Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 9

Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 9
928. ÁGÚST 2014 Veiðarfæri og bætt aflameðferð - styrkveitingum frá MATÍS vegna þessara verkefna hafnað Fyrir hartnær ári síðan stóð MATÍS í samstarfi við fjölda inn-lendra og erlendra sérfræðinga fyrir vinnufundi sem bar titilinn „Ný tækni fyrir norrænan fiskiskipaflota: veiðarfæri og aflameðferð“19 fyrirles- arar voru á fundinum svo hann var afar athyglisverður fyrir aðila á sviði sjávarútvegs. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík á Vínlandsleið. Markmið fundarins var að greina frá helstu nýungum á sviði rannsókna og þróunar er snúa að veiðarfærum og aflameðferð um borð í fiskiskipum. Fundurinn var styrktur af Norrænu ráðherranefndinni í gegnum AG-fisk (Working group for fisheries co-operation), en AG-fisk hefur það að aðalmarkmiði að stuðla að sam- starfi í sjávarútvegi á meðal Norrænna þjóða. Á fundinum kynntu nítján sér- fræðingar frá níu löndum rannsóknir og helstu nýjungar í veiðarfæraþróun og tækni er snýr að aflameðferð. Fund- inum var skipt upp í fjóra hluta og í lok hvers hluta fór fram verkefnavinna og pallborðsumræður. Von þeirra sem að fundinum stóðu var að hann mundi stuðla að auknu samstarfi meðal fag- aðila í norrænum sjávarútvegi. Í kjölfar fundarins hefur síðan www. fishinggearnetwork.net verið nýtt til að deila upplýsingum um helstu nýj- ungar er varða veiðarfæri og aflameð- ferð. Jónas R. Viðarsson hjá Matís sagði helstu ástæða þess að blásið var til þessa vinnufundar hafi verið sú að fyrir tveimur árum hafi valdir rann- sóknaraðilar víða úr Evrópu, sem gegna sambærilegum hlutverkum og MATÍS í sínum löndum, átt saman nokkra símafundi þ.s. skoða átti tækifæri til samstarfs á umræddum sviðum. Kom þá í ljós að fjármögnunarmöguleikar fyrir þessa tegund R&Þ er ekki að finna á hverju strái. Ákveðið var því að sem fyrsta skref væri að að sækja um styrk hjá AG-Fisk til að halda vinnufund- inn, en AG-Fisk er sjóður á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur það að markmiði að ýta undir samstarf milli sjávarútvegsfyrirtæka og þeirra sem starfa í sjávarútvegi á Norðurlöndunum. Þeir aðilar sem stóðu að ráðstefnunni voru MATÍS, Sintef í Noregi, Havstofan í Færeyjum og Catch-fish í Danmörku. Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS ráðstefnustjóri leiddi undir- búning ráðstefnunnar af hálfu íslenskra aðila. Hann var spurður hvort tilgangur vinnufundarins væri að komast nær því hvernig veiðarfæri væri best við þær veiðar sem stundaðar væru hverju sinni. Haustið 2013 sagði Jónas: Kannaðir möguleikar á samstarfi „Þarna munu aðilar skiptast á upplýs- ingum og miðla sinni þekkingu um það sem viðkomandi aðilar hafa verið að fást við, skýra frá niðurstöðum rann- sókna og hvert stefnir helst í þeim í náinni framtíð. Dagskrá vinnufundar- ins er skipt upp í fjóra hluta þ.e. kjör- hæfni veiðarfæra, umhverfisáhrif veiðarfæra, úrbætur á veiðarfærum til að bæta gæði og draga úr kostnaði og í síðasta hlutanum verður fjallað um nýjungar á sviðið aflameðferðar um borð í veiðiskipum. Fyrirlesarar koma frá öllum Norðurlöndunum, auk Hollands, Belgíu og Ítalíu. Við munum ekki síst beina sjónum okkar að því hvort möguleikar séu á sam- starfi milli þessara landa og það verður athyglisvert ef það tekst og auðvitað afar mikilvægt. Í lok hvers hluta dag- skrárinnar verður þátttakendum skipt upp í vinnuhópa sem skila munu leitast við að svara nokkrum