Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 9

Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 9
923. Október 2014 Íslenska sjávarútvegssýningin: Skaginn og 3X-Technology hlutu verðlaun Íslenska sjávarútvegssýningin sem haldin var í Kópavogi í lok sept-embermánaðar dró að sér margaa gesti enda margt að skoða. Skaginn á Akranesi var þar með bás í sam- starfi við 3X-Technology á Ísafirði, en þetta eru samstarfsfyrirtæki. M.a. kynnti Skaginn nýtt kælikerfi fyrir fisk sem gerir það að verkum að ís verður óþarfi um borð í ískfiskskipum. Það er óneitanlega mikil bylting, gæði hráefnisins aukast og líftíminn eykst. Mikill ís í stórum körum getur valdið skaða á hráefninu, það getur marist og þar með dregið úr gæðum þess áður en það kemst í hendur neytendanna. Á sýningunni hlutu Skaginn og 3X-Technology hlutu verðlaun fyrir að vera frábær íslenskur birgir og HB-Grandi hlaut verðlaun sem framúrskarandi íslensk fiskvinnsla. Auk fiskvinnslu á Akranesi er HB- Grandi með fiskvinnslu í Reykjavík og á Vopnafirði. skóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri óháðum aðilum. Við höfum aldrei ef- ast um færni og einurð þeirra tuga vís- indamanna sem koma að umhverfis- vöktun á nágrenni álvers Norðuráls. Hins vegar hafa þeir vissulega þurft að þola að bornar séu brigður á trúverð- ugleika starfa þeirra. Faxaflóahafnir fengu á síðasta ári teymi sérfræðinga til að gera úttekt á mengunarmælingum á stóriðjusvæðinu við Grundartanga. Niðurstöðurnar sýna að störf fyrr- greindra vísindamanna eru fyrsta flokks og gefa góða mynd af áhrifum fyrirtækjanna á umhverfi sitt. Þær sýna að rétt hefur verið staðið að mælingum og að niðurstöður þeirra eru réttar. Jafnframt kemur fram að þær kröfur sem gerðar eru til álvera hér á landi eru meðal þeirra ströngustu í heimi.“ - Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það til fyrirmyndar að erfitt sé að lesa skýrslur um umhverfisvöktun sér til gagns? „Ábendingar um framsetningu í skýrslum eru vel þegnar og hægur vandi er að koma þeim á framfæri, enda er tilgangurinn sá að fólk geti nýtt sér upplýsingarnar og haft af þeim gagn. Skýrsla Umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga og allar sérfræðiskýrslur eru aðgengilegar á heimasíðu Norðuráls www. nordural. is.“ - Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það til fyrirmyndar að ekki sé til við- bragðsáætlun vegna mengunarslysa í iðjuverinu? „Viðbragðsáætlun Norðuráls á Grundartanga tekur til hugsanlegra mengunarslysa.“ - Finnst forsvarsmönnum Norðuráls það til fyrirmyndar að auka álfram- leiðsluna og þar með losun flúors þó iðjuverið starfi í blómlegu landbúnað- arhéraði? „Okkur hjá Norðuráli er vel ljóst að við erum stórt fyrirtæki á viðkvæmu svæði. Starfsemin er viðamikil og þarf mikið olnbogarými. Við erum líka meðvituð um að það eru ekki allir sáttir við staðsetninguna og áhrifin. Við getum ekki breytt staðsetningunni - augljóslega. Hins vegar getum við sýnt metnað og vilja til að lágmarka áhrifin. Það höfum við lagt áherslu á og munum kappkosta áfram. Rann- sóknir sýna að starfsemi Norðuráls er ekki skaðleg umhverfinu og ekkert sem bendir til að starfsemin verði það eftir að stækkunin hefur farið fram.“ Viðbrögð Umhverfis- vaktarinnar Umhverfisvaktin sendi VESTUR- LANDI viðbrögð við svörum Norður- áls og segir þar; Í spurningu 5 í svörum Norðuráls segir: „Áhrif flúors á bú- fénað hafa verið rannsökuð í tugi ára og eru vel þekkt. Á grundvelli þeirra rannsókna hafa viðmið um magn flú- ors í fóðri verið sett. ” Umhverfisvaktin óskar eftir því að fá þessar rannsóknir um áhrif flúors á búfénað afhentar. Umhverfisvaktin hefur ítrekað bent á að viðbragðsáætlun vegna mengunar- slysa í iðjuverinu sé ekki fyrir hendi. Í svari Norðuráls við spurningu 9 er vísað til þess að viðbragðsáætlun Norðuráls taki til hugsanlegra meng- unarslysa. Umhverfisvaktin óskar eftir því að fáviðbragðsáætlunina svo hægt sé að sjá hvernig hún snýr að íbúum Hvalfjarðar. Samstaða á Alþingi um forgangs- röðun í þágu umferðaröryggis Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf fyrir skömmu sérstaka umræðu um umferðaröryggismál á Alþingi. Kom þar fram að kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa væri mikill, bæði félagslega og fjárhagslega. Á síðasta ári létust 15 í umferðinni, 177 slösuðust alvarlega og 1040 minniháttar eða 1232 einstaklingar. Á sama tíma urðu 12.300 manns fyrir áfalli, þ. e. aðstandendur þessara einstaklinga. Útreikningar sýna að þetta eru á milli 40 og 50 milljarðar