Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 4

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 4
11. SEPTEMBER 20144 Vesturland 15. tBl. 3. ÁrGanGur 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Fjórðungur gjaldeyristekna þjóðarinnar kemur frá sjávarútvegi. Margir hafa tekjur af störfum við sjávarútveg, ekki síst íbúar á Snæfellsnesi, og þar er hlutfall sjómanna af heildaríbúatölunni býsna hátt enda byggir atvinnulífið á landsbyggðinni á sjósókn og vinnslu sjávarafurða að stórum hluta. Sjávarútvegurinn er í dag á ofboðslega skemmtilegum tímapunkti þar sem þróun í afurðum er að skila okkur gríðarlega auknum tekjum. Þar má m.a. vísa í öra þróun í framleiðslu á lækningavörum og lyfjum úr afurðum á borð við slóg, rækjuskel, þörungum og roði, sem fyrir skömmu þóttu verðlaus úrgangur. Öll takmörkun á fjárfestingagetu sjávarútvegsins hefur áhrif á þetta. Ef við setjum þetta í samhengi og tökum veiðigjöldin eins og þau eru lögð á núna fyrir þetta ár og reiknum það upp og hugsum um sjávarútveginn bara eins og aðrar atvinnugreinar, sem við eigum að gera, þá er venjulegt fyrirtæki að greiða 20% í tekjuskatt. Ef við reiknum tekjuskattinn sem útgerðin greiðir og leggur veiðigjöldin ofan á útgerðarhlutann þá er sjávarútvegurinn að greiða um það bil 60% í tekjuskatt. Þetta hlýtur að hafa áhrif á vaxtarmöguleika sjávarútvegsins. Nauðsynlegt er að þjóðin setji ekki fjárfestingar í sjávarútvegi í þannig skorður að hann geti ekki áfram verið það flaggskip sem hann er í dag í alþjóðlegu samhengi. Sjávarútvegur myndi nú þegar skila samfélaginu miklum tekjum og hann ætti að fá að njóta sannmælis um það og í tengslum við allar aðrar greinar. Umræðan um veiðigjöldin á að snúast um aðferðarfræði, þannig að sjávarútvegurinn fái að dafna og skila þjóðarbúinu sem mestum tekjum. Við búum við ein fengsælustu fiskimið heims og státum okkur af besta fiski í heimi, hvorki meira né minna. Þess vegna eigum við að gefa sjávarútveginum aukin sóknarfæri, ekki skattleggja hann svo að endurnýjun sé illframkvæmanleg. Nú bendir hins vegar til að aukin sóknarfæri séu í spilunum og það má ekki síst merkja á því að nýsmíði fiskiskipa er að aukast, að vísu erlendis. Í Sölku Völku segir Halldór Kiljan Laxness; ,,Þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram allt saltfiskur en ekki draumaríngl.” Árið 2004 reyndu mislukkaðir ævintýramenn, sem sumir töldu fjár- málasnillinga sem auðvitað var tómt rugl, að telja þjóðinni trú um að Ísland yrði helsta bankaveldi heims, framtíðin fælist í því að blása bankanna út, þar væri framtíðin og það sást ekki síst á aðsókn unga fólksins sem fór í háskólanám, viðskiptafræði og lögfræði var framtíðin. Bankastjóri tók sér 48 milljón króna mánaðarlaun sem var auðvitað algjört rán, jafnvel nú 10 árum síðar sjá það allir heilvita menn. Engin þorði að mótmæla, þá varstu einfaldlega ekki að fylgjast með straumnum. Íslendingar keyptu Magzin du Nord í Kaupmannahöfn fyrir peninga sem auðvitað voru alls ekki til og þegar allt var hrunið 4 árum síðar varð einn þessara útrásarvíkinga svo óforskammaður að telja okkur trú um að hann ætlaði að endurgreiða okkur skuldina. Það eina sem þessi útrásarvíkingur hefur gert, og það eina sem hann átti auðvitað að gera, var að hverfa og láta aldrei sjá sig aftur hér á landi. Þetta er nefnt hér rétt einu sinni því ýmis teikn eru á lofti um að í