Vesturland - 11.09.2014, Page 10

Vesturland - 11.09.2014, Page 10
10 11. SEPTEMBER 2014 Dagvistun við Brekkubæjarskóla til mikillar fyrirmyndar Margir foreldrar barna í Brekkubæjarskóla á Akra-nesi nýta sér dagvist við skólann fyrir börnin sín í íþróttahús- byggingunni eftir að kennslu lýkur um 13:30 síðdegis. Börnin dvelja þar mislengi, fer eftir því hvenær for- eldrar koma og sækja þau, en lengst geta þau verið til kl. 17:00. Börnin virtist afar sátt við tilver- una þegar dagvisin var heimsótt fyrir skömmu, allir fundu sér eitthvað að dunda við, spila, föndra eða bara fá sér brauð og drykk með, hungrið gerir vart við sig á öllum tímum dagsins. Flest eru börnin í dagvistinni úr 1. bekk, en svo dregur úr fjöld- anum eftir því sem ofar dregur upp í 4. bekk. Fyrirkomulagið þarna er til mikillar fyrirmyndar, einfalt en árangursríkt. Þessir knáu strákar voru að seðja hungur sitt eftir að hafa verið í fóltbolta. VELKOMIN. Þetta föndraða skilti blasir við þegar komið er inn í skóla- bygginguna. Færri komust að en vildu í fótboltaspil. Landnámssýningin í Borgarnesi er mikill fróðleikur um forna tíma Landnámssetrið í Borgarnesi er afar skemmtilegt og fróðlegt að skoða. Þar er boðið upp á margs konar afþreyingu og skemmtun auk þess sem á staðnum er góður veitinga- staður. ÍÍ hádeginu er á boðstólum hollustusúpa, nýbakað brauð og góð, holl og næringarrík salöt, tilvalið fyrir vinnandi fólk eða þá sem eiga leið um Borgarnes. Þeir sem heimsækja Land- námssýninguna - sýningu um Landnám Íslands, Egilssögusýninguna, á merka sögustaði Egilssögu, fá 30 mín hljóðleið- sögn á tólf tungumálum og barnarás. Landnámssetrið býður einnig upp á leiðsögn um sögustaði Egilssögu, og er lengd ferðar eftir samkomulagi. Á sögulofti á Landnámssetrinu eru oft leiksýningar og þegar komið er inn á safnið tekur við afar skemmtileg gjafa- vöruverslun. Sjón er sögu ríkari. Minningu laugaferða Guðrúnar Ósvífursdóttur haldið á lofti Í Laxdælu er sagt frá því að Guð-rún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á Laugum í Sæl- ingsdal. Í Sturlungu er getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð. Talið er að laugin hafi eyðilagst í skriðu- hlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti. Laugin er opin allt árið og er frítt í hana. Guðrúnarlaug í Sælingsdal. Blygðunarhús var reist þar skammt ofan við svo alls velsæmis sé gætt við baðferðir.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.