Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.1998, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur lö.júlí 1998 Þjóðhátíðardagskráin aldrei fjölbreyttari en í ár: Fjölskyldan í fyrirrúmí Margar hendur barf til að koma híóðhátfð á koppinn og nú auglýsir pjóðhátíðarnefnd eftir sjálf boðaliðum. Undirbúningur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum er nú kominn á fulit skrið, enda ekki seinna vænna |jví tíminn líður hratt þessa dagana. Að sögn Stefáns Agn- arssonar og Sigurðar Gísla Þórar- inssonar (Silla) gengur undirbún- ingurinn vel og dagskrá háíðar- innar að smella saman. „Það eru örfáir lausir endar varðandi dag- skránna, en þeir verða hnýttir kyrfilega fyrir helgina. Það er eindreginn vilji Þjóðhá- tíðamefndar nú að gera hátíðina eins fjölskylduvæna og mögulegt er og í því skyni mun verða komið til móts við fjölskyldu- og barnafólk. „Brúðubíllinn mun verða á svæðinu og leikhúsið 10 fingur ásamt hljórn- sveitinni Hálft í hvoru munu sjá um skemmtiatriði fyrir börnin og má búast við ýmsum óvæntum uppá- komum hjá þeim. Litlu læri- sveinarnir munu mæta á svæðið og boðið verður upp á fimleikasýningu og fijálsar íþróttir. A Fjósaflöt verður boðið upp á leiktæki sem ókeypis verður í, en unglingar úr hand- knattleiksdeild ÍBV munu sjá um gæslu við tækin. Einnig verður haldin barnasöngkeppni og mun hljómsveitin Hálft í hvoru sjá um hana. Það eru séra Jóna Hrönn og Bjarni Karlsson sem munu hafa umsjón og stjóma bamadagskránni.“ Silli vildi leggja áheslu á að ákveðið hefði verið að aðskilja bamadagskránna og unglingadag- skránna síðdegis. „Barnadagskráin var komin í óefni og við viljum reyna að snúa þessu til betri vegar. Bömin munu verða við Tjarnarsviðið (Litla sviðið) frá 14:30 til 17:30, en unglingamir við Stóra sviðið milli kl. 17:00 og 20:00 þar sem hljómsveitirnar D-7, Knox, írafár, Johny on the north pole, Klón, Buttrcupp, Extra, OSL og Bara buii Reynir munu skemmta. Annað sem er liður í því að fá fjölskyldufólkið meira á Þjóðhátíð er að bjóða því upp á tjaldstæði við Þórsheimilið og bjóða helmingi lægra verð fyrir unglinga á aldrinum 14 - 15 ára sem ætti að verða viðráðanlegra fyrir fjölskyldufólk, en ekkert kostar inn fyrir börn og unglinga innan 14 ára. Einnig er í farvatninu að hafa grillveislu fyrir krakkana á sunnu- deginum.“ Þeir félagar segja að kvöld- dagskráin hafi aldrei verið eins fjölbreytt og vönduð og nú muni verða. Það verði alltaf boðið upp á eitthvað nýtt á hverju kvöldi. „A Stóra palli munu Stuðmenn leika öll kvöld, en á móti þeim munu hljómsveitirnar 8-Villt. A móti sól og Land og synir leika eitt kvöld hver. Einnig munu skemmtikraftarnir Páll Óskar og Cassinó, Bubbi Mortens, Bergþór Pálsson, Söngsystur, Helgi og Hermann Ingi, Óli Bach og Einar Klink koma fram. Á Litla palli mun Geirmundur Valtýsson sjá um fjörið öll kvöld.