Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 12

Vesturland - 11.09.2014, Blaðsíða 12
bifrost.is Háskólinn á Bifröst óskar eftir að ráða aðstoðarfólk við yfirsetu prófa. Aðstoðarfólk óskast við Háskólann á Bifröst • Í starfinu felst að sitja yfir nemendum í prófi og sjá til þess að prófareglum sé fylgt eftir. Helstu verkefni • Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar gefur Sandra Björk Jóhannsdóttir prófstjóri, sími: 899 8242, netfang: profstjori@bifrost.is Aðrar upplýsingar Hæfniskröfur • Stundvísi, jákvæðni, hæfni í mannlegum samskiptum og heiðarleiki. Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla. 11. SEPTEMBER 201412 Þjóðleikhúsið beinir athyglinni að konum - öll frumsýnd verk í vetur verða íslensk Þjóðleikhúsið býður upp spennandi leikár þar sem öll frumsýnd verk verða íslensk. Kastljósinu verður varpað sérstaklega á konur og baráttusögur þeirra við ólíkar aðstæður, en líka karlmanninn, raunir hans og dáðir. Að auki verða kynnt nú- tímaleg dansleikhúsverk og síðast en ekki síst er börnum á öllum aldri boðið upp á fjölbreytt úrval leiksýninga. Verkefni vetrarins eru afar fjölbreytt og meðan sum eru frumsamin frá grunni sækja önnur innblástur í bók- menntaverk sem þegar hafa snert taug í þjóðarsálinni og eiga erindi. Í fyrsta sinn í sögu Þjóðleikhússins er boðið upp á heilt leikár þar sem innlend leikritun er allsráðandi, en öll verk sem frumsýnd eru, eru íslensk. Sum leikverkin eru frumsamin, önnur sækja inn blástur til bókmenntaverka sem þegar hafa snert streng í þjóðarsálinni, en öll eiga þau við okkur brýnt erindi, hvert á sinn hátt. Við fjöllum um Ísland og Íslendinga og köfum djúpt í þjóðarsálina, skoðum sjálfsmynd, hugmyndaheim og þroskasögu þjóðarinnar í nútíð og fortíð. Við beinum kastljósinu sérstaklega að konum og baráttu­ sögum þeirra við ólíkar aðstæður, en líka karl mann­ inum, raunum hans og dáðum. Við ferðumst um allan tilfinningaskalann, niður í djúpa dali og upp í hæstu hæðir, og skemmtum okkur. Við kynnum að auki nútímaleg dansleikhúsverk og síðast en ekki síst bjóðum við upp á fjölbreyttar sýningar fyrir börn á öllum aldri, á ýmsum leiksviðum. Verið velkomin í Þjóðleikhúsið, til að njóta með okkur íslenska vetrarins, eins og hann birtist okkur, með allri sinni mýkt og hörku, myrkri, ljósi og litadýrð! Gakktu í hamarinn og leyfðu töfrunum að taka völdin. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri ÍSLENSKUR VETUR Í ÞJÓЭ LEIKHÚSINU SPENNANDI OG FJÖLBREYTT LEIKÁR KARITAS eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Seiðandi verk um ástir og örlög, og löngunina til að hlýða kalli listagyðjunnar í hörðum heimi. Leikstjórn: Harpa Arnardóttir Leikarar: Brynhildur Guðjónsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Kristbjörg Kjeld og fleiri FÍLL eftir Brynhildi Guðjónsdóttur Nýtt íslenskt leikrit sem kemur á óvart, um tilfinningalega óreiðu, fíla og menn. Leikstjórn: Marta Nordal Leikarar: Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Edda Arnljótsdóttir og fleiri LOKI eftir Hugleik Dagsson Nýr söngleikur þar sem norræn goðafræði birtist okkur með augum Hugleiks Dagssonar Leikstjórn: Selma Björnsdóttir Tónlist: Sigurjón Kjartansson Leikarar: Stefán Karl Stefánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eggert Þorleifsson og fleiri SEGULSVIÐ eftir Sigurð Pálsson Nýtt leikverk eftir eitt af okkar fremstu leikskáldum, um unga konu í áfalli. Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir og fleiri SVARTAR FJAÐRIR eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur Nýtt dansleikhúsverk byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar. Danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir Leikarar/dansarar: Sigríður Soffía Níelsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og fleiri KONAN VIÐ 1000° eftir Hallgrím Helgason Ótrúleg ævi einstakrar konu sem upplifði umrót og hörmungar tuttugustu aldarinnar víða um lönd og endaði ævina í íslenskum bílskúr. Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir Leikarar: Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og fleiri SJÁLFSTÆTT FÓLK HETJUSAGA eftir Halldór Laxness Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson tekst á við Sjálfstætt fólk, eftir magnaða uppfærslu á Englum alheimsins. