Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 12

Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 12
Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Innritun vegna vorannar 2015 er hafin og henni lýkur 30. nóvember. Hægt er að skila inn umsóknum rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans og á skrifstofu. Laus pláss eru á heimavist á vorönn 2015. Ég hef notað vörurnar frá Hafkalki undanfarið. Móðir mín mælti með þeim og fullyrti að þær myndu hjálpa mér í íþróttunum. Hafkalk hef ég notað í eitt og hálft ár og síðan mæli ég sérstaklega með Hafkrilli og Haf-Ró. Þessi fæðubótarefni hafa hjálpað mér mikið við að jafna mig eftir erfiða leiki og æfingar. Verandi orðinn 31 árs þarf ég að leita allra leiða til að hjálpa líkamanum við endurheimt því oft er stutt í næsta leik. HEILSUVÖRUR ÚR HAFINU www.hafkalk.is Mér líður mun betur eftir átökin núna og er fljótari að jafna mig, stirðleiki og verkir hafa minnkað til muna. Ég mæli því sterklega með vörunum frá Hafkalki og er þakklátur fyrir að hafa verið bent á þær. Hlynur Bæringsson Landsliðsfyrirliði Íslands í körfubolta og leikmaður Sundsvall Dragons í Svíþjóð. NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI ÁN AUKAEFNA Hlynur Bæringsson notar fæðubótarefni frá Hafkalki ehf. Fæðubótarefnin frá Hafkalki eru framleidd úr náttúrulegum hráefnum og eru án aukaefna. LAGNALAGINN, PÍPARINN ÞINN Fagmennska • Snyrtimennska • Áreiðanleiki • Traust Kannaðu málið og bókaðu tíma núna www.lagnalaginn.is /lagnalaginn Sími : 774-7274 (7-PÍPARI) 6. Nóvember 2014 Miklar bygginga- framkvæmdir í Grundarfirði Á fundi skipulags og umhverfis- nefndar Grundarfjarðarbæjar var lögð fram umsókn um byggingarleyfi frá Guðlaugu Sturlaugsdóttur fyrir 15ferm. smáhýsi á lóð Hamrahlíðar 2 samkvæmt gr.2.3.5 liður G í byggingarreglugerð. Samþykki ná- granna fylgdi með umsókninni. Skipulags- og byggingarfull trúi hefur samþykkt erindið. Gunnar Kristjánsson sækir um að innrétta íbúðir við Hrannar- stíg 5, neðri hæð, íbúðir 101 og 102, samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustu Gunnars Indriða- sonar. Skipulags- og umhverfis- nefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum. Kamski ehf. hefur sótt um lóðina við Nesveg 4b sem er viðbygging við hótel. Skipulags- og umhverfis- nefnd samþykkir erindið, þar sem fyrir liggur samningur milli Olíu- dreifingar ehf. og Hótel Framnes ehf. Skipulags- og umhverfisnefnd hefur óskað eftir að Olíudreifing skili inn lóð við Nesveg 4b skriflega. Gísli Ólafsson sækir um sam- einingu lóða á grundvelli núver- andi skipulags. Lóðir Nesvegar 4b og Nesvegar 6, þar sem til stendur að stækka hótelbygginguna. Með umsókninni fylgir bréf dags.26. maí 2014, samningur dags. 25 júní 2014 og uppdrættir dags.09.01.2013. Skipulags- og umhverfisnefnd sam- þykkir að Hótel Framnes láti gera deiliskipulag þar sem lóðir Nes- vegar 6 og 4b verða sameinaðar. Deiliskipulagið verði unnið sam- kvæmt gildandi skipulagslögum. Í deiliskipulaginu skal koma fram hvernig Hótel Framnes hyggst leysa bílastæðamál við hótelið og skal gera ráð fyrir a.m.k. einu bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis. Nesvegur 12 er í eigu Grundar- fjarðarbæjar en Olíudreifing ehf. er með lóðina samkvæmt þjóðskrá, en gera þarf nýja lóðarleigusamning. Tækifæri háskóla- stofnanna í Borgarbyggð Á fundi Byggðaráðs Borgarbyggðar 2. október sl. voru kynntar hug- myndir sveitarstjóra, Kolfinnu Jó- hannesdóttur, um að Borgarbyggð standi fyrir ráðstefnu um tækifæri háskóla og háskólastofnana í Borg- arbyggð. Samþykkt var að fela sveit- arstjóra að vinna að undirbúningi og gera tillögur um samstarfsaðila. Samþykkt var að styðja Sauðamessu 2014 um 200 þúsund krónur