Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 9

Vesturland - 13.03.2014, Blaðsíða 9
913. mars 2014 Hefur bæjarstjórn Snæfellsbæjar ekki fundað síðan 7. nóvember 2013? Ef skoðaðar eru fundargerðir nefnda Snæfellsbæjar á heimasíðu sveitarfélagsins er ekki hægt að finna nýrri fundargerð en síðan 7. nóvember sl. og svipað er ástatt um fundargerðir nefnda bæj- arfélagsins. Erfitt er að trúa að öll öll nefndarstörf hafi skyndilega lagst niður í nálægð jóla, en hver veit! Það er sjálfsögð þjónusta Snæ- fellsbæjar við þegna sína að birta fundargerðirnar, margir vilja ef- laust glugga í þær og fylgjast með hvað er að gerast í bæjarpólitíkinni á hverjum tíma. Það er einfaldlega sjálfsögð þjónusta í nútíma þjóð- félagi. Á facebooksíðu Snæfellsbæjar segir m. a. : „Við biðjumst velvirðingar á því hversu illa hefur gengið að halda við heimasíðu Snæfellsbæjar. Umsjónar- kerfið hefur verið að stríða okkur undanfarið og illa hefur gengið að koma inn myndum og efni. „Það kann að vera skýringin en það er algjörlega óafsakanlegt að í fjóra mánuði skuli ekkert vera gert til að kippa málinu í liðinn. Hvernig væri að skipta um hýsi eða fela málið tæknimanni sem þekkir vandann og kann að takast á við hann? Reykholt: Kjallarinn sem sem Snorri Sturluson var veginn kann að vera fundinn Staðurinn þar sem Snorri Sturlu-son var myrtur árið 1241 er fundinn. Þetta staðhæfir Geir Waage, sóknarprestur í Reyholti. Hann segir að með því að bera saman nýlegar fornleifarannsóknir og ná- kvæma samtímalýsingu Sturlu Þórðar- sonar, bróðursonar Snorra, megi sjá hvar kjallarinn var þar sem Snorri var höggvinn. Snorri Sturluson var veginn í Reykholti árið 1241 sem kunnugt er. Morðið á Snorra Sturlusyni er einn stærsti viðburður Íslandssögunnar. Það hefur hins vegar verið á huldu hvar í Reykholti Snorri var höggv- inn. Viðamikil fornleifarannsókn á árunum í kringum síðustu aldamót gaf nákvæma mynd af húsakynnum og með því að bera hana saman við sam- tímalýsingu á morðstaðnum telur Geir Waage að glöggt sjáist hvar Snorri var höggvinn. Þetta nefndi Geir Waage á Stöð-2. Staðurinn sem um ræðir er skammt fyrir norðan Snorralaug. Geir segir að þar hafi verið eini kjallarinn í Reyk- holti á þessum tíma. Frásögn Sturlu Þórðarsonar greinir frá því að Snorri hafi verið genginn til náða þann 23. september 1241 þegar Gissur Þor- valdsson og menn hans komu Ok- veginn að sunnan og brutust inn í virkið. Snorri hljóp upp úr rúminu, hitti prestinn, og þeir afréðu að Snorri færi í kjallarann. Menn Gissurar fundu Snorra hins vegar í kjallaranum. „Eigi skal höggva“ sagði Snorri tvívegis en þeirri vægðarbón var ekki sinnt. „Eftir þetta veitti Árni honum banasár, Árni beiskur, og báðir þeir Þorsteinn unnu á honum. Geir kveðst sjálfur sannfærður um að kjallarinn þar sem þetta gerðist sé fundinn. Þetta sé eini staðurinn sem til greina komi. En þrátt fyrir allt kann einhver að spyrja, hvernig getur Geir Waage verið sannfærður? reykholt er einn af merkustu menningarstöðum landsins. Þar þjónar sr. Geir Waage. snorrastofa er afar merkilegt safn. Þjóðminjasafnið leitar aðstoðar við söfnun þjóðhátta Þjóðminjasafni Íslands er að leita að fólki í yngri kantinum til að svara spurningaskrám