Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 2

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 2
2 11. SEPTEMBER 2014 Sími 544 4222 • girding@girding.is BÓMUHLIÐ • Tilvalin lausn fyrir stjórn vega og bílastæða hjá fyrirtækjum, sumarhúsaeigendum o.fl. • Hannað fyrir allt að 12 m opnun Sjá nánar á girding.is • Símaopnun • Aðgangskort • Fjarstýring • Talnalás Einnig fáanleg með sólarrafhlöðu Viðskiptasvið Háskólans á Bifröst eflt Viðskiptasvið Háskólans á Bifröst og Þekkingarsetur um þjónandi forystu hafa ákveðið að hefja samstarf með það að markmiði að efla starf beggja aðila. Í tilefni af þessu samstarfi verður haldin ráðstefna þann 31.október nk. þar sem Gary Kent þjónustustjóri hjá Schneider Corporation í Bandaríkjunum verður aðalfyrirlesari og meðal annarra sem einnig munu halda erindi er Sigríður Björk Guðjónsdóttir nýráðin lögreglu- stjóri höfuðborgarsvæðisins. Sam- starfið verður á breiðum grunni og nær til kennslu, rannsókna og ýmissa verkefna t.d. funda og ráðstefna. Há- skólinn á Bifröst mun sem dæmi nýta sér kenningar um þjónandi forystu í kennslu í nýju meistaranámi sem ber heitið MS í forystu og stjórnun sem hlaut fádæma viðtökur en yfir 60 nem- endur hófu það nám núna á haustönn. Eitt lykilatriði í samstarfinu verður að vinna saman að framþróun á þekk- ingu og færni á sviði þjónandi forystu. Annar mikilvægur hluti af samstarfinu er að skiptast á þekkingu og reynslu og t.a.m. verður Háskólinn á Bifröst hluti af stóru þekkingar- , reynslu- og tengslaneti baklands Þekkingarset- ursins. Að sama skapi verður Þekk- ingarsetrið virkur þátttakandi í starfi Háksólans á Bifröst. Fjölmörg fyrirtæki nýta sér kenningar um þjónandi for- ystu í sínu starfi og eru mörg á lista Fortune 500. T.a.m. eru fyrirtæki eins og Southwest Airlines, Ritz Carlton, Whole Foods og Starbucks sem nýta sér þjónandi forystu. Vinna saman að framþróun og þekkingu Sigurður Ragnarsson var spurður hvernig hvernig samstarfi Háskólans á Bifröst og Þekkingasetursins yrði háttað og sagði hann að samstarfið yrði á mjög breiðum grunni og nái til kennslu, rannsókna og ýmissa verkefna, þ.á.m. funda og ráðstefna. „Samstarfið gengur meðal annars út á þekkingarleit og miðlun til fólks, fyr- irtækja og stofnana af ýmsum toga. Mikilvægur hluti af samstarfinu er að skiptast á þekkingu og reynslu og t.a.m. verður Bifröst hluti af gríðarstóru þekkingar- , reynslu- og tengslaneti baklands Þekkingarsetursins. Að sama skapi verður Þekkingarsetrið virkur þátttakandi í starfi Bifrastar. Lykil- atriðið er að við vinnum saman að framþróun á þekkingu og færni á sviði þjónandi forystu sem á að hafa jákvæð áhrif á samfélag okkar. - Hvað er Þekkingasetur um þjónandi forystu? „Þekkingarsetur um þjónandi for- ystu starfar samkvæmt samningi við bandarísku Greenleaf samtökin um þjónandi forystu og er í hópi fjögurra annarra Greenleaf miðstöðva í Evrópu og Asíu sem starfa að kynningu á hug- myndafræði og hagnýtingu þjónandi forystu. Starf Þekkingarsetursins hófst árið 2007 þegar unnið var að undirbún- ingi fyrstu ráðstefnunnar um þjónandi forystu hér á landi. Í framhaldi ráð- stefnunnar var samstarfssamningur við Greenleaf samtökin undirritaður sem m.a. felur í sér að starfið hvílir á grunni Áhugamannafélags um þjón- andi forystu með þriggja manna fram- kvæmdateymi sem hefur hönd í bagga með kynningum, fræðslu og ýmsum viðburðum til að vekja athygli á og þróa þekkingu um þjónandi forystu,“ segir Sigrún Gunnarsdóttir. - Hverjir geta nýtt sér innihald og að- ferðafræði þjónandi forystu? „Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta, stjórnunar og forystu. Allir sem hafa einlægan áhuga á velferð annarra geta tileinkað sér hugmynda- fræðina, óháð starfi og stöðu. Slíkir einstaklingar hafa skýra sýn á tilgang starfa, leggja sig fram við sjálfsþekk- ingu og auðmýkt og hafa líka sérstakt lag á að skapa öryggi og aga. Rann- sóknir sýna að uppbyggileg samskipti og samfélagsleg ábyrgð tengjast góðum árangri fyrirtækja og vellíðan starfs- fólksins,“ segir Sigrún. Sigrún Gunnarsdóttir leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Sigurður Ragnarsson er sviðsstjóri viðskiptasviðsins á Bifröst. Forstjórar með tug­ föld árslaun á við venjulegt launafólk Fyrir bankahrun sáust í ís-lensku atvinnulífi ævintýraleg kjör stjórnenda í fjármálafyr- irtækjum sem