króna í peningum fyrir utan samfélags- lega þáttinn sem slysin kosta. Almenn samstaða var meðal þing- manna að auka þyrfti fjármagn til samgöngumála með áherslu á um- ferðaröryggi og að það mætti gera með aukinni forgangsröðun við gerð fjárlaga og nýrra leiða í fjármögnun, til dæmis í samvinnu við einkaaðila og lífeyrissjóði. Þá voru líka til umræðu aðgerðir í umferðaröryggismálum sem þyrftu ekki að kosta mikið eins og betri umferðarmerkingar og aukið eft- irlit með því að flytja umferðareftirlit Samgöngustofu til lögreglunnar, en það myndi margfalda sýnileika lög- reglu. bílaumferð er víða mikil, einnig í fámennari byggðarlögum. Vegna fram- kvæmda á borgarfjarðarbrú í sumar myndast þar stundum mikil umferð- arteppa. Hefði ekki mátt vera með þessar framkvæmdir á öðrum árstíma? ASÍ tilnefnir ekki fulltrúa í verðlagsnefnd búvara ASÍ telur að í kjölfar dóms Samkeppnisráðs vegna mjólk-urafurða á hendur Mjólkur- samsölunni vegna meintra brota MS að þrátt fyrir að ASÍ hafi átt fulltrúa í verðlagsnefnd búvara megi ekki skilja sem svo að Alþýðusambandið telji nú- verandi fyrirkomulag heppilegt til að ná markmiðum um lægra vöruverð til neytenda. ASÍ varaði við viðtækum undanþágum frá samkeppnislögum við undirritun samnings um starfsskil- yrði mjólkurframleiðslu árið 2004. Á þau varnaraðarorð var ekki hlustað og meirihluti Alþingis samþykkti undan- þágurnar. ASÍ stóð því frammi fyrir erf- iðu vali. Áttu samtökin að hafna því að taka þátt í starfi verðlagsnefndarinnar eða að taka þátt í starfi nefndarinnar og reyna að gæta hagsmuna neytenda innan þess gallaða kerfis sem Alþingi hafði ákveðið. Niðurstaðan varð sú að taka þátt í starfi nefndarinnar og gæta hagsmuna neytenda innan hennar. Í ljósi aðstæðna hefur ASÍ ekki séð sér fært að tilnefna fulltrúa í verðlags- nefnd búvara undanfarin misseri eða fyrr en fyrir liggur úttekt á núverandi kerfi sem unnið er að. Ummæli Guðna Ágústssonar um verðlagningu búvara er með öllu óskiljanleg og langt frá öllum sannleika. Verðlagningu breytt með- an deila er óútkljáð Í yfirlýsingu frá MS segir m.a. : „Verð á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli verður hið sama frá og með mánudeg- inum 29. september í öllum viðskiptum MS hvort sem um er að ræða sölu til óskyldra aðila eða miðlun á mjólk til fyrirtækja í framleiðslusamstarfi með MS. Um er að ræða varúðarráðstöfun, sem gildir meðan á áfrýjunarferli stendur eftir ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins, sem kynnt var í síðustu viku. Í henni felst engin viðurkenning á niðurstöðu eftirlitsins í málinu sem verður vísað til til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Kjarni málsins er deila um með hvaða hætti búvörulög heimila fyrirtækjum í nánu eigna- og framleiðslusamstarfi að miðla á milli sín verðmætum þegar þau stilla saman framleiðslukerfi sín til að ná fram hámarkshagræðingu. Á grundvelli búvörulaganna 2004 hafa Mjólkur- samsalan, Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfélög gert þetta með því að miðla hráefni milli sín á innkaupsverði án álagningar. Um þetta er nú deilt eftir að fram kom ný túlkun Samkeppnis- eftirlitsins á búvörulögum, sem hafa verið í gildi hér í 10 ár. Meðan ekki hefur verið skorið úr um gildi þessarar nýju túlkunar hafa fyrirtækin ákveðið að nota ekki þetta fyrirkomulag og gera upp þetta sam- starf á öðrum sviðum framleiðslu einstakra mjólkurafurða, geymslu og dreifingu þeirra en í verðlagningu á mjólk. Þetta er gert í varúðarskyni vegna réttarstöðu á tímabili áfrýjun- arinnar. Þetta þýðir að á meðan málinu stendur verður reikningsfært hráefnis- verð milli aðila í samstarfinu hið sama og til óskyldra aðila sem standa utan samstarfs. Það verð er í samræmi við ákvörðun verðlagsnefndar búvöru um verð fyrir ógerilsneidda mjólk í lausu máli sem tók gildi 1. apríl 2014. Inni- falið í því verði er hlutdeild í áföllnum kostnaði við flutning og dreifingu, rannsóknir, gæðaeftirlit og sameig- inlegan kostnað. Þetta verð gildir frá og með mánudeginum 29. september 2014 í öllum viðskiptum MS á þessum markaði. Þessi breyting felur ekki í sér viðurkenningu á málflutningi eða niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem Mjólkursamsalan hafnar. Mjólkurafurðir eru stór hluti neyslu- vara Íslendinga. Fulltrúar Skagans og 3X-technology voru að vonum brosmildir á verð- launaafhendingunni sem fram fór í Gerðarsafni í kópavogi. Þorgeir Jósefsson í sýningarbás Skagans á sjávarútvegssýningunni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.