Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Page 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.05.1999, Page 14
EtfZfctir Fimmtudaguró. maí 1999 Eg set allt mitt traust á stuðning Eyjamanna -og við eigum mikla möguleika, ef vel gengur, segir Árni Johnsen alþingismaður Ámi Johnsen I skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna fyrir Alþingis- kosningarnar sem fara munu fram laugardaginn 8. maí næstkomandi. Arni hefur ekki legið áskoðunum sínum um menn og málefni og hefur stundum þótt nokkuð umdeildur þingmaður. Þegar þetta viðtal var tekið var nýbúið að birta I niðurstöður Gallup skoðanakönnunar sem gerð var í Suðurlandskjör- dæmi. Samkvæmt þeini könnun ná Sjálfstæðismenn þremur mönnum í kjördæminu, Framsókn einum og Samfylkingin einum, aðrir ✓ mælastekki. I ljósi þessara talna var Arni spurður hversu raunhæfar niðurstöður þetta væru. ■mmrbhhhmbmh ÁRNI: Martröðin í þessu tilviki núna er að Alþýðubandalagið hefur klofnað. Formaðurinn situr uppi sem gísl Alþýðuflokksins og búinn að tapa flokknum, fylginu og forystunni og notaður sem blaðafulltrúi Sighvats Björgvinssonar. „Sjálfstæðismenn í landinu hafa al- mennt fundið fyrir mjög góðum byr og í fimmtán skoðanakönnunum á undanfömum mánuðum á Suðurlandi er þetta nálægt meðaltalinu, eða um 44 prósent. Það sem vekur spumingar í þessu er hvort þama sé eitthvað á svipuðum nótum og oft áður, því að Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið sterkur út úr skoðanakönnunum, en með slakari stöðu í kosningum. Þetta veit maður ekki um, hins vegar verður maður var við að fólk hefur minni áhyggjur af stöðu þjóðmála í dag en áður og vill eyða minni tíma í kosn- ingabaráttuna. Það em hins vegar ótrúlega margir sem hafa á orði að þeir ætli nú í fyrsta skipti að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn Það er eins og fólk hugsi meira í árangri en pólitík og það hlýtur að koma Sjálfstæðisflokknum til góða, vegna þess að Sjáfstæðis- flokkurinn er fylking, sem nær árangri í meira mæli en aðrir. Bestu dæmin eru hér í Eyjum; hafnamppbyggingin, Rannsóknasetrið, verknámsbyggingin, flugvöllurinn, flugstöðin, vegakerfið og lagfæring sjúkrahússins svo nokkuð sé nefnt. Þetta em fram- kvæmdir upp á milljarða króna og það hefur ekkert komið af sjálfu sér.“ Þú sagðirfylking? „Já. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið meiri fylking en flokkur. Hins vegar er Sjálfstæðisflokkurinn engin partasala, það er munurinn. Samfylkingin er ótrúverðug partasala, þar sem kaupmaðurinn sjálfur er Alþýðuflokkurinn, svo er afgangurinn einhveijir armar.“ Að vinna öll almenn verk og meira til Hvers konar stjómmálamaður er Ami Johnsen? „Óhefðbundinn kjördæmaþingmað- ur.“ Hvað er það í pólitík að vera óhefð- bundinn? „Ég vinn öll hefðbundin verk stjómmálamanna og kannski dálítið meira, en að auki geri ég ýmsa hluti sem aðrir gera ekki. Ég tek að mér ýmis verkefni, starfa mikið í félags- málum. Ég legg lið víða um allt land í þeim efnum og hef alltaf nógan tíma. Ég er haldinn þeirri ónáttúm." Nú tókst þú þátt í umreeðufundi í sl. laugardag í sjónvarpi ásamt fram- bjóðendum Suðurlandskjördœmis. Þetta er eini sameiginlegi sjón- varpsfundurinn sem kjósendum stendur til boða. Ertu sáttur við þinn hlut í þeim þœtti? , Já ég er það. Hins vegar em svona fundir afskaplega slakir. Þeir gefa ekki mikið færi. Við emm að veija og sækja margslungin mál sem gengur auðvitað ekki upp á einhveijum tíu til

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.