Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 4

Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 4
13. mars 2014 Náttúruminjasafnið fær nýtt einkennismerki Nýtt einkennismerki Náttúru-minjasafns Íslands var kynnt í lok febrúarmánaðar þegar úrslit í opinni samkeppni um merkið voru gerð kunn við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafn- inu. Vinningshafinn er Stefán Einars- son grafískur hönnuður hjá Hvíta hús- inu og hlaut hann að verðlaunum 1 milljón króna. Umsjón með samkeppn- inni hafði Hönnunarmiðstöð Íslands og var nýja merkið valið af fimm manna dómnefnd skipuð grafískum hönnuðum og náttúrufræðingum. Þátttaka var mjög góð í samkeppninni og bárust alls 122 tillögur. Táknræn skírskotun í náttúruna Merkið fellur mjög vel að hlutverki Náttúruminjasafnsins. Helstu kostir merkisins eru að saman fer stílhreinn einfaldleiki og margvísleg táknræn skírskotun í náttúruna. Gott samræmi er milli lögunar og stærðar merkisins og leturgerðar í heiti safnsins. Letur- gerðin (Akzidenz-Grotesk) er sígild og tímalaus. Í merkinu er tvinnað saman tilvísun í jurta- og svepparíkið, dýra- ríkið, steinaríkið og vistfræðina sem tengir náttúruna saman og heldur utan hana. Grænn litur merkisins vísar til hins ljóstillífandi þáttar náttúrunnar og er sóttur í smiðju listamannsins Birgis Andréssonar. Úr lögun merkisins má einnig lesa blóm og hattsvepp. Tilvísun í dýrafræðina felst í spírallöguninni, þ. e. sniði kuðungs sem vindur sig utan um snigil inni í skel (húsi). Sniglar til- heyra lindýrum, stærstu fylkingu núlif- andi hryggleysingja í sjó jafnt hér við land sem annars staðar. Sniglar tengj- ast jafnframt jarðfræðinni sterkum böndum sem steingervingar. Jarðfræði- leg skírskotun merkisins felst einnig í grábrúnum lit letursins, sem sóttur er í smiðju Birgis Andréssonar, og vísar til jarðvegsins. Spírallinn hefur einnig stærðfræði- lega skírskotun og vísar til Fibonacci- talnarununnar og gullinsniðs sem koma víða fyrir í náttúrunni. Tilvísun í vistfræði felst í kuðungslaginu og hinni bogadregnu hurð í miðju merkisins. Hér er hús sem á forngrísku heitir oi- kos og er rótin að heiti þeirrar vísinda- greinar sem fæst við tengsl og samspil í náttúrunni ‒ vistfræðinnar. Húsið getur líka táknað safn sem varðveitir og verndar náttúruna. Þá vísar merkið í bókstafinn „n“ sem hvort tveggja er upphafsstafur í heiti safnsins og hug- taksins „náttúra“. Verði Perlan valin sem safnahús getur hvelllaga merkið vísað í hana. Vonandi er að svo verði og þar með verður þessu merka safni loks sýnd tilhlýðanleg virðing. Landsmenn allir hafa þá aðgang að því sem þar er að sjá, sem margt er afar fróðlegt, og stutt væri t. d. fyrir skólana á Vesturlandi að heimsækja safnið. 4 Vesturland 4. tBl. 3. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Ríkisstjórnin nýtur ekki mikillar virðingar nú. Þeir stjórnarþingmenn sem kosnir voru til .