helgar var í hreinskilni sagt hræðilegur. Sem dæmi um hremmingar tippara, þá vann ekkert af toppliðunum þessa helgina, nema Wimble- don sem aldrei ætlar að hætta þessari sigurgöngu sinni. A þessu voru þó nokkrar undantekningar og náði Heiðar öryggisvörður 8 réttum. Tveir hópar náðu 7 réttum, en það voru hinir eitil- hörðu félagar í Vinstri bræðingnum og Borgarbömin. Þessir tveir hópar eiga það sameiginlegt að helmingur þeirra er búsettur í Reykjavík. Guðmundur Jens- son í Vinstri bræðingnum og Stefán Erlendsson í Borgarbömunum. Þrír hópar vom með 2 rétta og vom það Handriðið, Tveir á toppnum og loks Hinir geðgóðu bræður Frikki og Oðin Sæbjömssynir meistarar frá síðustu keppni. Þetta þótti öðmm tippurum mjög leiðinlegt. (not) Staðan í A-riðli er þannig að TX-210 er efstur með 19 stig, Asinn, Svarti Pétur og Babar fflakonungur í 2.-3. sæti með 18 stig og í 5.-6. sæti með 17 stig em Cantona og Flug-eldur. I B-riðli situr Vinstri bræðingurinn sem fastast í efsta sæti með 23 stig, 4 stigum meira en efsti hópur f A-riðli. Heiðar öryggisvörður er í 2. sæti með 21 stig, Bæjarins bestu í 3ja sæti með 20 stig. Rommaramir em í 4. sæti með 19 stig og Borgarbömin í 5. með 18 stig. B-riðill ber nú höfuð og herðar yfir A- riðil ef tekið er meðaltalsárangur í þeim þremur umferðum sem búnar em. Meðaltalið í B-riðli er 16,95 stig og í A- riðli 14,91. Það em því rúmlega tveir heilir sem skilja riðlana að. Athyglisvert er að skoða árangur hópsins Hnerr til þessa. Hann er nú með 10 rétta og hvorki gengur né rekur. Hópinn skipa þeir félagar Ragnar Oskarsson og Einar Friðþjófsson fyrmm meistarar. Ragnar er staddur erlendis, en nýtir sér tæknina og sendir raðimar með faxi til Einars. Verið er að endurskipuleggja aðferðafræðina á bak við tipp þeirra félaga og verður fróðlegt að sjá hverju fram vindur, en ekki fæst gefið upp í hveiju hún er falin. Tippari vikunnar í síðustu Fréttum, Jóshúa Steinar Oskarsson var með 3 rétta og þykir bara nokkuð gott. Eggert Garðarsson verður við áskomn Steinars um að gera betur og við skulum sjá hvað hann leggur til. Tippari vikunnar Eggert Garðarsson Ég byija á að óska Donda til hamingju með frábæran árangur í sfðasta pistli þar sem honum tókst að giska á 3 rétta af 13 semernýtinguppá23%. Honumerþví að fara fram. Hér á eftir kemur röðin mín fyrir næsta laugardag og svo er bara að sjá hvað setur. 1X1-121-211-1X11 Ég skora á félaga mmn í knattspyrnu- ráðinu, Jóhannes Ólafsson, heiðar- legasta mann fþróttahreyfingarinnar og besta vin Gunnars bakara á Skaganum. Þrettándafundur rík. sunnudag, 15. des kl. 17.00 (fimm) verður haldinn í ÍBV-heimilinu við Hástein þrettándafundur. Álfar, tröll, jólasveinar og allir þeir sem hafa starfað við þrettándahátíðahöldin, svo og þeir sem hug hafa á að starfa, mætið og takið þátt í að móta þrettándann. Þrettándanefhdin 1 ■ deild karla • IBV í sviðsljósinu enn eina ferðina HK tiI skammar ÍBV átti að spila gegn HK í gær- kvöldi í 1. deild karla. Leikurinn átti fyrst að fara fram sl. sunnudag en var frestað vegna veðurs. Næsta tilraun var gerð sl. mánudag en þá komust Eyjamenn heldur ekki til leiks. Þá gerðist sá fáheyrði atburður að leikurinn var flautaður af, þ.e. þar sem Eyjamenn mættu ekki til leiks að þá var HK dæmdur