sama far sé verið að koma þjóðarskútunni ef hún fær að sigla áfram stjórnlaust. Rétt eins og fyrir 10 árum síðan vil ég trúa því að skútan verði rétt af, og hér ríki friður á vinnumarkaði sem og í fjármálalífinu almennt. Fréttir um að forstjórar sumra fyrirtækja séu með allt að þrítugföld árslaun verkamanns eru hins vegar ekki líklegar til að gera mann mjög bjartsýnan. Ef verkalýðsforystan er starfi sínu vaxin á hún ekki að sitja hjá í grafarþögn. Forsætisráðherra landsins, sem árið 2008 bað Guð að blessa landið, þar sem honum tókst ekki að stjórna því er nú að verða sendiherra Íslands, verður fulltrúi Íslands á erlendum vettvangi á sama tíma og hann stendur í málaferlum gegn ríkisvaldinu vegna réttláts dóms sem hann hlaut fyrir afskiptaleysi, jafnvel getuleysi, á stjórn landsins. Skipan núverandi utanríkisráðherra í þessa stöðu vekur undrun, svo ekki sé meira sagt. Þegar þetta er skrifað í byrjun september er 15 stiga hiti og sólskin, er þá ekki rétt að vera bjartsýnn? Ég held það svei mér þá. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Lífið er saltfiskur Leiðari Hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi Símenntunarmiðstöð Vesturlands vinnur nú að undirbúningi á raunfærnimati Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvestur-kjördæmi er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í ís- lensku atvinnulífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í maí 2011. Sum- arið 2013 fóru 12 starfsmenn á vegum verkefnisins farið vítt og breytt um kjördæmið og tóku viðtöl við um 700 stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana, þar af um 100 viðtöl vup starfsfólk af erlendum uppruna. Megintilgangur viðtalanna var að kanna þörf einstaklinga og atvinnulífs fyrir menntun. Verkefnið nýtur mikils velvilja og hefur starfsfólk alls staðar fengið góðar móttökur. Bráðabirgðaniðurstöður frá síðasta sumri gefa til kynna kynna að skortur er á iðnmenntuðu fólki í kjördæminu og að þörf er á námi tengdu sjávar- útvegi, matvælaframleiðslu og þjón- ustu. Algengasta ástæða þess að fólk hættir námi er áhugaleysi, fjárhags- aðstæður og fjölskylduaðstæður en í viðtölum við erlent starfsfólk kom m.a. í ljós að meirihluti þeirra hyggst búa áfram á Íslandi næstu 5 árin og að íslenskukunnáttu þeirra er ábótavant. Skoðanakönnun á meðal fyrirtækja í kjördæminu hefur verið unnin um þörf fyrir menntun, heppilegasta námsfyrirkomulag og fleira sem snýr að eflingu menntunar í atvinnulífinu. Geirlaug Jóhannsdóttir, verk- efnastjóri tilraunaverkefnis um menntun í Norðvesturkjördæmi segir að verkefninu verði haldið áfram nú á haustdögum á vegum Háskólans á Bifröst, Símenntunarmiðstöðvanna þriggja sem starfa í kjördæminu og með aðkomu framhaldsskólanna auk fleiri aðila. Geirlaug Jóhannsdóttir hefur aðsetur hjá Stéttarfélagi Vest- urlands í Borgarnesi. „Einn liður í tilraunaverkefninu er bæta aðgengi að raunfærnimati fyrir íbúa í kjördæminu. Raunfærnimati er ætlað að meta til eininga þá færni og þekkingu sem fólk hefur öðlast í starfi og frítíma. Í árslok vonumst við til að hafa stuðlað að því að 120 einstaklingar hafi fengið færni sína metna til eininga og eigi þannig kost á að ljúka námi á skemmri tíma en ella. Í því felst mikil hvatning fyrir fólk til að halda áfram námi og ljúka því sem það er byrjað á. Símenntun- armiðstöð Vesturlands vinnur nú að undirbúningi á raunfærnimati