þingsetu vorið 2013 lýstu því allflestir yfir að nú ætti að snúa blaðinu við, nú ætti heimilin að verða í forgangi. Frægur fundur forystumanna ríkisstjórnarinnar, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar í Hörpu þar sem m.a. lánamál þeirra sem verst eru settir væru tekin til gaumgæfilegrar athugunar, gerði það að verkum að nú hugsuðu margir, jæja, nú á loks að vinna að velferð almennings í landinu. Síðan hefur reyndar lítið heyrst, en kannski er verið að vinna baki brotnu á lausn málsins í reykfylltum bakherbergjum. Eigum við ekki bara að trúa öllu fögru og trúa því að svo sé. Virðingarleysið við ríkisstjórnina er ekki síst Sjálfstæðisflokknum að kenna. Fyrir síðustu kosn- ingar gaf flokkurinn út að þjóðin ætti að ráða ferð hvort halda ætti áfram viðræðum við ESB eða stöðva þær. Lögð var áhersla á að svona ætti að standa að málum, sem sagt þjóðin fengi að ráða framhaldinu enda sagði formaður Sjálfstæðisflokksins að vilji væri til þess að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þetta voru skýr kosningaloforð. Helmingur fyrri hluta kjörtímabilsins er liðinn, en það stígur utanríkisráðherra, sem reyndar kemur úr röðum Framsóknarmanna, fram með frumvarp þar sem slíta á samningaviðræðunum við ESB. Mótmæli á Austurvelli sýna ljóslega hvað stór hluti vill í þessu máli. Staðreyndin er sú að það verður aldrei friður um ESB- aðild ef við fáum ekki að kjósa um samning. Skoðanakannanir sýna að hann verði sennilega ekki samþykktur en það er að afdráttarlaus vilji þjóðarinnar, og þá þarf ekki að fjasa lengur um það. Bændasamtökin og mikill meirihluti bænda er mótfallinn aðild en mörg samtök í atvinnulífinu krefjast þess að þjóðin fái að greiða atkvæði um samning. Af hverju óttast stjórnvöld svo mjög slíka atkvæðagreiðslu og þá niðurstöðu hennar? Það mætti stundum halda að það væri þjóðaríþrótt að þvarga um allt mögulegt. Árum saman er búið að rífast um tilvist Reykjavíkurflugvallar sem er mikil- vægur fyrir landsbyggðina hvað sem formaður borgarráðs segir, en nú flýtir meirihluti borgarstjórnar sér að skipuleggja byggingarsvæði í Vatnsmýrinni á síðustu vikum valdatíma hennar. Það er öllu rólegra yfir öllu á Vesturlandi, ekki fréttist af neinum beinskeyttum ágreiningsátriðum í sveitarstjórnunum, allt á að gera á næsta kjörtímabili, enda kannski ekki miklir fjármunir til til að fara í fjárfrekar framkvæmdir. Þó virðist fjárhagur flestra sveitarfélaga á Vesturlandi vera í góðum farvegi, skuldir flestra þeirra eru undir 150% af ráðstöfunartekjum sveitarfélaganna, sem er viðmið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samkvæmt því teljast þau sveitarfélög sem ekki ná því viðmiði ekki bjargálna. Framboðslistar til sveitarstjórna á Vesturlandi fara senn að birtast, kannski verða sameiginlegir framboðsfundir haldnir og þá hljóta frambjóðendur að bítast um eitthvað til að ná athygli kjósenda. Það getur sannast sagna verið hin skemmtilegasta kvöldskemmtun. Bíðum bara spennt. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri ESB-viðræður og traust þjóðarinnar á ríkisstjórninni Leiðari Minningarsjóður Jóns Gunnlaugssonar: Eignum sjóðsins ráðstafað til Björg­ unarfélagsins, byggðasafnsins og og til endurbóta á gamla vitanum Andvirði 120 milljóna króna til slysavarna og samfélagsmála á Akranesi Í dag, þann 28. febrúar var Minn-ingarsjóði Jóns Gunnlaugssonar útvegsbónda og Guðlaugar Gunn- laugsdóttur húsmóður frá Bræðaparti á Akranesi formlega slitið en sjóðurinn var stofnaður árið 1969. Stjórn minn- ingarsjóðsins ákvað að ráðstafa eignum sjóðsins, 54 milljónum króna í reiðufé og lóðum að verðmæti 66 milljónum króna samkvæmt fasteignamati, með eftirfarandi hætti: • 15 milljónir króna fara til Björg- unarfélagsins á Akranesi til endur- nýjunar á björgunarbát félagsins. • 5 milljónir króna fara til Slysavarna- deildarinnar Lífar til umferðarör- yggismála.