sigurinn. Samkvæmt upplýsingum frá hand- knattleiksráði ÍB V beið IB V liðið úti á flugvelli á mánudaginn vel á annan tíma eftir flugvélinni. Vegna veðurs gat hún ekki lent og var henni snúið við. Eyjamenn tilkynntu hálftíma fyrir leik að þeir hefðu ekki komst upp á land með flugi en þrátt fyrir það var leikurinn flautaður af. Þeir viðurkenna að það hefði getað tilkynnt þetta hálftíma fyrr. Fulltrúi ÍBV sem stadd- ur var í Kópavigi var látinn vita um að Eyjamenn kæmust ekki til leiks. Hann lék HK-menn vita hálf tíma fyrir leik en þeir létu ekki dómara leiksins vita sem flautuðu í framhaldi af því leikinn af. Handboltaforystan er mjög ósátt við framkomu HK-manna og skrif Morgunblaðsins unt þetta mál, að hafa ekki kynnt sér báðar hliðar málsins, og finnst þetta blaðinu til háborinnar skammar. „Þetta var með ólíkindum. Þeir ályktuðu sem svo að þar sem flugvélin fór í Ioftið að þar með væri öruggt að leikurinn yrði. Vélin þarf auðvitað að lenda í Eyjum. Svona uppákoma er handboltanum ekki til framdráttar heldur til skammar," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari IBV. HSI fundaði svo um málið á þriðju- daginn og var ákveðið að Eyjamenn þyrftu ekki að skila inn skýrslu um málið þar sem það lá alveg hreint fyrir. Leikurinn skyldi endurtekinn og átti hann að fara fram í gærkvöldi. Burstuðu KA Eins og kunnugt er burstaði ÍBV bikarmeistara KA í síðustu viku, 34- 23 eftir að staðan í hálfleik var 19-8. „Við tökum KA í bakaríið," sagði Amar Pétorsson í Fréttom fyrir leikinn og stóð við stóru orðin. Eyjamenn fóru á kostum og spiluðum einn sinn besta frá upphafi. Gunnar Berg og Belanyi áttu stjörnuleik líkt og allir leikmenn liðsins. Mörk ÍBV: Gunnar Berg Viktorsson 8, Zoltan Belanyi 8/3, Guðfinnur Kristmannsson 4, Sigurður Friðriksson 3, Haraldur Hannesson 3, Davíð Þór Hallgrímsson 2, Svavar Vignisson 2, Daði Pálsson 1/1, Erlingur Richardsson 1, Amar Pétorsson 1/1, Sigmar Þröstor Óskars- son 1. Sigmar Þröstur varði 18 skot, þaraf 2 víki. Aðalfundur GV • 25 millj. kr. skuld Meginverkefnið að grynnka á skuldunum IBV fékk Dragostyttuna Á ársþingi KSÍ um þar síðustu helgi var afhent svokölluð Drago- stytta til prúðasta knattspyrnuliðs landsins. Dragostyttona fær það lið sem fékk fæst gulu og rauðu spjöldin. Þau undur og stórmerki gerðust að ÍBV fékk Dragostyttuna að þessu sinni, í fyrsta sinn í sögunni í 1. deild. Hins vegarhefur ÍBV fengið Dragostyttuna sem prúðasta lið 2. deildar. ÍBV var langsamlegasta prúðasta liðið, var með 24 punkta en næsta lið fyrir ofan var með 32 punkta. Frá Framherjum Gunnar K. Gunnarsson var kjör- inn nýr formaður á aðalfundi Golfklúbbs Vestmannaeyja fyrir skömmu. Helstu verkefni nýrrar stjórnar verða að koma skuldum GV í lag eftir gífurlegt uppbygging- arstarf undanfarin ár þar sem völlurinn var stækkaður úr 9 holum í 18. Skuldir GV eru nú um 25 millj. króna. Nýja stjóm GV skipa Gunnar K. Gunnarsson formaður, Sigurður Þór Sveinsson varaformaður, Sigurgeir Jónsson ritari, Sigríður Þórsdóttir gjaldkeri og Atli Elíasson meðstjóm- andi. Varamenn em Leifur Gunnars- son og Sigurður Guðmundsson. Að sögn nýkjörins formanns er mjög viðburðarfkt sumar að baki þar sem hæst bar Landsmótið í golfi sem tókst með miklum glæsibrag. .Meginverkefni nýrrar