Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 12

Vesturland - 23.10.2014, Blaðsíða 12
 Rau ðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Atvinna Brúnegg ehf. óskar eftir jákvæðum og drífandi einstakling í fullt starf við eggjabúið á Stafholtsveggjum II í Borgarbyggð Viðkomandi þarf að hafa einhverja reynslu og áhuga á að vinna við bú- störf og getað tekið helgarvaktir Þarf að hafa bifreið til umráða Nánari upplýsingar gefur Kristinn Gylfi Jónsson í síma 892 3067 Umsóknir skilist á brunegg@brunegg.is Brúnegg ehf. – Brautarholti 4 – Kjalarnesi sími 892 3067 – brunegg@brunegg.is 23. Október 201412 Ný stjórn SSV Á framhaldsaðalfundi SSV, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, fimmtu- daginn 18. september sl. var kosin ný stjórn og var Ingveldur Guðmunds- dóttir, formaður byggðaráðs Dala- byggðar kosin formaður samtakanna. Í 12 mann stjórn SSV voru kosin auk Ingveldar Guðmundsdóttur, Valgarður Lyngdal Jónsson, Rakel Óskarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Guðveig Eyglóar- dóttir, Eggert Kjartansson, Eyþór Garðarsson, Sif Matthíasdóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Árni Hjörleifsson, Kristín Björg Árnadóttir og Hafdís Bjarna- dóttir. Auk þess var haldinn aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Komin er út á vef SSV www.ssv. is skýrslan ,,Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi: Möguleikar nokkurra valkosta og hugsanleg áhrif þeirra árið 2014.“ Í skýrslunni er að finna greiningu á fýsileika fimm samein- ingar-sviðsmynda á Vesturlandi. Ekki er tekin afstaða til þess hvort sam- einingarnar skiluðu hreinum ábata fyrir samfélögin þar sem mat sumra þáttanna var huglægt og því ekki hægt að kvarða þá. Hins vegar eru dregnar ályktanir um æskilegustu og óæski- legustu sameiningarnar. Sameining Dala og Stranda er talin æskilegust, þá Snæfellsness, síðan Akraborgar og síst þær sameiningar sem ganga styst: Sameining Skorradalshrepps, Borgar- byggðar og Eyja- og Miklaholtshrepps annars vegar og Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hins vegar. Útsýnispallur í Búðardal Umhverfis- og skipulagsnefnd Dala- byggðar ræddi um staðsetningu staðsetningu þjónustuhússins á síð- asta fundi nefndarinnar. Nefndin samþykkti skipulagið, en leggur ríka áherslu á að gengið verði snyrtilega frá gámunum, þeir t.d. klæddir.Nefndin fagnar gerð útsýnispalls í Búðardal og samþykkir skipulagið, en bendir á nauðsyn þess að komið verði fyrir bíla- stæðum við stíginn. Skipulagsfulltrúa var falið að grenndarkynna skipulagið aðliggjandi lóðarhöfum. Ljósmynda- keppni Grundar- fjarðarbæjar Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar fundaði fyrir skömmu og var þar m.a. rætt um ljósmyndakeppni ljósmynda- samkeppni Grundarfjarðarbæjar. Þar sem að fáar myndir hafa borist í keppnina leggur nefndin til að fram- lengja skilafrest um einn mánuð, eða til 31. október 2014. Á dagskrá voru einnig Rökkurdagar 2014 og fór menn- ingarfulltrúi yfir dagskrá væntanlegra Rökkurdaga sem haldnir hófust í gær og standa til 14. október nk. Northern Wave kvikmyndahátíðin er stendur dagana dagana 17. – 19. október nk. Landsskipulag Skipulagsstofnun hefur tekið saman skýrsluna ,,Skipulagsmál á Íslandi 2014 - Lykilmælikvarðar og fyrirliggj- andi áætlanir.” Í henni eru settar fram helstu forsendur Landsskipulagsstefnu 2015-2026, þ.e. greinargerð um stöðu og þróun skipulagsmála í landinu ásamt yfirliti yfir stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða skipulag landnotkunar og byggða- þróun. Auk