Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 3

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 3
Unaðsdagar í Hólminum – Tilboðsdagar eldri borgara Ógleymanleg stund á einstökum stað Hótel Stykkishólmur býður eldri borgurum upp á einstakar tilboðsferðir haustið 2014 og vorið 2015. Þar geta gestir notið bestu þæginda í hjarta þessa fallega bæjar auk þess að boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, stórbrotið umhverfi og góðan félagsskap. Næstu Unaðsdagar verða 6. október, 20 október og 3. nóvember 2014. Verð fyrir dvöl frá mánudegi til föstudags er aðeins 39.900 krónur á mann. Innifalið í verðinu er: • Gisting frá mánudegi til föstudags. Öll herbergi eru nýlega uppgerð með sérbaði, hárþurrku, sjónvarpi, útvarpi og síma. • Morgunmatur, hádegisverður og kvöldverður. Boðið verður upp á morgunverðar-hlaðborð alla morgna, léttan hádegisverð og þriggja rétta kvöldverð alla daga. • Frítt er í sund og sundleikfimi. Sundlaug Stykkishólms státar bæði af inni- og útilaug, vatnsrennibraut og frægum heitum pottum sem í rennur heilsuvatn. • Kvöldskemmtanir öll kvöldin. Boðið verður upp á spilakvöld, bingó og dans að ógley- mdu skemmtikvöldi með Aftanskini, félagi eldri borgara í Stykkishólmi. Þar má búast við bestu skemmtan enda eru Hólmarar annálaðir fyrir blómlegt félagslíf. • Menningarferð á söguslóðir og náttúruperlur Snæfellsness skoðaðar. Hótel Stykkishólmur er eitt glæsilegasta hótel á landsbyggðinni. Öll herbergi hótelsins og salir þess státa af ómótstæðilegu útsýni yfir bæinn og út á náttúruperluna Breiðafjörð. Veitingastaður hótelsins er í hæsta gæðaflokki og notar aðeins besta hráefni. Þá er skemmtisalurinn á hótelinu hinn glæsilegasti og vel tækjum búinn. Undirrituð munu fúslega veita allar frekari upplýsingar. Eins er hægt að fá dagskrá senda í pósti eða tölvupósti sé þess óskað. Hótel Stykkishólmur María Ólafsdóttir, hótelstjóri, sími 430 2100

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.