Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 1

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 1
Ótrúlegt úrval húsgagna Syrusson Hönnunarhús Síðumúla 33 syrusson.is JEPPADEKK Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | 540 4900 www.arctictrucks.is Hljóðlát og endingargóð jeppadekk sem koma þér örugglega hvert á land sem er. Parketslípun sólpallaslípun | parketlagnir 551 1309 / 690 5115 golflist@golflist.is | www.golflist.is 99% RYKFRÍTT 11. SEPTEMBER 2014 15. tölublað 3. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Mikil aukning fæðinga á HVE á Akranesi í ágústmánuði Í ágústmánuði sl. voru 40% fleiri barns-fæðingar á Heibrigðisstofnun Vestur-lands á Akranesi en í ágústmánuði 2013. Þessi aukning í barneignum kemur kannski á óvart, og þó. Með batnandi efnahag sér ungt fólk aukna möguleika á að eignast börn, eitt eða fleiri, og þannig viðhalda mannkyninu í viðkomandi sveitarfélagi. 3. september sl. eignuðust þau Kolbrún Ósk Pálsdóttir og Guðjón Hrannar Björns- son stúlkubarn sem var 5605 grömm og 51 cm og braggaðist strax vel. Stúlkan átti að fæðast í lok ágústmánaðar en lét aðeins bíða eftir sér. Fjölskyldan býr á Hellissandi og fyrir eru í fjölskyldunni þrjú börn, 9 ára, 13 ára og 17 ára. Móðirin, Kolbrún Ósk sagði aðspurð að búið væri að ákveða nafnið á stúlkuna en því yrði haldið leyndu þar til stúlkan yrði skírð. VESTURLAND óskar fjölskyldunni til hamingju með barnið. Í bæjarblaðinu Jökli segir að árið 2013 fæddust 4.326 börn á Íslandi, sem er nokkur fækkun frá árinu 2012 þegar hér fæddust 4.533 börn. Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2013 var frjósemi íslenskra kvenna lægri en tveir í fyrsta sinn frá 2003, eða 1,932 börn á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess aðviðhalda mann- fjöldanum til lengri tíma litið. Undanfarin ár hefur frjósemi á Íslandi verið rétt um 2 börn á ævi hverrar konu. Frjósemin nú er nærri helmingi minni en hún var um 1960, en þá gat hver kona vænst þess að eignast rúmlega 4 börn á ævi sinni. Í Snæfellsbæ fæddust mun færri börn árið 2013 en árið áður, í fyrra fæddust 18 börn í Snæfellsbæ á móti 26 árið áður, þetta er talsvert undir meðaltali áranna 1991 til 2013 en meðaltalið er 28,7 börn, en ekki hafa fæðst færri börn síðan 2006 en þá fæddust 17 börn í Snæfellsbæ. Í Grundar- firði fæddust 13 börn árið 2013 eins og árið 2012 og er það nokkuð nærri meðaltalinu sem er 14,1. Fæst fæddust börn árið 2010 í Grundarfirði en þá fæddust aðeins 7 börn. Í Stykkishólmi fæddust aðeins 9 börn en meðaltalið þar er 15,7, ekki hafa svo fá börn fæðst í Stykkishólmi síðan 2009 þegar ekki fæddust nema 5 börn. Hamingjusamir foreldrar með nýfædda dóttur. Kolbrún Ósk Pálsdóttir og Guðjón Hrannar Björnsson á Hellissandi með nýfæddan ljósgeislann sinn, bráðmyndarlega dóttur.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.