Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 8

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 8
8 11. SEPTEMBER 2014 Borgarbyggð og UMSB: Samstarfssamningur um tómstundastarf Kolfinna Jóhannesdóttir sveit-arstjóri Borgarbyggðar og Sigurður Guðmundsson sam- bandsstjóri Ungmennasambands Borg- arfjarðar undirrituðu í síðustu viku samstarfssamning um tómstundastarf fyrir 6 til 16 ára börn í Borgarbyggð. Tilgangurinn með samningnum er að auka fjölbreytni í tómstundastarfi fyrir börn á grunnskólaaldri, fjölga þátttakendum í skipulögðu félags- og tómstundastarfi og að stuðla að því að vinnudagur barnanna verði sem heildstæðastur. Hlutverk UMSB sam- kvæmt samningnum verður að sjá um og skipuleggja íþrótta- og tómstunda- skóla fyrir börn í 1. – 4. bekk, starf- semi félagsmiðstöðva fyrir unglinga, sumarfjör fyrir börn í 1. – 7. bekk og vinnuskóla fyrir börn í 8. – 10. bekk. Helstu nýmæli í tómstundastarfi samkvæmt samningi þessum er stofnun íþrótta- og tómstundaskóla, sem mun taka til starfa 1. janúar 2015. Starfsemi skólans verður byggð upp í góðu samstarfi við íþróttafélögin sem halda úti æfingum fyrir börn á þessum aldri. Ætlunin er að geta boðið börnunum upp á að æfa þær greinar sem þau vilja en um leið að kynna fyrir þeim aðrar greinar sem í boði er að æfa í sveitarfélaginu. Auk íþróttaæfinga er stefnt að því að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf, svo sem leiklist, myndlist, tónlist, skáta- starf, útivist, kynningu á starfsemi björgunarsveitanna og fleira. Með stofnun skólans er leitast við að jafna tækifæri barna í sveitarfélaginu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. UMSB hefur ráðið Sigurð Guðmundsson sem tómstundafulltrúa og mun hann hefja störf 1. nóvember nk. Sigurður er með B.Sc. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur einnig menntað sig í leiðtoga- og frumkvöðlafræðum og almennum íþróttum auk þess að vera með sveinspróf í húsasmíði. Sig- urður hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Hann hefur meðal annars starfað sem lands- fulltrúi UMFÍ þar sem helstu ábyrgðar- svið hans voru framkvæmdastjórn með Landsmóti UMFÍ 50+, verk- efnin Fjölskyldan á fjallið og Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Hann skipulagði frjálsíþrótta- skóla UMFÍ sem starfræktur er fyrir 11 – 18 ára ungmenni um land allt, auk þess að sitja í Æskulýðsráði rík- isins, þar sem meðal annars er unnið að stefnumótun æskulýðsfélaga í landinu, og eiga sæti í starfshópi á vegum mennta- og menningarmála- ráðuneytisins um frístundaheimili. Samningurinn undiritaður. Landsnet fagnar stefnu­ mótun í lagningu raflína „Landsnet hefur beðið eftir stefnumótun stjórnvalda í þessum málum í um sjö ár og það er von okkar að þetta nái fram að ganga,“ segir Þórður Guðmunds- son, forstjóri Landsnets, um drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda í lagningu raflína, sem nú liggur frammi til umsagnar á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytisins. Þar eru sett fram viðmið og meginreglur sem leggja beri til grundvallar við uppbyggingu á dreifi- og flutningskerfi raforku, m.a. að því er varðar álitamál um hvenær skuli leggja raflínur í jörð og hvenær skuli reisa loftlínur. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, hyggst á komandi haustþingi leggja fram umrædda þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um lagningu raf- lína og fagnar forstjóri Landsnets því að fá skýrar leikreglur um hvernig fyrirtækið skuli bera sig að í þessum efnum. Samhliða þingsályktunar- tillögunni verður lagt fram frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003, þar sem kveðið verður með ítarlegum hætti á um hvernig standa skuli að gerð kerfisáætlunar um uppbyggingu flutningskerfis raf- orku, en drög að því voru lögð fram til umsagnar fyrr í sumar. Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða Skref í áttina að betra afhendingar- öryggi raforku á Vestfjörðum var stigið fyrir skemmstu þegar iðnað- arráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Vestlendingar hljóta að samfagna Vestfirðingum af þessu tilefni. Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok. „Það er von okkar að þessi ver- kefni skili verulega bættu ástandi í raforkumálum,“ sagði Þórður Guð- mundsson, forstjóri Landsnets þegar nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði var tekið í notkun við athöfn vestra í dag af iðnaðarráð- herra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Framleitt er mun minna rafmagn á Vestfjörðum en þar er notað og eina tenging svæðisins við byggðalínu- hringinn er um svokallaða Vesturlínu. Afhendingaröryggi raforku hefur ekki verið ásættanlegt vestra og hefur það verið forgangsmál hjá Landsneti á undanförnum misserum og árum að bæta þar úr. Þegar hefur verið komið fyrir sér- stökum fjarvörnum á öllum línum Landsnets á Vestfjörðum sem dregur úr líkum á umfangsmiklu straumleysi og auðveldar bilanaleit. Endurbætur hafa farið fram á Tálknafjarðarlínu, bæði í sumar og fyrrasumar, og bygging varaaflsstöðvar í Bolungarvík er langt komin þar sem hægt verður að framleiða allt að 11 megavött (MW) inn á svæðiskerfið með sex díselvélum. Heildarkostnaður við byggingu nýja tengivirkisins og jarð- strengslagnir er um hálfur milljarður króna og kostnaður við varaflsstöðina í Bolungarvík um einn og hálfur millj- arður króna. Þessar framkvæmdir eru með þeim stærri hjá Landsneti á árinu en alls námu framkvæmdir í flutn- ingskerfinu, til að auka enn frekar gæði og afhendingaröryggi raforku til almennings og fyrirtækja, um sjö milljörðum króna í fyrra. Á þessu ári er varið heldur lægri upphæð í fjár- festingar í meginflutningskerfinu og svæðisbundnum kerfum Landsnets í öllum landsfjórðungum, eða fimm milljörðum króna, og er helsta skýr- ingin sú að framkvæmdir eru ekki hafnar við Suðurnesjalínu 2. Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets og Kristján Haraldsson forstjóri Orkubús Vestfjarða óska hvor öðrum til hamingju eftir að iðnaðarráðherra lýsti nýtt tengivirki Landsnets og OV formlega komið í rekstur. Samgöngusafnið í Brákarey geymir fágæta dýrgripi Fornbílafjelag Borgarfjarðar heldur úti Samgöngusafni í Brákarey í Borgarnesi. Þar má sjá bíla á öllum aldri, sumir í frábæru ástandi eftir að hafa verið gerðir al- gjörlega upp, aðrir bíla þess að verða gerðir upp og komast sem næst því ástandi sem þeir voru nýir. Þarna eru ekki bara fólksbílar, heldur einnig vörubílar, pallbílar sem voru í eigu Kaupfélags Borgfirðinga og rúta sem var í áætlunarakstri hjá Sæmundi. Það er afar merkilegt að kíkja inn í hana, skoða bílstjórasætið og mælaborðið en ekki síður sætin í henni sem eru eins og það hafi aldrei neinn setið í þeim. Samgöngusafnið í Brákarey er hreinn gullmoli. Engin smá rokkur í þessum, en kannski ekki heppilegur í dag ef miðað er við bensínverð. Al Capone hefði verið stoltur að keyra í þessum um götur Chicago. Líklega Lincoln 1938. Ford 1938, fágætur bíll sem margir vildu eiga.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.