stjómar verður að taka á skuldamálunum eftir miklar framkvæmdir undanfarin ár. Þær eru ekki við hættumörk. Á þremur árum hefur verið framkvæmt fyrir 32 milljónir og standa 25 eftir. Ekki verður framkvæmt meira næstu árin heldur stefnt að því að halda vellinum góðum áfram og borga niður skuldir.” Um 200 félagar em skráðir í GV og segir Gunnar að stefnt verði að því að fjölga þeim enda lumi margir á golf- settom í kjallaranum. Þá stendur til að markaðssetja völlinn enn meira til þess að fá golfara til Eyja í ríkari mæli en hingað til. Þess má geta að nýliða- gjald fyrsto tvö árin er 15.000 kr. „Það er ljóst að við verðum að gæta ítrasta aðhalds í rekstri næstu árin og vera með allar klær úti til að afla fjár,” segir Gunnar. Yngrí fíokkamir Stelpurnar í 3. og 4. flokki ÍBV hafa tekið þátt í tveimur fjölliðamótum í vetur og hefur þeim gengið mjög vel. 4. fl. ÍBV lék í 2. deild og gerði sér lítið fyrir og vann með fullt hús stiga. ÍBV sigraði Fjölni 18-10, Fram 21-14, HK 23-5 og UBK 23-3. Kolbrún Ingólfsdóttir skoraði 24 mörk í leikjunum fjórum, Eyrún Sigurjóns- dóttir 19, Hind Hannesdóttir 13, Anna Rós Hallgrímsdóttir 6, Freydís Vigfúsdóttir 4, Jóna H. Sigurlásdóttir 2, Lilja Amgrímsdóttir 2 og Hjördís Jóhannesdóttir 1. 3. fl. ÍBV lék einnig í 2. deild. Stelpumar lentu í 2. sæti, töpuðu aðeins einum leik, og komust því ekki upp í 1. deild. ÍBV vann Fjölni 12-12, UMFA 13-11 og Stjömuna(B) 12-10. Hins vegar tapaði IBV fyrir Fram 8- 17. Guðmörg Guðmannsdóttir skoraði 14 mörk fyrir ÍBV, Þómnn Pálsdóttir 8, Eyrún Sigurjónsdóttir 7, Guðrún Haraldsdóttir 5, Sigríður Ása 4, Aníta Ársælsdóttir 5 og Freydís Vigfúsdóttir 2. Þjálfari þessara flokka er Unnur Sigmarsdóttir. 3. flokkur karla lék í fjölliðamóti um þar síðustu helgi. Nokkrar vonir eru bundnar við þennan flokk því þama em margir efnilegir leikmenn. En þeir vom eitthvað annars hugar í þessu móti því ÍBV féll úr 2. deild og niður íþá þriðju. ÍB V gerði jafntefli við Aftoreldingu 17-17 en tapaði hinum leikjunum, gegn KR 15-24, gegn Víkingi 17-23 og gegn Stjömunni 18-19. Óskar Jósúason var markahæstur ÍBV með samtals 17 mörk, Jóhann Halldórsson með 14, Jón Helgi Gíslason 9, Gottskálk Ágústsson 7 og Andri Sigurðsson 7. Blaðinu hefur borist eftirfaraldi fréttatilkynning frá Framherjum: „Hjalti Kristjánsson, þjálfari Framherja, flutti tillögu á ársþingi KSÍ unt þar síðustu helgi. Stjóm KSÍ útvíkkaði tillöguna og mega héraðsdómarar í fyrsta sinn dæma í bikarkeppni KSÍ á næsta ád, með vissum formerkjum. Munu Framherjar, Smástund og mfl. kvenna líklega öll græða tugi/ hundmð þúsunda á næsta ári vegna þessarar tilllögu. Ekki sáu Smástundarmenn ástæðu til að mæta og styðja þetta þjóðþrifamál. Þetta var í fyrsta sinn sem 4. deildarfélögin (heitir nú reyndar 3. deild) máttu senda fulltrúa. Var góð samvinna við aðra fulltrúa ÍBV um ýmis hagsmunamál ÍBV en aðrir geta rætt um málefni KH-ÍBV. Tækifæri gafst til að ræða mörg veigamikil mál við stjóm KSÍ svo sem leikmannatryggingar og sam- bandssamninga sem nú voru samþykktir. Mun þetta breyta verulega uppsetningu starfsins hjá félögunum í 3. deild og gera þeim erfiðara fyrir fjárhagslega. Stjórn Framherja“ Tvisturinn Einn með öllu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.