Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 14

Vesturland - 06.11.2014, Blaðsíða 14
14 6. Nóvember 2014 Öflugt starf Sundfélags Akraness Enn eitt sundárið er hafið hjá Sundfélagi Akraness. Sund-menn eru komnir til baka eftir sumarfrí, úthvíld og tilbúin að takast á við æfingar og keppni vetrarins. Þau sem eru að hefja sínar fyrstu æfingar hafa verið boðin sérstaklega velkomin og vonast er eftir að allir eigi ánægju- legt starf fyrir höndum hjá Sundfé- laginu. Sundfélagið snýst ekki bara um að synda fram og til baka daginn út og daginn inn. Það þarf að vera gaman, félagsstarfið þarf líka að vera öflugt í hópunum. Í góðu félagsstarfi verður hópurinn samhentari og sterkari, sem aftur skilar öflugri einstaklingum. Sundmenn, þjálfarar og ekki síst for- eldrar þurfa að leggja sitt af mörkum til að byggja upp hópana, bæði á æf- ingum og æskilegt er að gera eitthvað skemmtilegt saman utan æfingatím- anna. Það er gaman á sundmótum þegar góð stemning er á pöllunum. Við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að ná upp slíkri stemningu. Gott stuðningslið er ómetanlegt og hvetur sundmennina okkar til að leggja sig fram til góðra afreka. Allt sem gert er hefur áhrif á frammistöðu sund- mannanna, en rétt mataræði er eitt af því sem hefur langmest að segja, hvort sem er til lengri eða skemmri tíma. Góð og næringarrík fæða er nauðsynleg til að ná hámarksárangri. Keppendur komu frá Akranesi á sundmót Ægis um sl. helgi en næsta mót er bikarmót í Laugardalslaug 10. og 11. okóber nk. og Erlingsmót 12. október. Brynhildur Traustadóttir og Una Lára Lárusdóttir í sérverkefnum fyrir SSÍ Í haust valdi Sundsamband Íslands, SSÍ, 41 unga sundmenn, fædda á ár- unum 1999 – 2001 til að taka þátt í sérverkefnum fyrir SSÍ. Hópurinn hefur fengið nafnið Tokyo kynslóðin 2014 en sem kunnugt er verða sumar- ólympíuleikarnir haldnir í Japan 2020. Skilyrði fyrir að komast í hópinn var að sundmennirnir þurftu að hafa synt á á árinu sund sem gæfi frá 400 – 500 FINA sundstigum. Sundfélag Akraness á tvo sundmenn í þessum unglingahópi en það eru þær Brynhildur Trausta- dóttir og Una Lára Lárusdóttir. Fyrsta verkefni hópsins var síðan um liðna helgi þegar hann kom saman til æf- inga í Hveragerði en æfingarnar voru undir leiðsögn landsliðsþjálfara Íslands í sundi, Jacky Pellerin. Honum til að- stoðar voru Mladen Tepacevic sund- þjálfari unglinga hjá SH og Skagakonan Ragnheiður Runólfsdóttir, þjálfari Óðins. Auk æfinganna fékk hópurinn fræðslu um leiðir til að ná árangri í sundíþróttinni. Sundsambandið væntir mikils af þessum hópi unglinga sem eru sannarlega framtíðarsundmenn Íslands. Næsta sundmót er Íslandsmeistara- mót í 25 metra laug, ÍM25, sem fram fer í Ásvallalaug í Hafnarafirði 14. til 16. nóvember nk. Væntanlega verður sundfólk frá Akranesi þar meðal þátt- takenda. Víkingur Ólafsvík: Viðurkenningar veittar á lokahófi Lokahóf Víkings Ólafsvík var haldið í síðasta mánuði. Þar ríkti glaumur og gleði þótt karlaliði félagsins tækist ekki að endurheimta sætið í úrvals- deild karla. Markahæsti leikmaður Víkings sum- arið 2014 var Eyþór Helgi Birgisson sem skoraði 11 mörk í 18 leikjum, þar af 3 úr víti. Efnilegastur 2014 var valinn Kristófer Jacobson Reyes, fæddur 1997 og besti leikmaður 2014 Tomasz Luba, en hann er kosinn af leikmönnum og forráðamönnum Víkings. Aðrar viður- kenningar voru nokkar en Eyþór Helgi Birgisson fékk viðurkenningu fyrir 50 spilaða leiki fyrir félagið, Alfreð Már Hjaltalín og Emir Dokara fyrir 100 spilaða leiki fyrir félagið og Brynjar Kristmundsson og Eldar Masic fyrir 150 spilaða leiki fyrir félagið. Þeir þóttu skara fram úr á sl. sumri. Hressir krakkar á sundmóti. Sundskólinn fyrir yngstu iðkendur hefur lengi verið eitt að aðalsmerkjum Sundfélags Akraness. Ágúst Júlíusson úr Sundfélagi Akraness á verðlaunapalli.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.