fyrir félagsliða- og leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabraut og mun 45 einstaklingum í Norðvesturkjör- dæmi gefast kostur á að taka þátt og er áhugasömum er vísað á að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa símenntunarmiðstöðvanna. Síðast- liðið vor luku 17 þátttakendur á Sauð- árkróki raunfærnimati í fiskvinnslu og munu hefja nám í haust í fisktækni á vegum Farskólans – miðstöðvar sí- menntunar á Norðurlandi vestra og Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra í samvinnu við Fisktækniskólann. Í undirbúningi er að 25 þátttakendur af Vestfjörðum ljúki raunfærnimati í fiskvinnslu á haustmánuðum. 14 einstaklingar úr kjördæminu hafa lokið raunfærnimati í skipstjórn sem Viska í Vestmannaeyjum annaðist í samvinnu við Tækniskólann. Í haust mun 25 einstaklingum til viðbótar standa til boða að ljúka raunfærnimati í skipstjórn og annast Fræðslumiðstöð Vestfjarða þá skipulagningu. Þessu til viðbótar er fólk hvatt til að kynna sér raunfærnimat í iðngreinum á vegum Iðunnar en þar verður m.a. í boði raunfærnimat í vélstjórn og vélvirkjun ásamt ýmsum öðrum greinum,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir. Heimsóknum fjölgað til fyrirtækja „Á vegum símenntunarmiðstöðvanna hefur í tengslum við tilraunaverkefnið verið settur aukinn kraftur í svokall- aðan fræðsluerindrekstur með því að fjölga heimsóknum til fyrirtækja þar sem fjölbreytt námsframboð er kynnt og starfstengdu námi komið á í sam- ræmi við þarfir fyrirtækjanna og óskir stjórnenda og starfsfólk,“ segir Geir- laug. „Nokkur fyrirtæki og hafa bæst í hóp þeirra sem fá fræðslustjóra að láni sem greinir markvisst þarfir fyrir fræðslu innan fyrirtækjanna og útbýr í kjölfarið fræðsluáætlun sem hægt er að byggja á til framtíðar. Fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki til að kosta ráðgjöfina og ávinningurinn er umtalsverður. Haldin hafa verið fjölmörg námskeið hjá fyrirtækjum og stofnunum, s.s. lyftaranámskeið, skyndihjálparnámskeið, tölvu- námskeið, íslenskunámskeið fyrir útlendinga, starfstengd námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila og svo mætti áfram telja. Á Hólmavík og Reykhólum er t.d. að fara stað samstarfsverkefni um grunnnám fyrir skólaliða. Fjölmörg sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir eru í undirbúningi og munu fara fram á haustmánuðum. Hafi stjórnendur fyrirtækja áhuga á að koma á námi fyrir sitt starfsfólk þá eru þeir hvattir til að snúa sér til sí- menntunarmiðstöðvanna sem munu aðstoða við hönnun og skipulagningu náms, mögulega fjármögnun og við að finna hæfa einstaklinga til að kenna. Í október nk. verður haldin ráð- stefna á Ísafirði um íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Þar verða m.a. kynntar ýmsar óhefðbundnar og árangursríkar aðferðir í kennslu og um leið fjallað um samfélagslega að- lögun innflytjenda. Þessi ráðstefna verður auglýst betur á næstunni. Við hvetjum fólk til að fylgjast með tilraunaverkefninu t.d. á facebook síðunni Menntun í Norðvesturkjör- dæmi,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir verkefnastjóri. Aðsetur tilraunaverkefnisins Menntunar í Norðvesturkjördæmi er í Borgarnesi. Geirlaug Jóhannsdóttir verkefnastjóri. ,,Einn liður í tilraunaverkefninu er bæta aðgengi að raunfærnimati fyrir íbúa í kjördæminu.”

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.