um þjóðhætti og daglegt líf á Íslandi. Þjóðminjasafnið hefur safnað merkum fróðleik með þessum hætti í meira en 50 ár og hefur það efni sem safnast hefur verið mikið notað af fræðimönnum og háskólastúdentum. Vilt þú hjálpa til við söfnun þjóðhátta? Þjóðminjasafn Íslands hefur safnað þjóðháttum með spurningaskrám í meira en hálfa öld. Fyrstu heimildar- mennirnir voru fólk sem sent hafði inn svör við fyrirspurnum í þættinum íslenskt mál í Ríkisútvarpinu. Síðar var haldið uppi fyrirspurnum um fróðleiks- fúst fólk og einstaklinga sem taldir voru hafa áhuga á að svara spurningaskrám. Þannig myndaðist fljótt ákveðinn kjarni eða meira og minna fastur hópur sem tók að sér í sjálfboðaliðastarfi að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins. Hópurinn hefur að sjálfsögðu endur- nýjast oftar en einu sinni á rúmlega 50 árum, maður kemur í manns stað. Nú sem fyrr hefur þjóðháttasöfnunin þörf á að bæta við yngra fólki í þennan hóp og leyfir sér hér með að óska eftir stuðningi frá almenningi. Það er að vísu nokkur fyrirhöfn að svara spurningaskrám en þeir sem það gera leggja hins vegar sitt af mörkum í varðveislu á óáþreifanlegum menningararfi. Elsti heimildarmaður þjóðháttasöfnunar Þjóðminjasafns Ís- lands er Jón Sverrisson, f.22.01.1871, d.05.03.1968. Hann var fæddur og upp- alinn í Klauf í Meðallandi og átti um tíma heima í Skálmarbæjarhraunum; bjó í Skálmarbæ 1901-1902 og í Holti í Álftaveri 1904-1919. Jón var yfir- fiskmatsmaður í Vme. , deildarstjóri Sláturfjelagsdeildar Álftavers, upp- hafsmaður að sjóveitu til fiskþvotta og hreinlætisrástafana í Eyjum. Yngstu heimildarmennirnir eru fæddir 1994- 1995, framhaldsskólanemar sem óskuðu nafnleyndar. Þeir sem áhuga hafa á að prófa að svara spurningskrám eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Ágúst Ólaf Georgsson, fagstjóra þjóðhátta, í síma 530-2246 eða með því að senda tölvupóst á netfangið agust@thjod- minjasafn.is, sem veitir allar nánri upplýsingar. Börn í sveit, líklega á árunum 1950 – 1955. Hellissandur er hluti af sveitarfélaginu snæfellsbæ. Þar er m.a. byggðasafn sem er allrar athygli vert. Ungmennafélag Reyk­ dæla er ekki að djóka! Undanfarnar vikur hafa félagar í Ungmennafélagi Reykdæla æft revíuna Ert´ekk´að djóka (elskan mín)? eftir Bjartmar Hannesson kúabónda og söngvaskáld frá Norður- reykjum í Hálsasveit. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson. Revían gerist að miklu leyti á ferðaþjónustubænum Efri-Bæ, þar sem sjaldnast er einhver lognmolla. Einnig er litið við í fjósinu á Neðri-Bæ þar sem eftirlitsmaður frá þannig eft- irlitsstofnun kemur og lítur á svæðið. Í revíunni er farið vel í gegnum ævafornar asískar aðferðir til eflingar andlegs þroska og til styrktar huga og líkama. Franskur kokkur kennir pott- þétta aðferð til að útbúa rauðvínssósu, þ. e. „bara nógu mikið rauðvín. „Forn- leifagröfur í Reykholti, rauðir varð- liðar og vellauðugur Kínverji koma við sögu ásamt sérlegum sendiboða páfans í Róm. Þetta hlýtur að kitla hlát- urtaugarnar. Frumsýnt var á Logalandi föstudaginn 7. mars sl. Leiksýningin þykir hin besta skemmtun, og kitlar hláturtaugarnir verulega.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.