Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 10

Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 10
10 6. Nóvember 2014 Burtu með lúsina! Því miður reyndist nauðsynlegt að hengja upp þessa beiðni í anddyri Brekkubæjarskóla á Akranesi. Lúsin er auðvitað vágestur en með þrifnaði og eftirliti er auðveld- lega hægt að vinna bug á henni. Hún er einfaldlega óvelkomin í hár grunn- skólabarna. Samstaða á Alþingi um forgangs- röðun í þágu umferðaröryggis Vilhjálmur Árnason, þing-maður Sjálfstæðisflokksins, hóf fyrir skömmu sérstaka umræðu um umferðaröryggismál á Alþingi. Kom þar fram að kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa væri mikill, bæði félagslega og fjárhagslega. Á síðasta ári létust 15 í umferðinni, 177 slösuðust alvarlega og 1040 minni- háttar eða 1232 einstaklingar. Á sama tíma urðu 12.300 manns fyrir áfalli, þ. e. aðstandendur þessara einstaklinga. Útreikningar sýna að þetta eru á milli 40 og 50 milljarðar króna í peningum fyrir utan samfélagslega þáttinn sem slysin kosta. Almenn samstaða var meðal þing- manna að auka þyrfti fjármagn til samgöngumála með áherslu á um- ferðaröryggi og að það mætti gera með aukinni forgangsröðun við gerð fjárlaga og nýrra leiða í fjármögnun, til dæmis í samvinnu við einkaaðila og lífeyrissjóði. Þá voru líka til umræðu aðgerðir í umferðaröryggismálum sem þyrftu ekki að kosta mikið eins og betri umferðarmerkingar og aukið eftirlit með því að flytja umferðareftirlit Samgöngustofu til lögreglunnar, en það myndi margfalda sýnileika lögreglu. bílaumferð er víða mikil, einnig í fámennari byggðarlögum. vegna fram- kvæmda á borgarfjarðarbrú í sumar myndast þar stundum mikil umferð- arteppa. Hefði ekki mátt vera með þessar framkvæmdir á öðrum árstíma? „Mikilvægt að rödd ungs fólks heyrist” - segir Bergþóra Sveinsdóttir, formaður ungmennaráðs íslenskra skáta „Það er virkilega gefandi og lærdómsríkt að vera innan um svona mikið af metnaðarfullu ungu fólki sem hefur einlægan áhuga á að gera skátahreyfinguna betri. Það var sérstaklega mikill innblástur fyrir mig til að móta markmið og starf nýja ungmennaráðsins okkar,“ segir Berg- þóra Sveinsdóttur sem nú í ágúst sótti alþjóðlegt ungmennaþing skáta. All- nokkur skátafélög starfa á Vesturlandi og starfið býsna fjölbreytt. Bergþóra er formaður ungmenna- ráðs íslenskra skáta sem kjörið var á Skátaþingi í vor í fyrsta sinn. Hún segir heimsþingið hafa boðið upp á gott tækifæri til að læra af öðrum og ræða saman margvísleg málefni er snerta ungt fólk í heiminum í dag. Einnig voru gerðar margvís- legar breytingar á framtíðarsýn og áherslum alþjóðabandalags skáta næstu þrjú árin. Ungmennaþing skáta (World Scout Youth Forum) er haldið af alþjóðabandalagi skáta (World Org- anization of the Scout Movement – WOSM) og var það tólfta þingið sem í ár var haldið í Slóveníu 4. – 7. Ágúst sl. Ungmennaþingið er haldið í tengslum við heimþing WOSM til gefa ungu fólki sterkari rödd innan hreyfingar- innar. Bergþóra segir að margt af því sem samþykkt var á ungmenna- þinginu hafi einnig verið samþykkt á heimsþingi skáta. Samþykktar voru þingsályktunartillögur sem fjölluðu meðal annars um mannréttindi og skátaheitið. „„Við unnum saman með okkar eigin bandalögum og náðum mark- miðum okkar. Það má því að segja að við höfum náð að vinna nokkra sigra. Hins vegar eru þeir smáir samanborið við þá sem við þurfum að ná í kom- andi framtíð, en góðir hlutir gerast hægt. Það er frábært að WOSM leggi áherslu á að rödd ungs fólks heyrist og ég finn að það er mjög mikilvægt en það er alltaf hægt að bæta og gera hlutina enn betur. Það er alltaf upp- lifun að taka þátt í alþjóðlegum við- burðum innan skátahreyfingarinnar og alltaf er maður að stíga út fyrir þægindahringinn. Fyrir mig var þetta mjög lærdómsríkt bæði sem formaður ungmennaráðs BÍS og sem mann- eskju, fyrir utan hvað maður kynnist ótrúlega mikið af fólki og eignast vini sem maður heldur sambandi við út ævina,“ segir Bergþóra Sveinsdóttir. Skátakórinn með nýjan stjórnanda Skátakórinn hefur fengið nýjan stjórnanda, Guðlaug Viktors- son, en hann er nýlega kominn úr mastersnámi í Danmörku í ryþmískri kórstjórn, sem leggur áherslu á rokk, popp og dægurlög. Guðlaugur, eða Gilli eins og hann er oft kallaður, hefur áratuga reynslu af kórstjórn. Nýir félagar eru velkomnir en hann hefur æft í Hraunbyrgi, skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði. Nýi stjórn- andi Skátakórsins hefur áratuga reynslu af kórstjórn, en hann hefur í rúm 20 ár starfað sem kórstjóri, m.a. með Kór Menntaskólans í Reykjavík, Lögreglukór Reykjavíkur og Karlakór Keflavíkur. bergþóra Sveinsdóttir.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.