þess að vera lögð til grund- vallar við gerð landsskipulagsstefnu er skýrslunni ætlað að nýtast sveitar- félögum við gerð aðal- og svæðis- skipulags. Næsti fundur bæjarstjórnar er 6. nóvember nk. Öryggismál við Grundar- fjarðarhöfn Á fundi hafnarstjórnar Grundar- fjarðarhafnar var lagt fram bréf frá fyr- irtækinu Djúpakletti þar sem þar sem óskað er úrbóta í öryggismálum við Grundarfjarðarhöfn. Ennfremur vpru lögð fram drög að svarbréfi frá hafnar- stjóra þar sem farið er yfir hugmyndir að lausnum. Hafnarstjóri hefur gert grein fyrir þörf á veðurstöð á hafnar- svæðinu. Hafnarstjórn fól hafnarstjóra að kanna kanna kostnað við kaup og uppsetningu á veðurstöð. „Hærra hlutfall sauðfjár er gelt á svæðinu suðvestur af iðjuverunum“ - segir Gyða S. Björnsdóttir umhverfisfræðingur Gyða Björnsdóttir umhverfis-fræðingur segir að vegna tilvísunar Norðuráls í meist- araritgerð hennar „Sýnir sauðfé við Hvalfjörð merki um líffræðilegt álag af völdum mengunar? “ í svörum fyrir- tækisins við opnu bréfi Umhverfisvakt- arinnar við Hvalfjörð vilji hún koma upplýsingum á framfæri. „Í vísun í rit- gerð mína er ég titluð stjórnarmaður í Umhverfisvaktinni. Rétt er að ég er fyrrverandi stjórnarmaður þar sem ég hef ekki setið í stjórn samtakanna frá árinu 2013. Það ár var ég varamaður í stjórn og tvö ár þar á undan stjórn- armaður. Seta mín í umhverfisnefnd Kjósarhrepps um nokkurra ára skeið og samráðsnefnd um vöktunaráætlun iðjuveranna, ásamt þátttöku í starfi Umhverfisvaktarinnar, gaf mér þá innsýn og hvatningu sem ég þurfti til að takast á við rannsóknarspurningu meistararitgerðarinnar. Vísað er í viðtal sem ég átti við sauðfjárbónda þar sem hann telur upp nokkra sjúkdóma sem hafa hrjáð fé hans og eru m.a. ástæða fyrir miklum afföllum á bænum á árinu 2013. Telur fulltrúi Norðuráls það ljóst að um- ræddir sjúkdómar hafi ekkert með flúor eða mengun að gera. Í því ljósi tel ég rétt að bæta því við, sem einnig kemur fram í viðtalinu, að bændur kalla sjaldan eða aldrei til dýralækna til þess að meta veikindi sauðfjár þar sem það svarar ekki kostnaði. Þeir hafa því ekki alltaf forsendu til að meta af hverju veikindi dýranna stafa. Þeim dýrum sem veikjast er fargað á staðnum og „það myndu allir grafa þau með hraði“ eins og fram kemur í viðtali við sama bónda á bls. 41 í ritgerðinni. Þá eru þeir sjúkdómar sem nefndir eru í tilvísuninni ekki einu ástæður þess háa hlutfalls sem drapst eða þurfti að farga á viðkomandi bæ á árinu 2013. Í ljósi þess að á bæjum suðvestan við iðjuverin hefur styrkur flúors í kjálka- beinum sauðfjár í nokkrum tilfellum mælst nálægt eða yfir þeim mörkum þar sem hann er talinn valda tann- skemmdum (2000 mg/kg), og það er þekkt að flúor í beinum getur haft áhrif á heilsu lífvera í gegnum truflun á ónæmiskerfinu (bls. 12 í ritgerðinni), má spyrja hvort ekki væri ástæða til þess að auðvelda aðgengi bænda á svæðinu að dýralækni, þeim að kostn- aðarlausu, svo enginn þurfi að velkjast í vafa um ástæður veikinda búfjár.“ Því næst nefnir Gyða S. Björnsdóttir m.a. að hærra hlutfall sauðfjár er gelt á svæðinu suðvestur af iðjuverunum og hæst hlutfall geldra áa sé á því svæði þar sem flúor hefur á undanförnum árum mælst í einna hæstum styrk í kjálkabeinum sauðfjár, í kringum þol- mörk vegna tannskemmda, kallar að hennar mati á að gerðar séu rannsóknir til að meta hver þolmörk íslensku sauð- kindarinnar gagnvart flúor raunveru- lega eru. Gyða björnsdóttir umhverfis- fræðingur. Stuttar Vesturlandsfréttir

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.