“ Hefðbundnir liðir munu einnig verða á sínunt stað. Þar má helsta nefna Brennuna á Fjósakletti, flug- eldasýningu á laugardeginum sem ekki mun eiga sinn líka í sögu Þjóðhátíðar þar sem fullt af nýjurn flugeldum verður skotið á loft. Brekkusöngur verður á sínum stað og tendrað í 124 blysum á miðnætti á sunnudag, þar sent hvert blys stendur fyrir hvert ár sem hátíðin hefur verið haldin. Flottasta og öflugasta hljóðkerfi í sögu Þjóðhátíðar mun skila tónlist- inni um Dalinn, en kerfið er 21.000 Wött. Mikil og stórfengleg ljósa- veisla mun verða í gangi sem stjómað er með róbótum. Hægt er að varpa myndum og ljósgeislum í Brekkuna og til fjalla, auk þess sem hægt er að skapa ýmsa stemmningu með reykkerfi. Alla dagana mun verða neyðar- og læknisþjónusta fyrir Þjóðhá-tíðargesti undir stjórn (jögurra sérþjálfaðra aðila. „Jóna Hrönn mun hafa yfir umsjón með neyðarmóttöku vegna nauðgana, en hún hefur unnið mikið og öflugt starf til þess að upplýsa fólk um mikilvægi slíkrar neyðarhjálpar auk forvamarstarfa. Hún á heiðurinn af því að koma þessari þjónustu á laggimar og vill Þjóðhátíðamefnd þakka henni sérstaklega fyrir það mikla og óeigingjama starf. Læknir mun og verða á vakt í Dalnum alla daga hátíðarinnar." Það mun verða öflug löggæsla á svæðinu. „Björgunarfélagið og lög- regla munu taka höndum saman við gæsluna og mun hún verða jafn öflug og undanfarin ár. Átján lögreglu- menn munu koma ofan af landi til aðstoðar þeim sem fyrir em, auk þess sem tveir óeinkennisklæddir lög- reglumenn frá fíkniefnadeild munu verða á svæðinu." Þeir Þjóðhátíðamefndarfélagar segja að mikið hafi verið spurt um pakkaferðir á hátíðina. „Fyrirspurnir fóru strax að berast í júní og hefur slíkt aldrei gerst fyrr að fyrrispurnir um pakkaferðir hefjist svo snemma.“ Inni í pakkaferðunum er miði á Þjóðhátíð og ferðir fram og til baka. Verðin sem hér fara á eftir miðast við Reykjavík-Vestmannaeyjar- Reykjavík, nema hjá Flugfélagi Vestmannaeyja sem flýgur á Selfoss og Bakka. Hjá Ferðaskrifstofu BSl er verðið 9.900 kr., hjá íslandsflugi er verðið 12.900 kr„ hjá Flugfélagi íslands 12.630 kr. og Bakkaflug með Flugfélagi VestmannaeyjaWal And- ersen kostar 10.000 kr. og frá Selfossi 13.000 kr.“ Eins og áður segir er ókeypis á Þjóðhátíð fyrir börn og unglinga innan 14 ára. Unglingar 14 -15 ára greiða 3.500 kr. Þeir sem eru 16 ára og eldri greiða 6.500 kr. í forsölu, en annars kostar miðinn 7000 kr. Forsala miða á þjóðhátíðina hefst 20. júlí og lýkur 27. júlí. Forsala að- göngumiða verður eingöngu í Sparisjóði Vestmannaeyja. Sigiún Inga stöðvarsUóri Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir bæjarfulltrúi (D) mun taka við starfi stöðvarstjóra Islandspósts í Vest- mannaeyjum. Gert er ráð fyrir að hún liefji störf um næstu mánaðamót. Sigrún segir að hún hafi verið hvött til að sækja um starfið og lekk það, en Sigurður J. Jónsson fráfarandi stöðvarstjóri mun verða stöðvarstjóri Islandspósts í Mosfellsbæ. Sigrún segir að þótt hún sé nú bæjarfulltrúi þá muni það ekki raska störfum hennar hjá Islandspósti. „Ég gat þess í umsókn minn að ég væri bæjarfulltrúi og sæti í ýmsum nefndum á vegum bæjarins, svo þetta er í fullu samráði við mína yfirmenn. Það hefur áður verið stöðvarstjóri sem jafnframt hefur verið í bæjarpólitíkinni hér í Eyjum. Þetta er allt spuming um að skipuleggja tíma sinn,“ segir Sigrún að lokum. Austfirðingar í