•14 milljónir króna verða settar í uppbyggingu á heitri laug við Langasand. • 10 milljónum króna verði varið til lagfæringar og varðveislu á Sæunni, Hjallinum og öðrum munum sem eru á Byggðasafninu í Görðum og tengjast Bræðraparti. • 10 milljónir króna renna til Akra- neskaupstaðar vegna endurbóta á gamla vitanum á Breiðinni. Þá fengu Björgunarfélagið og Slysavarnadeildin úthlutað lóðum á Breiðinni, fasteignarmat lóðanna er 66 milljónir króna. Tilgangur með stofnun sjóðsins var að efla mannlíf og samfélag á Akranesi og veita ungum fátækum námsmönnum á Akranesi styrki til náms sem tengist sjávarútvegi. Með breyttum aðstæðum og atvinnuháttum á Akranesi hafa færri sótt um styrk úr sjóðnum en stofnendurnir hugðu. Það er því einróma vilji þeirra sem nú skipa stjórn sjóðsins að leggja sjóðinn niður og ráðstafa stærstum hluta hans til málefna tengdum slysavörnum og samfélagsmálum á Akranesi. Mikil virðing fjölskyldunn- ar fyrir slysavörnum Við athöfn í bæjarþingsalnum á Akranesi hélt Elín Sigrún Jónsdóttir sem er barnabarn Jóns og Guðlaugar og situr í stjórn Minningarsjóðsins stutta ræðu um ævi þeirra hjóna og um tilurð sjóðsins. „Hugmyndin um stofnun Minningarsjóðsins varð til af tilefni 100 ára árstíðar Jóns árið 1968. Stofnfé sjóðsins var lagt fram af þálifandi börnum þeirra hjóna, sem jafnframt voru stofnendur sjóðsins“ sagði Elín í ræðu sinni. Þá greindi Elín einnig frá ákveðnum atriðum í skipulagsskrá sjóðsins um hvernig skuli fara ef sjóðsstjórn ákveður að leggja sjóðinn niður, „Þar kemur skýrt í ljós áhersla og virðing fjölskyldunnar fyrir slysavörnum en þar segir að eignir skuli renna til deildar Slysavarnarfé- lags Íslands á Akranesi“. Aðeins einn af stofnendum sjóðsins er enn á lífi, Inga M. Freeberg sem er á 91. aldursári og er það að frumkvæði hennar sem sjóðnum er núna slitið og lokað, „Hún er mjög sátt við ráðstöfun eigna sjóðs- ins. Hennar hugur hefur ætíð verið á Akranesi og hún biður fyrir kærar kveðjur til íbúa og stjórnenda síns gamla bæjarfélags, sem fóstraði hana svo vel“ sagði Elín ennfremur í ræðu sinni en Inga býr í Bandaríkjunum. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sem jafnframt er formaður sjóðsstjórnar sagðist mjög ánægð með höfðinglegar gjafir til slysavarna á Akranesi og eins í verkefni sem munu nýtast samfélaginu vel. ,,Gamli vitinn á Breiðinni hefur verið valinn einn af áhugaverðustu vitum heims af erlendum ferðavef- síðum og endurbæturnar á honum eiga eflaust sinn þátt í því.“ Auk Regínu skipuðu sjóðsstjórnina þau Sveinn Kristinsson forseti bæj- arstjórnar Akraness og afkomendur þeirra Jóns og Guðlaugar, þau Elín Sig- rún Jónsdóttir, Jón Már Richardsson og Hildur Guðmundsdóttir. Við afhendingu þessarar höfðinglegu gjafar. Nýja einkennismerki eða LOGO Nátt- úruminjasafnsins. stefán Einarsson grafískur hönnuður (t.h.) og vinningshafi og Hilmar J. malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.