Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 11

Vesturland - 28.08.2014, Blaðsíða 11
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Þvottavélar • þurrkarar • strauvélar • o.m.fl Með allt á hreinu Hreinn sparnaður við heildstæðar þvottalausnir fyrir stórþvott - nú er tækifærið að fjárfesta í eigin þvottahúsi Þvottavélar • þurrkarar • strauvélar • Iðnaðarvélar fyrir stórþvott • Stærra hurðarop á þvottavélum - 45cm þvermál • Sparnaðarkerfi fyrir vatn og orkunýtingu • Forritanleg og þægileg stýrikerfi • Frábær ending Hammerlit • Tauflokkunarkerfi FA S TU S _F _2 6. 08 .1 4 W5240 H Þvottavél W5105H Þvottavél T5290 Þurrkari T5350 Þurrkari 1128. ÁGÚST 2014 Bifröst: Sigrún Jónsdóttir ráðin framkvæmdastjóri kennslu Sigrún Jónsdóttir hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri kennslu- og þjónustu við Há- skólann á Bifröst í stað Guðrúnar Bjargar Aðalsteinsdóttur sem ráðin hefur verið skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Sigrún mun hefja störf 1.september en alls sóttu 40 manns um stöðuna. Sigrún Jónsdóttir er með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, kennsluréttinda- nám og BA próf í stjórnmálafræði frá sama skóla. Hún var framkvæmda- stýra Samfylkingarinnar í fjögur ár, en áður var hún deildarstjóri og verkefnastjóri á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Sigrún starfaði sem deildarsérfræðingur í 12 ár í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, lengst af í mats- og eftirlitsdeild. Fram- kvæmdastjóri kennslu- og þjónustu situr í framkvæmdastjórn skólans og hefur yfirumsjón með háskóla- skrifstofu sem sér m.a. um verkefni tengd kennslu, gerð námskráa og námskeiðslýsinga. Hann hefur um- sjón með framkvæmd kennslumata og úrvinnslu þeirra auk þess eiga t.a.m. samskipti við ráðuneyti, nemendur og kennara. Sigrún Jónsdóttir. Bifröst: Þórný Hlynsdóttir ráðin forstöðumaður bókasafnsins Þórný Hlynsdóttir hefur verið ráðin nýr forstöðumaður bókasafns Háskólans á Bifröst frá og með 1. september nk. í stað Andreu Jóhannsdóttur sem lætur af störfum vegna aldurs. Þórný er með MLIS próf í bókasafns- og upplýs- ingafræði frá Háskóla Íslands og hefur veitt bókasafni Landbúnaðarháskól- ans á Hvanneyri forstöðu síðan í júní 2013. Frá árinu 1992 hefur hún unnið í Þjóðarbókhlöðunni við ýmis störf, síðast veitti hún millisafnalánadeild safnsins forstöðu. Andrea Jóhannsdóttir hefur stýrt bókasafni skólans síðan 2005 og byggt það upp af miklum metnaði og mynd- ugleik. Þórný Hlynsdóttir. Stykkishólmur: Bæjarstjóri brýnir forstöðumenn stofnana Að undanförnu hefur verið leitast við að leggja mat á rekstur Stykkishólmsbæjar. Hefur það verið gert að höfðu sam- ráði við löggiltan endurskoðanda bæjarins. Í kjölfar breytinga á sveit- arstjórnarlögum voru settar sérstakar fjármálareglur og fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.Sturla Böðvarsson, bæj- arstjóri, segir að reglunum sé ætlað að setja skýr viðmið um rekstur og fjár- hagsstöðu sveitarfélaga og tryggja virkt eftirlit með því að sveitarfélög uppfylli þær kröfur um fjárhagslega sjálfbærni sem gerðar eru í sveitarstjórnarlögum. Samkvæmt gildandi fjármálareglugerð eru bæjarstjórn settar mjög þröngar skorður þegar bæði skuldastaða og rekstur er svo sem á við um Stykk- ishólmsbæ. „Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2014 sem samþykkt var 12. desember 2013 og ársreikningum áranna 2012 og 2013 blasir við að bæjarsjóður stenst ekki þá kröfu reglugerðarinnar að þessi þrjú ár skili rekstrarafgangi. Til þess að ná jöfnuði hefði bæjarsjóður, bæði A og B hluti, þurft að skila meiru en 14 milljónum króna í afgang árið 2014. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs átti bæjarsjóður að skila rúmum 2 milljónum króna í afgang sem dugar ekki til þess að standast kröfur reglu- gerðarinnar en það sem af er þessu ári hafa tekjur auk- ist lítillega um- fram áætlanir. Rekstrarútgjöld munu hins- vegar aukast og veldur þar mestu áhrif nýrra kjara- s a m n i n g a , ákvarðanir um ný verkefni og fjölgun starfsmanna. Það blasir því við að jöfnuður mun ekki nást á þessu ári nema dregið verði umtalsvert úr útgjöldum og framkvæmdum jafn- framt frestað það sem eftir er ársins. Með þessum pistli vil ég brýna fyrir stjórnendum að leita allra leiða til þess að draga úr kostnaði og finna leiðir til þess að hagræða í rekstri bæjarins. Allar tillögur í þeim efnum eru vel þegnar og er hér með kallað eftir þeim. Á næstunni mun ég heimsækja allar stofnanir og funda með stjórn- endum til þess að fá sem besta yfirsýn um rekstur Stykkishólmsbæjar. Það er von mín að okkur megi takast að snúa vörn í sókn og skapa skilyrði til þess að auka tekjur og draga sem mest úr útgjöldum, en nýta þá fjármuni sem eru til ráðstöfunar til aðgerða sem gera bæjarfélagið betur í stakk búið til ný- sköpunar og vaxtar,“ segir bæjarstjóri. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri. Auglýsingasíminn er 578 1190

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.