Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 8

Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 8
8 28. ÁGÚST 2014 Um 100 nemendur í dagskóla Skipstjórnarskólans sem lofar góðu: Flestir taka farmannsprófið auk fiskimanna- prófsins til að öðlast aukin réttindi erlendis Skipstjórnarskólinn er einn 10 fag-lega sjálfstæða undirskóla innan Tækniskólans. Tækniskólinn var stofnaður árið 2008 þegar Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskólinn samein- uðust. Skólinn er stærsti framhaldskóli landsins og byggir á langri og merkri sögu sem tengist atvinnulífi landsins á marga vegu. Skipstjórnarnámið skipt- ist í fimm réttindastig sem hvert um sig gefur i réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Réttindastig A, B og C varða störf á fiskiskipum og öðrum skipum og mið- ast réttindi A og B við lengd. Réttinda- stig D veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip, nema varðskip. Réttindastig E er fyrir skipherra á varðskipum. Öll réttindi nást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun. Vilbergur Magni Óskarsson, skóla- stjóri Skipstjórnarskólans, segir að að- sókn að skólanum hafi verið nokkuð góð undanfarin ár, en um 60 umsóknir bárust fyrir þessa haustönn. Skólastjóri segir þess fullviss að skólinn verði full- setinn á næsta vetri, eða um 100 nem- endur.. Nokkur fjöldi nemendanna er árlega í dreifinámi, þ.e. fjarnámi,eða um 150 nemendur, en þeir nemendur koma í skólann 2 – 3 daga í mánuði. Vilbergur Magni segir að dreifinám geti hentað vel þeim sem eiga ekki gott með að taka sér frí frá vinnu til þess að fara í skóla og hentar þeim ágætlega sem eru á sjó og vilja ná sér í menntun og réttindi meðfram starfi. Of fáar konur í skipstjórnarnámi „Því miður eru afar fáar konur hér við nám, eru í dag eru þær aðeins 7 talsins, en mættu vera fleiri,“ segir skólastjóri. „Samlegðaráhrif þess að reka þennan skóla sem hluta af Tækniskólanum eru umtalsverð. Farmannapróf hefur í dag ígildi stúdentsprófs og svo er auðveldara fyrir nemendur að fara milli skólanna innan Tækniskólans, sýnist þeim svo. Í vor útskrifuðust 35 skipstjórnarnemar og flestir þeirra fara beint á sjó, flestir á fiskiskip.. Það hefur engin könnun verið gerð á þörfinni fyrir skipstjórnarmenn, en í dag taka flestir einnig farmannaprófið auk fiskimannaprófsins sem er við- bótarnám upp á eina önn. Það gefur viðkomandi meiri réttindi erlendis en um allan heim vantar skipstjórnar- menn,“ segir Vilbergur Magni Ósk- arsson skólastjóri. Skipstjórnarskólinn er í gamla sjómannaskólanum við Háteigsveg. Vilbergur Magni Óskarsson, skóla- stjóri Skipstjórnarskólans í Reykjavík. Minningu laugaferða Guðrúnar Ósvífurs- dóttur haldið á lofti Í Laxdælu er sagt frá því að Guð-rún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á Laugum í Sælingsdal. Í Sturlungu er getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð. Talið er að laugin hafi eyðilagst í skriðu- hlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti. Laugin er opin allt árið og er frítt í hana. Guðrúnarlaug í Sælingsdal. Blygðunarhús var reist þar skammt ofan við svo alls velsæmis sé gætt við baðferðir. Landsbankinn hagnast um 14,9 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2014 Hagnaður Landsbankans nam 14,9 milljörðum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2014 samanborið við 15,5 milljarða króna á sama tímabili árið 2013. Á öðrum ársfjórðungi var bókfærður 4,9 milljarða króna hagnaður vegna sölu Landsbankans á 9,9% hlut í FSÍ (Framtakssjóður Íslands slhf., FSÍ, og öllum hlut bankans í IEI slhf. og vegna gangvirðisbreytinga á þeim hlut í FSÍ sem bankinn hélt eftir. Vaxtatekjur lækka um 10% frá fyrra ári, en hreinar þjónustutekjur standa nánast í stað. Rekstrarkostnaður er nánast óbreyttur að raungildi milli tímabilanna þegar tekið hefur verið tillit til hlutabréfa- tengdra greiðslna til starfsmanna á fyrra ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 12,8% samanborið við 13,5% fyrir sama tímabili á árinu á undan. Steinþór Pálsson, bankastjóri, segir: að rekstrarafkoma og fjárhagsstaða Landsbankans sé með ágætum. Virð- isaukning eigna hefur staðið undir óvenjulega stórum hluta tekna á ár- inu, en á móti er vaxtamunur töluvert lægri en á fyrra ári. Samanlagt hefur frá stofnun bankans orðið virðisrýrnun á útlánum hans. „Samanburður á um 1.000 bönkum um allan heim sem The Banker – tímarit í eigu Financial Times – gerði nú um mitt ár, sýnir að Landsbank- inn stendur vel þegar litið er til eig- infjárstöðu og arðsemi eigna. Ekki er að finna banka í Vestur-Evrópu með sterkari eiginfjárstöðu og einungis nokkrir tugir banka sýna betri árangur þegar kemur að arðsemi eigna, sam- kvæmt greiningu The Banker. Þessi sterka staða gefur Landsbankanum færi á að styðja vel við vöxt hagkerfis- ins og svara vaxandi eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir fjármálaþjónustu. Í maí skrifaði Landsbankinn undir samning um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans og LBI hf. Lokagjalddagi þeirra verður árið 2026 í stað 2018. Sú lenging dregur verulega úr áhættu varðandi greiðslu- jöfnuð þjóðarbúsins á næstu árum og eykur um leið líkur á að hægt verði að stíga markviss skref í átt að afnámi fjármagnshafta. Að mati Landsbank- ans er brýnt að niðurstaða fáist í það mál sem fyrst til að draga úr óvissu um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins og um endurfjármögnun Landsbank- ans í erlendri mynt. Horfur í rekstri bankans fyrir árið í heild eru góðar, en þó er enn óvissa tengd yfirstandandi dómsmálum,“ segir Steinþór Pálsson. Landsbankinn er víða með útibú, m.a. á Akranesi. Á Vesturlandi er einnig útibú í Ólafsvík. Hraðbankar eru á Grundar- firði og Hellissandi auk Akraness og Ólafsvíkur. Auglýsingasíminn er 578 1190 Netfang: auglysingar@fotspor.is www.fotspor.is

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.