Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 9

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 9
911. SEPTEMBER 2014 Geitfjársetrið að Háafelli á Hvítársíðu - virðingarvert framtak til að viðhalda íslenska geitfjárstofninum Geitur hafa fylgt Íslendingum frá landnámi eins og sést á örnefnum víða um land. Um miðja 20. öld lá við að stofninn þurrkaðist út en síðan þá hefur verið reynt að viðhalda honum og í árslok 2012 taldi íslenski geitastofninn 818 dýr og telst því í útrýmingarhættu en okkur Íslendingum er einfaldlega skylt að vernda þennan stofn. Ekki bara vegna þess að við erum skuldbund- inn af alþjóðlegum samningum að vernda dýr í útrýmingarhættu heldur ætti okkur að vera það einnig ljúft að varðveita þennan hluta af okkar sögu og menningu. Að auki búa geitur yfir verðmætum afurðum sem hægt er að vinna svo sem mjólk, þel, kjöt og skinn. Ábúendur á Háafelli í Hvítársíðu hafa ræktað geitur í meira en tvo áratugi og hýsa nú rúmlega fimmtung stofnsins. Ábúendur á Háafelli eru Jóhanna B. Þorvaldsdóttir og Þorbjörn Oddsson og eru þau með um 400 geitur, eða um helming geitfjárstofnsins. Hafin er undirskriftasöfnun til að skora á íslensk stjórnvöld að bjarga íslensku geitinni en geitfjárbúið að Háafelli fer á uppboð verði ekki hægt að semja eða bankann. Þarna hefur ótrúlegur fjöldi fólks, hátt í 79 þús- und manns, allsstaðar að úr heim- inum, s.s. Íslandi, Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Evrópulöndum, Nýja-Sjálandi, Indlandi, Suður-Afríku, Brasilíu, Bahamas o.fl., skrifað nafn sitt. Þessu ber að fagna og það ýtir undir væntingar um að geitfjárstofn- inn komist í náinni framtíð úr útrým- ingarhættu. Geitur hafa fylgt landinu lengi, það má m.a. sjá á bæjarnöfnum. Bærinn Geitaberg er á Vesturlandi, í Svínadal, og þar er Geitabergsvatn. Á Hvammstanga er m.a. veitingastaður sem heitir Geitafell og í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu er bærinn Geitafell. Geiturnar ganga flestar saman, og fjær má sjá nokkurn hóp. „Svæðisgarðurinn Snæfellsnes er í raun sóknaráætlun og samvinnuvettvangur fyrir svæðið í heild“ -segir Ragnhildur Sigurðardóttir, nýráðin framkvæmdastjóri Svæðisgarðs Snæfellsnes Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður í aprílmánuði 2014 af sveitarfélögum og félagasam- tökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Hlut- verk hans er að vera vettvangur fjölþætts samstarfs með áherslu á að nýta sérstöðu svæðisins við uppbyggingu fjölbreyttara atvinnulífs og þjónustu.Gera gott betra. Bæta lífsgæði núverandi íbúa og laða nýja íbúa að. Sérstaklega er horft til unga fólksins. Svæðisskipulagsnefnd sveitar- félaganna á Snæfellsnesi hefur auglýst tillögu að svæðisskipulagi fyrir Snæ- fellsnes. Í tillögunni, sem samanstendur af greinargerð auk umhverfisskýrslu, er sett fram stefna um byggðar- og atvinnu- þróun á Snæfellsnesi sem miðar að því að atvinnulífið, þekkingargeirinn og samfélagið nýti sér í auknum mæli þau verðmæti sem felast í náttúru- og menn- ingarauði Snæfellsness og að skipulag og mótun byggðar og umhverfis taki mið af honum. Þannig styrki áætlunin staðaranda og ímynd Snæfellsness og efli atvinnulíf og byggð á svæðinu. Svæðis- skipulagstillagan liggur frammi til sýnis hjá oddvitum Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar og á skrifstofum Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og hjá Skipulags- stofnun á Laugavegi 166 í Reykjavík til 20. október 2014. Tillagan er einnig til sýnis á vefsíðum sveitarfélaganna og á vefnum svaedisgardur.is . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gef- inn kostur á að gera athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna. Ragnhildur Sigurðardóttir um- hverfisfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness en alls bárust 23 umsóknir um starfið. Ragnhildur býr á Álftavatni í Staðarsveit í Snæfellsbæ, með eigin- manninum, Gísla Erni Matthíassyni, og þremur börnum,þar sem þau starfrækja sauðfjárbú. Hún er með mastersgráðu í umhverfisfræðum frá Landbúnaðarhá- skóla Noregs og hefur sl. 14 ár gegnt starfi lektors við umhverfisdeild Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Ragnhildur hefur stýrt margvíslegum þróunar- og nýsköpunarverkefnum í er- lendu sem innlendu samstarfi, tengdum fræðslu og umhverfismálum, atvinnu- uppbyggingu í dreifbýli, menningar- landslagi o.fl. „Ég hef tekið þátt í þeirri undirbún- ingsvinnu sem fram hefur farið á Snæ- fellsnesi s.l. ár, m.a. sem varaformaður svæðisskipulagsnefndar og fæ þar smá forgjöf við mótun á næstu skrefum. En nú liggur fyrir að stækka þann hóp sem veit og skilur hvaða tækifæri felast í svæðisgarði, fá sem flesta til að koma um borð í þennan bát