Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 8

Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 8
8 6. Nóvember 2014 Leyndardómar vetrarferðar um Ísland - nýr áfangi Share the Secret, vetrarherferð markaðsverkefnisins Ísland – allt árið Nýr áfangi vetrarherferðar markaðsverkefnisins Ís-land – allt árið hófst nýlega með birtingu á nýju myndbandi á vef Youtube. Gerð myndbandsins hefur þegar vakið mikla athygli en 100 þús- und aðdáendur Íslands settu saman ferðaáætlun fyrir einn heppinn ferða- mann sem valinn úr hópi um 4500 um- sækjenda síðastliðinn vetur. Ferðamað- urinn heppni er Jennifer Asmundson, matreiðslumeistari frá Bandaríkjunum, en hún er af íslensku bergi brotin. Afi Jennifer fluttist ungur til Ameríku og hafði sagt henni sögur af landi og þjóð þegar hún var barn. Þetta var hennar fyrsta ferð til Íslands. „Þetta er ótrúlegt tækifæri,“ sagði Jennifer við komuna til landsins. „Afi minn var Íslendingur. Hann dó þegar ég var ung, áður en hann gat kennt mér neitt um tungu- málið, eða íslenskar matarhefðir. Ég er mjög spennt að fræðast um Ísland, og læra um jarðhita og íslenskar matar- venjur og uppgötva leyndarmál Íslands frá fyrstu hendi.“ Myndbandið nefnist á ensku „The Ultimate Secret Tour“ og lýsir ferðalagi Jennifer um Ísland og þeim leyndar- dómum sem hún uppgötvaði hérlendis. Myndbandið er hluti af „Share the Secret“ herferð Ísland – allt árið sem upprunalega var sett af stað haustið 2013 undir formerkjum Inspired by Iceland. Herferðin byggir á því að nýta staðbundna þekkingu Íslendinga og hið glögga auga erlendra gesta til að benda á að Ísland búi yfir fjölda ýmis konar ævintýra um land allt til viðbótar við þau sem þegar eru hvað þekktust, og hafa ef til vill ekki enn komist á kortið hjá erlendum ferðamönnum. Á ferðalaginu fékk Jennifer að upplifa ýmis ævintýri sem rúmlega 100.000 fararstjórar á samfélagsmiðlum Inspired by Iceland völdu fyrir hana. Má þar nefna hellaskoðun, jeppaferðir, listasöfn, sundlaugar, vélsleðaferðir á jöklum, sjósund, og mikilfengna fossa sem voru meðal viðfangsefna sem Jennifer fékk að upplifa, auk þess sem hún fékk að njóta íslenskrar matar- gerðar, sem henni sem matreiðslumeist- ara þótti með eindæmum góð. „Það er afar mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að halda áfram að skapa tækifæri til að draga úr þeirri árstíðarsveiflu sem hefur einkennt íslenska ferðaþjónustu, og nýta þannig innviði og mannauð með jafnari hætti yfir árið en nú er gert“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, for- stöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. „Markaðsstarf okkar gengur út á það að kynna Ísland á erlendum mörkuðum sem ákjós- anlegan áfangastað allan ársins hring með sérstakri áherslu á vetrartímann. Þannig styðjum við best við þá atvinnu- grein sem aflar hvað mestra tekna fyrir þjóðarbúið næst á eftir sjávarútvegi.“ Sérkennileg náttúra eins og blasir við þegar ekið er um Heydal og fram hjá Oddstaðavatni getur verið hluti leyndardómanna sem blasa við þeim sem njóta vetrarferða um náttúru Íslands. Hamar er framsækið málm- og véltæknifyrirtæki - krafa um viðhalds- og viðgerðarþjónustu í hæsta gæðaflokki Hamar ehf. er í dag eitt áreið-anlegasta og framsæknasta þekkingarfyrirtæki á sviði málm og véltækni hér á landi. Öflug starfsemi er á Grundartanga, en einnig á Akureyri, Eskifirði, Þórshöfn og í Kópavogi. Á liðnum árum hefur mannauður og fjölbreytileiki í verk-efnum aukist til muna og við rekum í dag fimm fastar starfstöðvar og þjón- ustuverkstæði hringinn í kringum landið. Hamar ehf. leggur áherslu á að þjónusta viðskiptavini á sviði málm og véltækni, allt frá vöruhönnun til framleiðslu, jafnt nýsmíði sem og viðhaldsverkefni. Þegar kemur að reglubundnu viðhaldi og þjónustu í málmiðnaði er Hamar ehf. afar sterkur kostur fyrir þau fyrirtæki sem krefjast þess að fá örugga og skjóta þjónustu og þá óháð staðsetningu. Hamar ehf. hefur öfluga sérfræðinga og starfsfólk með víðtæka og góða reynslu á öllum sérsviðum fyrirtæk- isins, helstu verkefni má finna á eft- irfarandi sviðum: • Vél og málmsmíði fyrir sjávarútveg • Vél og málmsmíði fyrir matvæla- iðnað • Vél og málsmiði fyrir stóriðju • Alhliða þjónusta fyrir tjakkasmíði og tjakka viðgerðir • Sérhæft renniverkstæði fyrir alhliða rennismíði hvort sem unnið er með málm eða önnur efni. Hamar er með öfluga og vaxandi starfsemi á Grundartanga í Hvalfirði.Sýningarbás Hamars á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi vakti verðskuldaða athygli. Kirkja mánaðarins: Kolbeinsstaðakirkja Kolbeinsstaðakirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Vesturlandsprófastdæmi. Hún var byggð úr steinsteypu 1933 og vígð 1934 en Þórarinn Ólafsson var yfirsmiður. Meðal góðra gripa kirkjunnar er silfurkaleikur frá 14. -15. öld, altaristafla eftir Brynjólf Þórðarson, listmálara, patína og brauðöskjur frá 1725, gotneskt Kristslíkneski úr kopar og forna koparstjakar. Skírnarskálin er frá 1732 og útskorinn umbúnaður hennar er eftir Friðrik Friðleifsson. Katólsku kirkjurnar voru helg- aðar Guði, Maríu guðsmóður, Pétri postula, Magnúsi eyjajarli, heilögum Nikulási, heilögum Dóminíkusi og öllum heilögum mönnum. Kol- beinsstaðir voru prestssetur til 1645, þegar sóknin var lögð til Hítarnes- þinga og síðar Sölulholtsprestakalls. Prestur á Staðarstað er sr. Páll Ágúst Ólafsson. KOLbeINSSTAÐAKIrKJA. Athygli vekur hlaðinn veggur utan garðsins sem auðveldar aðgengi að kirkjunni, en hleðslan er auk þess listavel gerð.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.