spurningum og hugmyndum að samstarfsverkefnum. Að því loknu verða sameiginlegar pallborðsumræður þar sem niður- stöður vinnuhópanna verða kynntar og ræddar. Vonandi verður þá fyrir- liggjandi einhver stefna um samstarf til náinnar framtíðar milli þeirra sem þennan vinnuhóp sækja“Meðal er- inda á vinnufundinum var erindi frá Stjörnu-Odda um Fiskvala sem er ver- kefni sem hefur verið í gangi í þrjú ár þar sem verið er að þróa tölvusjá sem ákveður hvað gera eigi við fiski sem kemur inn í botntroll. Búnaðinum er komið fyrir neðarlega í belg trollsins og metur hann hvort hleypa eigi fiskinum út úr trollinu eða hleypa honum aftur í pokann. Þannig drepst ekki smá- fiskurinn. Svíar voru með erindi um þorskveiðar í Eystrasalti og norskt er- indi fjallaði um togveiðar á ákveðnu dýpi með flottrollshlerum sem er sökkt þannig að þeir fljóti rétt yfir botninum. Antonio Sala frá Ítalíu fjallaði um orku- notkun, en hann er mjög framarlega á sviði rannsókna á orkusparnaði við fiskveiðar. Halla Jónsdóttir greindi frá Ljósvörpunni sem hún hefur verið að þróa þar sem ljós á að smala fiski inn í vörpuna, sagði Jónas R. Viðarsson sem fjallaði um strandveiðar í löndum við Norður-Atlantshafs og ráðstefnu um það efni sem haldin var í í nóv- embermánuði 2013. Í fjórða hluta vinnufundarins var meira rætt um meðferð aflans um borð, blóðgun og fleira en minna um sjálf veiðarfærin. Skipstjórinn á Finni fríða frá Færeyjum skýrði frá þeirra reynslu við að nota tvö skip við makrílveiðar. Skip dregur trollið á hefðbundinn hátt en því fylgir anna skip sem dælir aflanum beint upp úr trollinu meðan verið er að draga. Trollið er aldrei tekið inn og þannig er komið í veg fyrir þrýsting á aflann sem ætti þar með að verða mun betri og verðmætari til vinnslu. Síldarvinnslan á Neskaupstað hefur einnig verið að reyna þessa aðferð. Dæling fisks úr trolli með undirþrýstingi Hans Van De Vis frá Imares í Hollandi sagði frá frá rannsóknum á því að rota allan fiskinn með rafmagni áður en honum er „slátrað“. Þetta er aðferð sem þekkt í fiskeldi en margir á ráðstefn- unni töldu það fróðlegt að sjá hvernig og hvort hún sé nothæf við veiðar á villtum fiski. Sagt var frá norsku verk- efni „Crisp project“ sem er mjög stórt R&Þ verkefni sem fjöldi sjávarútvegs- fyrirtækja og aðila sem þjónusta iðnað- inn taka þátt í. Framkvæmdastjóri út- gerðafyrirtækisins Nergård í Tromsö fjallaði um verkefnið og hvernig hans útgerð muni nýta sér niðurstöður ver- kefnisins. Hann fjallaði m.a. um til- raunir með að dæla fiski upp úr trolli með undirþrýstingi svo ekki þarf að draga pokann um borð og það verður nánast enginn þrýstingur á aflann sem bætir verulega gæði hans. Það er því víða verið að þróa aðferðir sem miða að því að losna sem mest við þrýsting á aflann þegar pokinn er tekinn um borð í veiðiskipið. Jónas R. Viðarsson saðist vona að eftir þennan vinnufund væri kominn grunnur að samstarfsverkefni sem nýt- ist útgerðum og rannsóknaraðilum frá öllum þátttökuaðilum, sem og öðrum þeim sem koma til að fylgjast með fyr- irlestrum og draga af því þekkingu til framtíðar. - En hefur það gerst? Jónas R. Viðars- son var spurður fyrir skemmstu hvort sótt hefði verið um fjármögnum eins og stefnt var að á ráðstefnunni og hvort það hefði borið einhvern árangur. „Sótt hefur verið um styrki í nor- rænu sjóðina sem og ýmsa evrópska sjóði. Ekkert svar hefur borist og af þremur umsóknum sem voru sendar til Evrópusambandsins hefur tveimur verið hafnað en svar ekki borist vegna þeirrar þriðju. En ég er alls ekki bjart- sýnn. Norskir samstarfsaðilar okkar hafa hins vegar náð í fjárframlög í Noregi“Jónas segir að m.a. sé verið að vinna að verkefnum sem draga úr olíu- notkun, m.a. með breyttu efni í trolli og aðferð við að bæta meðferð fisksins með því að dæla fiski upp úr snurvoð og jafnvel einnig upp úr botntrolli svo ekki þurfi að taka það um borð. Það verkefni lofar góðu. Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS. Traust Know How kynnti framleiðsluna á sjávarútvegssýningu í Brussel: Hefur lokið við smíði tveggja fullkominna hörpuskelsverksmiðja Traust þekking ehf. að Lækjar-koti við Borgarnes er fyrirtæki þar sem hugvit og hönnun er í hávegum höfð við gerð fiskvinnslu- véla undir vörumerkinu „Traust Know How“Hjá Traust þekkingu eru hann- aðar vélar fyrir vinnslu á ferskfisk, saltfisk, skelfisk, fiskþurrkun, loðnu- hrognavinnslu og fleira. Fyrirtækið hefur þjónað matvælamarkaðnum í yfir 30 ár með góðum árangri. Í Lækjar- koti er smiðja þar sem allar vélar eru framleiddar. Nefna má að boðið er upp á sprautusöltunarvélar og saltdreifi- kerfi, hrognaskiljur, flæðilínur, flokk- unarvélar, skreiðarpressur og margt fleira. Traust Þekking var á síðasta ári að smíða fullkomna hörpuskelsverk- smiðju í stóran rússneskan togara sem stundar hörpuskelveiðar við Kúrileyjar sunnan Kamchatka. Í ár var lokið við smíði annarar hörpuskelsverksmiðju í systurskip togarans sem smíðað var í á síðasta ári, en hjá sama útgerðar- fyrirtæki. Traust Þekking ehf. gangsetti ný tæki á Spáni í desembermánuði 2012 en þessar nýju vélar eru notaðar til þess að sprauta pækli eða „fiski í fisk,“ hvort sem er til framleiðslu á ferskum eða söltuðum fiski. Þar á meðal er nýja TR-850 Injector sprautuvélin, Easy Brine mixing system, sjálfvirkur pækilblöndunarbúnaður, Easy Chiller pækilkælir, Easy Mincer marningsvél sem tekur fisk afskurð og beinagarða og pressar fiskinn frá roði og beinagarði. Þetta skilar góðum fiskmarningi. Easy Flaker er fiskblokkarhefill sem tekur blokk af frosnum marning og heflar hana niður. Fyrsta tæki sinnar tegundar Easy-Inject“Fish in Fish“ auðsprautun tekur fiskflögurnar og hakkar þær niður í öragnir (fisk protein) sem er síðan sprautað inn í ferskan fisk með pækli og bætir bragð afurðarinnar en heldur gæðunum. Eggjahvítuefnið samlagast fiskinum og lekur ekki út úr honum og hefur fiskurinn sömu áferð og fyrir sprautun. Þessi aðferð er einnig notuð við saltfiskframleiðslu. Þetta tæki er það fyrsta, sinnar tegundar, sem fundið er upp og þróað hér á landi. Tækin eru öll einföld í notkun og auðveld í þrifum. Það nýjasta frá Traust er Easy Portioner skurðarvél, Easy Compact Grader lítill flokkari, Fresh Product Grader ferskfiskflokkari, Salt Fish Grader saltfiskflokkari, Easy Grader Pelagic channel grader heilfiskflokkari, Easy Weight Batcher samvalsflokkari, Easy Defrosting System uppþíð- ingarkar eða snigill og hreinsibúnaður fyrir frárennsli. Traust Know How Ltd. hefur þróað og framleitt fiskvinnslu- vélar í meira en 30 ár og er eitt af frum- kvöðlum hér á landi í þróun á fiskfram- leiðsluvélum. Traust Know How tók þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í aprílmánuði 2013 og er meðal sýnenda á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í lok septembermánaðar. Fyrirtækið er þekkt víða um heim. Hörpuskelsverksmiðja. Fisk í fisk kerfi sem verður stöðugt vinsælla hjá fiskverkendum.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.