Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 2

Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 2
2 6. Nóvember 2014 Heiðrún Hámundardóttir hlaut menningarverðlaun Akraness 2014 - hefur unnið einstaklega óeigingjarnt starf í tónlistarmálum á Akranesi Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari hlaut menningarverðlaun Akra- ness árið 2014 en menningarverðlaun Akraness eru afhent einu sinni á ári á menningarhátíðinni Vökudögum en hátíðin stendur yfir til 8. nóvember nk. Verðlaun þessi eru veitt einstak- lingi eða hópi sem hefur á einhvern hátt skarað fram úr í menningarlífi Akraness. Að þessu sinni er það einstaklingur sem hefur varið tíma sínum í að vinna með ungu fólki, kveikja áhuga þess og hvetja það áfram sem fær verðlaunin. Heiðrún Hámundardóttir er menntuð í Tón- listarskólanum á Akranesi og á Sel- tjarnarnesi. Hún lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1999 og stundaði nám á árunum 2002 til 2005 í jazz- söng í Tónlistarskóla F. Í. H. í Reykja- vík. Auk þess nam hún „Rytmisk musik og bevægelse“ við Det Jyske Musikkonservatorium í Árósum og lauk því námi árið 2009. Heiðrún kennir tónmennt við þrjá skóla í dag, í Brekkubæjarskóla, Tónlistarskólann á Akranesi og í Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Heiðrún hefur stofnað tónlist- arbraut á unglingastigi í samstarfi við Grundaskóla og Tónlistarskól- ann á Akranesi. Hún er ötul við alla vinnu með unglingum, skipuleggur Ungir-Gamlir á Akranesi þar sem tónlistarnemendur fá að spreyta sig með eldri átrúnaðargoðum sínum í tónlist á æfingum og á sviði. Einnig hefur hún umsjón með Hátóns- barkakeppninni á Akranesi þar sem margir góðir söngvarar hafa stigið sín fyrstu skref á sviði. Hún samdi og sá um tónlistar- og leikstjórn í söngleiknum „Elskaðu friðinn” ásamt Samúel Þorsteinssyni sem settur var upp í Bíóhöllinni á Akranesi vorið 2012. Þá hefur Heiðrún undirbúið tónlistaratriði fyrir hátíðir á Akranesi í gegnum tíðina með lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum og segja má með sanni að hún sé mentor fyrir framtíðar listamenn Akraness. Heiðrún starfar sjálf í hljómsveit í dag, sem kölluð er Hvísl. Ásamt henni skipa hljómsveitina þau: Elfa Margrét Ingvadóttir, Gunnar Sturla Hervars- son, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir og Samúel Þorsteinsson en þau spila á bassa, gítar, congas, djembe, cajon- kassa, klukkuspil, klarinett, melodika, trompet, harmóniku, píanó, baritón- horn, urdu og ýmiss slagverk. Heiðrún vinnur því einstaklega óeigingjarnt starf en hún hefur náð árangri með þolinmæði og ástríðu fyrir tónlist. Heiðrún Hámundadóttir ásamt regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra og Ingþóri bergmann Þórhallssyni formanni menningarmálanefndar Akraness. Gorbatchev á leið á Svalbarða frá Bifröst! Hrútavinafélagið áði á Bifröst á ferð sinni á Norðaustur-horn landsins þar sem hinn góðkunni hrútur, Gorbachev, verður afhentur á safn á Svalbarði í Þistilfirði til varðveislu. Bifröst hafði á síðustu öld miklu hlutverki að gegna í viðskiptasögu sauðfjárafurða og og Hrútavinir vildu rifja upp ýmsa merka sögulega atburði og sýna þessari arfleifð virðingu sína. Kynntu þeir sér sögu skólans og viðfangsefni hans og markmið í nútíð og fram- tíð. Gengu Hrútavinir meðal annars til Jónasarstofu þar sem varðveittar eru verðmætustu bækur Jónasar frá Hriflu, stofnanda skólans. Af hinum gömlu bókum er sérstök