auk þess sem leyft er að nota Hjálmaklett endurgjaldslaust eftir hádegi á föstu- degi og fram til kl. 18:00 á laugardag. Kostnaður verður tekinn af liðnum hátíðahöld á fjárhagsáætlun. Rætt var um siðareglur Borgarbyggðar en sveitarstjórn skal taka þær til endur- skoðunar í upphafi kjörtímabils.Rætt um umhirðu og umgengni á athafna- svæðum í Borgarbyggð. Samþykkt var að fela umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd að koma með til- lögur og aðgerðaráætlun um um- hverfisátak og leiðir til að sameina krafta sveitarfélagins, fyrirtækja og íbúa til bættrar umgengni. Útilistarverk í Brákarey Byggðaráð Borgarbyggðar ræddi nýlega um hugmyndir sem komnar eru um útilistarverk í Brákarey. Höf- undar verksins eru Áslaug Harðar- dóttir, Ólöf Davíðsdóttir og Sverrir Björnsson. Samþykkt var að óska eftir kynningafundi fyrir sveitar- stjórn og umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar. Fjármál Stykkis- hólmsbæjar ekki í samræmi við fjár- hagsáætlun 2013 Á fundi bæjaráðs Stykkishólmsbæjar nýverið var lagt fram bréf Eftirlits- nefndar með fjármálum sveitarfélaga. Í bréfinu kemur fram að eftirlits- nefndin hafi farið yfir ársreikninga Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2013. Í ljósi þeirrar jafnvægisreglu sem í gildir er um fjármál sveitarfélaga liggur fyrir að niðurstaðan er ekki í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2013 og samkvæmt áætlun um árin 2013 - 2015. Niðurstaða nefndarinnar er því sú að óska eftir útskýringum á þessari niðurstöðu og áætlun um hvernig ná skuli jafnvægi í rekstri áranna 2014 - 2016. Bæjarráð sam- þykkir að fela bæjarstjóra að hefja þegar frekari vinnu við Fjárhagslega endurskipulagningu og ganga til samninga við ráðgjafa um fjármál sveitarfélaga. Þegar liggur fyrir að Garðar Jónsson hjá R3 - Ráðgjöf og Ólafur Sveinsson hjá SSV - þróun og ráðgjöf eru tilbúnir til þess að hefja nú þegar vinnu við að greina vandann og gera til lögur um fjárhagalega og rekstrarlega endurskipulagningu í þeim tilgangi að tryggja að bæjarsjóður uppfylli gildandi reglur. Er bæj- arstjóra veitt heimild til þess að semja við framangreinda aðila og vinna að nauðsynlegum skipulags- breytingum á bæjarskrifstofum og hjá stofnunum svo því markmiði verði náð sem fjármálareglugerðin setur. Meirihluti bæjarstjórnar sam- þykkti tillöguna með með atkvæðum Hafdísar Bjarnadóttur og Sigurðar Páls Jónssonar, Lárus Ástmar Hann- esson sat hjá. Starfsfólk Landbúnaðar- háskóla Íslands mótmælir skefjalausum niðurskurði Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands mótmælir skefja-lausum niðurskurði á starfi LbhÍ og skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að taka til alvarlegar skoðunar þá fordæmalausu stöðu sem stofn- unin hefur verið sett í. Frá stofnun skólans árið 2005, með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnað- arins og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum, hefur starfsfólki fækkað um helming þrátt fyrir fyrirheit um uppbyggingu. Ekki sér fyrir endann á niður- skurði og uppsögnum starfsfólks með óvæntum niðurskurði á framlögum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti um 18 milljónir króna, til við- bótar við harða endurgreiðslukröfu Alþingis og mennta – og menningar- málaráðuneytis. Sú fjölbreytta starfsemi á sviði menntunar og rannsókna á íslenskri náttúru, matvælaframleiðslu og fjöl- breyttri nýtingu náttúruauðlinda sem fram fer við skólann á því verulega undir högg að sækja. Kæru ráðamenn þjóðarinnar, nú er nóg komið, segir í lok sameiginlegrar ályktunar starfs- fólks LbhÍ. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri. 12 Stuttar Vesturlandsfréttir

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.