fýlu út afKeikó: Fólk varað vlð aðfaraáball með Pöpunum -sem í auglýsingu voru sagðir frá hinum samviskulausu Vestmannaeyjum Austfirðingar og sérflagi Eskfirð- ingar eiga erfitt með að sætta sig við að Keikó eigi að fara til Eyja. Hefur þetta m.a. komið fram í héraðs- fréttablöðum og viðtölum við málsmetandi menn. Hefur málið tekið á sig furöulegustu myndir, þar sem m.a. Árni Johnsen hefur fengið það óþvegið. Hin ágæta hljómsveit Papar, sem upprunnin er í Vestmannaeyjum, fékk heldur betur að kenna á þessum kenjum Austfirðinganna um síðustu helgi þegar þeir urðu að aflýsa dansleik á Eskifirði. Ástæðan var sú að sannir Eskfírðingar voru í auglýsingu varaðir við að mæta á dansleik hjá þessum voðamönnum sem ásamt öðrum Eyjamönnum höfðu vélað fulltrúa Free Willie Keikó- sjóðsins til að snúa baki við Eskifirði. Georg Olafsson einn Papanna segir að þetta hafi verið hin furðlegasta uppákoma. „Við áttum að spila í Valhöll á Eskifirði en á Egilsstöðum voru Greifamir með ball í Valaskjálf,“ sagði Georg og neitaði því ekki að þeir hefðu búist við ýmsu í ljósi umræðunnar um Keikó. „En við höfðum lúmskt gaman af þangað til við sáum auglýsingu f dagskrárblaði sem dreift er um allt Austurland. Þá kom í ljós að við vorum svo sannarlega í Keikó- pakkanum og þetta hafði áhrif. Við höfum alltaf verið með fín böll á Eskifirði en nú brá svo við að aðeins tíu til fimmtán manns komu á ballið. Þannig að við vorum algjörlega sniðgcngnir." Þeir félagar sáu sæng sína útbreidda og pökkuðu saman og aflýstu ballinu. „Það kom í ljós að allt var þetta aðkomufólk og það sama gilti um tvær eða þrjár hræður sem komu eftir að vorum búnir að pakka saman." Georg segir að þeim hafi ekki Kæru Eskfirðíngar - flustlirðingar Nú verða Paparnir ENN EINA FERÐINA á Eskifirði. En eins og allir vita eru þeir úr hinum samviskulausu Vestmannaeyjum. 'ffuýWHt bÖlibétt ALLIR Á GREIFANA!!! S.U.S.S.E. Auglýsingin birtlst í dagskrárblaði sem dreift er um allt Austurland. fundist taka því að svekkja sig á þessu. „Það var miklu frekar að okkur þætti þetta fyndið og höfum skemmt okkur yfir þessu síðan. Söngvarinn okkar brá sér á ballið með Greifunum en við nutum góðs af Guinnes bjór sem Víðir í Valhöll lét okkur hafa. Víðir hefur reynst okkur vel þannig að við gáfum eftir launin okkar en hann situr uppi með kostnaðinn." En Papamir láta þetta ekki á sig fá og er diskur væntanlegur frá þeim sem Spor pantaði. „Þetta er útilegu- rútubílafyllirísplata sem Spor hefur gefið það ófmmlega nafn, Undir tjaldhimni. Margir þekktir söngvarar koma fram með okkur, t.d. Hermann Ingi og Eyjólfur Kristjánsson og þama er líka þjóðhátíðarsyrpa,“ sagði Georg að lokum. Sýningu Jóhönnu lýkur um helgina Myndlistarsýning Jóhönnu Bogadóttur sem staðið hefur yfir síðan 4. júní mun ljúka næstkomandi sunnudag. Rétt er að ítreka við fólk að láta ekki þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er í húsi Listaskólans við Vesturveg og er opinnfrákl. 15:00 til 18:00 Barceloha - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyium - Straumur s. 481-1119 o

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.