þegar verst lét voru slík að það tæki 5-6 verkamenn alla starfsævina að vinna sér inn laun sem samsvara árslaunum eins manns. Þessi tími virðist kominn aftur. Ný athugun Alþýðusambands Íslands sýnir að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði eru með tugföld árslaun venjulegs launafólks. Til að setja kjör æðstu stjórnenda í samhengi er gagn- legt að skoða þau í samanburði við aðra hópa. Til að gera það hefur ASÍ reiknað svokallað launahlutfall for- stjóra í öllum íslenskum fyrirtækjum sem skráð voru á hlutabréfamarkaði í júlí 2014. Launahlutfallið er skoðað annars vegar út frá meðallaunum fullvinnandi verkafólks í landinu - sem segir til um hversu marga fullvinnandi verkamenn þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórnanda fyrirtækisins og hins vegar launahlut- fallið út frá meðallaunum starfsmanna í viðkomandi fyrirtæki – sem segir til um hversu marga almenna starfs- menn viðkomandi fyrirtækis þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórn- andans. Skoðaðar eru tölur fyrir árin 2011 – 2013. Upplýsingar um launa- kjör æðstu stjórnenda eru fengnar úr ársreikningum fyrirtækjanna. Til að skoða hlutfall á milli tekna stjórn- endanna og verkafólks eru notaðar launaupplýsingar frá Hagstofu Íslands um meðaltal heildarlauna fullvinnandi verkafólks á almennum vinnumark- aði. Meðaltal heildarlauna fullvinnandi verkafólks 2011 2012 2013 Alls 366.000 406.000 428.000 Karlar 388.000 423.000 447.000 Konur 309.000 350.000 371.000 Tugföld árslaun Fyrir bankahrun sáust íslensku at- vinnulífi ævintýraleg kjör stjórnenda í fjármálafyrirtækjum sem þegar verst lét voru slík að það tæki 5-6 verka- menn alla starfsævina að vinna sér inn laun sem samsvara árslaunum eins manns. Þessi tími virðist kominn aftur. Ný athugun ASÍ sýnir að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamark- aði eru með tugföld árslaun venjulegs launafólks. Til að setja kjör æðstu stjórnenda í samhengi er gagnlegt að skoða þau í samanburði við aðra hópa. Til að gera það hefur Alþýðusamband Íslands reiknað svokallað launahlutfall forstjóra í öllum íslenskum fyrirtækjum sem skráð voru á hlutabréfamarkaði í júlí 2014. Launahlutfallið var skoðað annars vegar út frá meðallaunum fullvinnandi verkafólks í landinu - sem segir til um hversu marga fullvinnandi verkamenn þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórnanda fyrirtækisins. Hins vegar var skoðað launahlutfallið út frá meðal- launum starfsmanna í viðkomandi fyr- irtæki – sem segir til um hversu marga almenna starfsmenn viðkomandi fyr- irtækis þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórnandans. Upplýsingar um launakjör æðstu stjórnenda fékk ASÍ úr ársreikningum fyrirtækjanna. Sú mynd sem hér birtist endurspeglar að mestu leyti það sem rakið hefur verið en í öllum fyrirtækjunum, að Högum og N1 undanskildum, eru meðallaun starfsmanna hærri en verkamannalaun og launahlutfallið innan fyrirtækjanna því lægra en í samanburði við laun verkafólks. Forstjóri Haga hafði laun tæplega 35 starfsmanna fyrirtækisins á árinu 2011 en í fyrra nam hlutfallið ríf- lega 17. Hjá N1 er launahlutfallið innan fyrirtækisins svipað og í samanburði við verkamannalaun en forstjórinn hafði í fyrra laun 10,5 starfsmanna fyrirtæk- isins. LOGO ASÍ. Grímshússins bíður upplyfting Settar hafa verið fram hugmyndir um að bjarga gamalli vöru-skemmu, Grímshúsinu í Brák- arey í Borgarnesi frá eyðileggingu en til stóð að rífa það, svo dapurt er ástand hússins orðið. Það er Sigur- steinn Sigurðsson arkitekt sem hefur haft forgöngu um að húsið komist til fyrri virðingar og hefur hann birt hug- myndir sínar sem sjá má á facebook. Húsinu hefur því líklega verið bjargað en stofnuð hafa hollvinasam- tök, Grímshúsfélagið ,il að bjarga hús- inu og það hefur nú tekist. Grímshúsið verður því ekki rifið úr þessu! Við það rankaði fólk við sér og sá hversu merki- legt hús Grímshúsið er og hve fjölbreytt saga þess er. Hlutverk hússins er að halda utanum atvinnusögu Brákareyjar og sýna þá muni sem nú eru í geymslu tengd því. Í víðara samhengi mun húsið þjóna þeim tilgangi að vera kaffihús fyrir þá starfsemi sem nú er að skjóta rótum í Brákarey. Vöruskemman Grímshús eins og það lítur úr í dag. Mikið verk er greinilega framundan að koma því í nothæft ástand.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.