lykt, sem saman við lyktina af sauðfé, býr til einstakan ilm. Hrútavinir kvöddu því Bifröst í viðeigandi vímuástandi og þótti ólíklegt að jafnvel hörðustu neftóbakmenn í hópnum tímdu að fá sér í nefið næstu daga. Í ferð Hrútavinafélagsins er á þriðja tug valinkunns sómafólks undir styrkri forystu Guðna Ágútssonar, fyrrum landbúnaðarráðherra. Slökkviliðssýningin leiddi margan manninn í sanni um hversu marg- brotið starfið getur verið Um miðjan októbermánuð var opnuð sýning Slökkvi-liðs Akraness og Hval- fjarðarsveitar á Safnasvæðinu í Görðum en tilefni sýningarinnar er 80 ára afmæli slökkviliðsins. Sýningunni lauk 26. október sl. en leiddi margan sýningargestinn í sanni um hvað starf slökkviliðs getur verið margbrotið. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Skúli Þórðar- son sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit opnuðu sýninguna formlega. Að undirbúningi sýningarinnar hafa staðið fyrrverandi og núverandi slökkviliðsmenn ásamt bræðrunum Friðþjófi og Steini Helgasonum. Til sýnis eru myndir sem teknar hafa verið í starfinu og einnig gömul og ný tæki og tól slökkviliðsins. Sýningin stendur til 26. október á opnunartíma safnsins. Allir hvattir til að mæta og skoða glæsilega sýningu. Slökkvilið Akraness var stofnað síðla árs árið 1934. Fyrsta skipunarbréfið er frá 28. jan- úar 1935, þá voru 12-14 menn skipaðir í slökkviliðið. Fyrsta véldælan kom árið 1934 og er hún til sýnis á Byggðasafninu. Fyrsti slökkviliðsbílinn var af gerðinni Chevrolet og kom hann upp úr 1950 en fyrsti háþrýstibíllinn var af gerðinni Mack og kom hann árið 1953. Stefán Teitsson fyrrum slökkvilis- stjóri hefur enn sem komið er gengt því starfi lengst allra eða frá 1962- 1982. Faðir hans Teitur Stefánsson var fyrsti slökkviliðsstjórinn á Akranesi á árunum 1935-1939 Elsti bílinn sem slökkviliðið er að notar í dag er af gerðinni Ford frá ár- inu 1981 og var tekinn í notkun árið 1982. Slökkvilið Akraness og Slökkvilið Hvalfjarðarsveitar sameinuðust árið 2008. Mest hafa verið 37 slökkviliðsmenn samtímis í slökkviliðinu frá stofnun. Fyrsta konan í slökkvilið Akraness var ráðin árið 2002 – hún heitir Helga Jónsdóttir. Mest hafa verið 52 útköll á einu ári frá stofnun slökkviliðsins. bílafloti Slökkviliðs Akranesbæjar og Hvalfjarðarsveitar. Listrænir nemendur í Grunnskóla Stykkishólms Börnunum í Grunnskóla Stykk-ishólms er greinilega margt til lista lagt. Þegar gengið er inn í skólann blasa við nokkrar myndir á veggjum sem gerðar eru af nemendum, og er afrakstur þemaviku í skólanum. Það sem er sérstakt við þessar myndir er að fyrst rifu börnin pappír niður í búta sem síðan voru límdir á spjald eftir ákveðinni forskrift. Niðurstaðan var svo þessar fallegu myndir sem eru þessum ungu listamönnum til mikils sóma. Í Grunnskóla Stykkishólms eru í vetur 156 nemendur og 25 kennarar auk nokkurra annara starfsmanna. Mjög vel gekk að fá kennara til starfa í haust. Tvær af myndunum sem fanga óskipta athygli þeirra sem í skólann koma. Námsframboð fyrir fullorðna á vorönn 2015 Húsasmíði og vélvirkjun Opið er fyrir umsóknir um nám í húsasmíði og vélvirkjun á vorönn 2015. Námið er blanda af staðbundnum lotum utan dagvinnutíma og fjarnámi. Nánari upplýsingar og innritun eru á skrifstofu skólans. Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Hrútavinir í Jónasarstofu á bifröst ásamt vilhjálmi egilssyni rektor.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.