því ef allir róa í sömu átt miðar okkur betur áfram. Það er með söknuði sem ég kveð Landbún- aðarháskóla Íslands og Hvanneyri eftir 16 ára starf. Það eru þegar farin af stað samvinnuverkefni, m.a. tvö nemenda- verkefni í tengslum við svæðisgarðinn, þannig að samstarfið heldur áfram þó með öðrum formerkjum sé. En það verður spennandi að fá að vinna heima á Snæfellsnesi. - Hafa konur meiri áhuga á umhverfis- málum, menningu, fjölbreyttara at- vinnulífi og fleiru? „Þetta er umhugsunarvert. Meðal þeirra sem ég mun vinna mikið með eru kraftmiklar konur sem vinna að upplýsinga- og markaðsmálum í þéttbýl- iskjörnunum á norðanverðu Snæfells- nesi. Í störfum í landbúnaði, fiskvinnslu og útgerð á Snæfellsnesi er meirihlutinn karlmenn, ekki síst í stjórnunarstörfum. Allir bæjar-/sveitarstjórar á svæðinu eru núna karlmenn. Í undirbúnings- vinnunni hingað til hafa bæði kynin tekið þátt og mitt mat er að á Snæfells- nesi viljum við öll sjá blómlegar byggðir, nærandi samfélag og öflugt atvinnulíf á sjálfbærum grunni. Ef við hugsum allt Snæfellsnes sem eitt atvinnusvæði er auðveldara að fá hjón til að flytja til okkar, að bæði fái vinnu. Ungar konur er mjög mikilvægar fyrir vöxt samfé- laga, það sér hver maður og það er þá samfélaginu öllu í hag að búa vel að þeim. Reyndur sveitarstjórnarmaður í Noregi sagði einu sinni að ungar konur væri mikilvægari fyrir byggðaþróun þar í landi en Golfstraumurinn.Ungt fólk mun líka þyrpast á Snæfellsnes þegar það áttar sig á hversu gott er að ala upp börn hér og hversu margir möguleikar eru fyrir útivist og hreyfingu. Þarna, eins og á flestum sviðum, fara hagsmunir kynjanna saman og samvinna er leiðin. - Kemur starfsemi Svæðisgarðs Snæfells- nes til að skarast við starfsemi annarra félaga eða stofnanna sem hafa verið að vinna að svipuðum verkefnum fram til þessa, kannski tímabundnum? „Alveg örugglega. En með samstarfi stillum við vonandi saman strengina. Svæðisgarðurinn er langtímaverkefni og farvegur fyrir mörg stór og lítil ver- kefni. Til þess að ná stórum langtíma- markmiðum þarf að byggja á því sem fyrir er, en einnig að virkja fleiri, m.a. unga fólkið. Sem dæmi um áhugaverð verkefni má nefna göngu- og hjólastíga og aukið samstarf milli atvinnugreina á sviði ferðaþjónustu.Að veitingastaðir og verslanir á Snæfellsnesi bjóði í auknum mæli upp á mat úr héraði, og einnig að fólk geti tekið heim með sér bragðprufur úr Snæfellsku matarkist- unni, bæði úr sjó, ám og af landi.. Blómlegt félagslíf í Staðarsveit - Þegar fjölskyldan er ekki bundinn við bústörf eða aðra vinnu, eru það þá ein- hver áhugamál eða tómstundastörf sem fá einhvern sess í ykkar lífi? „Hjá manninum mínum er það fyrst og fremst búskapurinn sem á hug hans allan og alls kyns stúss í kring um sauðfé og fjárhundinn á bænum. Stundum grípur hann veiðistöngina og rennir fyrir fisk eða fer með byssuna og kemur heim með fugl. Við erum bæði svo heppin að vera í fjölbreyttum störfum sem við höfum mikinn áhuga á. Við eigum þrjú börn sem við fáum að vera mikið með. Félagslífið í sveitinni er kraftmikið og nú fer að fara í gang vetrardagskrá svona þegar göngur og réttir eru afstaðnar. Hér er leshringur, badmintonæfingar, Ungmennafé- lagið stendur fyrir gönguferðum og vatnasundi, karlakórinn Heiðbjört og kirkjukórinn syngja svo eitthvað sé nefnt.Svo er ekki langt að fara í þétt- býliskjarnana á norðanverðu Snæfells- nesi þar sem fjölbreytnin er enn meiri. Hér er því blómlegt félagslíf þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og ef eitthvað vantar þá er bara að koma því af stað,“ segir Ragnhildur Sigurðardóttir. Ragnhildur Sigurðardóttir. Snæfellsjökull er aðal kennileiti svæðisins og um leið stolt íbúanna. Framtíðin kemur ekki bara, við sköpum hana. Við viljum hafa áhrif á byggðaþróun á Snæfellsnesi með því að marka og festa í sessi sameiginlega framtíðarsýn og stefnu sveitarfélaganna fimm, um umhverfi, atvinnu- líf og þekkingu á svæðinu. Nú liggur þessi stefna fyrir í fyrsta sinn, í svæðisskipulagi, og var unnin í nánu samstarfi við íbúa og fulltrúa úr atvinnulífinu. Stefnan er lifandi plagg og við munum halda áfram að vinna að henni, saman, og móta framtíðina, í gegn um þennan farveg, svæðisgarð, sem búinn hefur verið til. Snæfellsnes er vel afmarkað landfræðilega og sóknar- færin eru mörg. Nú höfum við Snæfellingar búið til langtíma farveg fyrir sam- starf sveitarfélaganna fimm, atvinnulífs , félagasam- taka og íbúa og því ber að fagna. Svæðisgarðar (reg- ional parks) eru algengir í mörgum löndum þó að þetta sé fyrsti íslenski svæðisgarð- urinn og þangað sækjum við þekkingu og reynslu. Kiðaskinn – vallhumall o.fl. girnilegt.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.