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir og fleiri FJALLA–EYVINDUR eftir Jóhann Sigurjónsson Eitt magnaðasta verk íslenskra leikbókmennta í uppsetningu Stefans Metz, leikstjóra Eldraunarinnar. Leikstjórn: Stefan Metz Leikarar: Gísli Örn Garðarsson og fleiri ÆVINTÝRI Í LATABÆ söngleikur eftir Magnús Scheving, Ólaf S.K. Þorvaldz og Mána Svavarsson Íbúar Latabæjar lenda í nýjum og æsispennandi ævintýrum á Stóra sviði Þjóðleikhússins! Leikstjórn: Magnús Scheving og Rúnar Freyr Gíslason Leikarar: Stefán Karl Stefánsson, Melkorka Davíðsdóttir Pitt, Dýri Kristjánsson og fleiri ÁSKRIFTARKORT 14.500 kr. Fjórar nýjar sýningar Bestu sætin á okkar besta verði. Þín föstu sæti á sýningar á Stóra sviðinu, leikskrá og kaffibolli á hverri sýningu. UNGMENNAKORT 9.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali, fyrir 25 ára og yngri LEIKHÚSKORTIÐ 11.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali FRUMSÝNINGARKORT 23.000 kr. Fjórar frumsýningar á Stóra sviðinu KÚLUKORT 5.500 kr. Þrjár sýningar í Kúlunni og á Brúðuloftinu ÁRSKORT Tryggðu þér þitt sæti á sýningar vetrarins. GJAFAKORT Gjafakort Þjóðleikhússins er ávísun á upplifun, töfrastund sem gleymist seint. NÝR VALKOSTUR BARNASÝNINGAR ÆVINTÝRI Í LATABÆ SEPTEMBER LITLI PRINSINN SEPTEMBER SÖGUSTUND MEÐ BERND SEPTEMBER UMBREYTING OKTÓBER FISKABÚRIÐ NÓVEMBER LEITIN AÐ JÓLUNUM NÓVEMBER HÆTTUFÖR Í HULIÐSDAL DESEMBER KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL JANÚAR KUGGUR & LEIKHÚSVÉLIN FEBRÚAR FETTA BRETTA MAÍ SAMSTARFSSÝNINGAR HAMSKIPTIN SEPTEMBER LEITIN AÐ JÖRUNDI OKTÓBER OFSI NÓVEMBER VIVID DESEMBER SVARTAR FJAÐRIR MAÍ MÓÐURHARÐINDIN VOR WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is WWW.LEIKHUSID.IS Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Söngleikur eftir Magnús Scheving, Ólaf S.K. Þorvaldz og Mána Svavarsson SEPTEMBER STÓRA SVIÐIÐ OKTÓBER STÓRA SVIÐIÐ APRÍL KASSINN FEBRÚAR STÓRA SVIÐIÐ FEBRÚAR KASSINN MAÍ STÓRA SVIÐIÐ DESEMBER STÓRA SVIÐIÐ APRÍL STÓRA SVIÐIÐ SEPTEMBER KASSINN Þjóðleikhúsið verður með mjög athyglisverða og metnaðarfulla dagskrá sem ætti að getað höfðað til allra aldurshópa. Sýningar við allra hæfi í Borgarleikhúsinu Borgarleikhúsið er með mjög metnaðarfullar leiksýningar á komandi leikári, eins og reyndar oftast, eða jafnvel alltaf áður. Vestlendingar ættu því að getað fundið eitthvað við sitt hæfi á fjölum Borg- arleikhúsins. Frumsýningar verða á nokkrum leikverkum auk þess sem sýningar verða teknar upp á leikritum sem sýnd voru á síðasta leikári. Billy Elliot verður frumsýnt í mars, Lína Langsokkur í september, Beint í æð í október, Dúkkuheimili í desember og Kenneth Máni í september. Lína langsokkur Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vand- ræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjón- arhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað. Astrid Lindgren höf- undur Línu langsokks er einn ástsæl- asti barnabókahöfundur allra tíma en hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka. Beint í æð Hvað myndir þú gera ef þú værir hátt- settur læknir við stærsta sjúkrahús höfuðborgarinnar á leiðinni að flytja fyrirlestur ársins á norrænni lækna- ráðstefnu, nokkuð sem gæti fært þér yfirlæknisstöðu, fálkaorðu og fleiri eft- irsóknarverðar vegtyllur - þegar á vett- vang mætir, án þess að gera boð á undan sér, illa fyrirkölluð fyrrum kærasta á besta aldri ásamt afleiðingunum af ástarfundum ykkar nákvæmlega 18 árum og 9 mánuðum áður? Er þetta ekki ávísun á ógnarklúður? Jón Borgar, vellukkaður og vel- kvæntur tauga- sérfræðingur hefur séð það svart um sína daga. En dagleg glíma hans með skurðhnífinn, þar sem hárs- breidd skilur jafnan milli lífs og dauða, reynist hreinasti barnaleikur í saman- burði við það sem hann á í vændum. Borgarleikhúsið hefur áður sýnt gam- anleiki Ray Cooney við gríðarlegar vinsældir og met- aðsókn, Viltu finna milljón? og nú síðast Nei, ráðherra! sem gekk í tvö leikár á Stóra sviðinu. Lína langsokkur.Beint í æð.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.