Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 1

Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 1
Gastækin frá AGA og HARRIS hafa þjóna› Íslendingum um árabil G A S V Ö R U R • R A F S U ‹ U V Ö R U R • Ö R Y G G I S V Ö R U R • S L Í P I V Ö R U R BÍLDSHÖF‹A 14 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 7000 • WWW.GASTEC.IS OERLIKON er einn stærsti rafsu›uvíra- framlei›andi í Evrópu. Gæ›i og gott ver›. ALLT TIL MÁLMSUÐU OG MÁLMSKURÐAR KITin 1900 HF TIG KITin 320 MIG PEARL 180 MIG/MAG AÐEINS 10 KG Úrval rafsuðuvéla frá KUHTREIBER og GYS NEOPULSE 270 MIG Frystigámar / Sala og leiga / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Bjóðum sérlausnir, sniðnar að þörfum viðskiptavina. Hafðu samband! Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 stolpi@stolpiehf.is | www.stolpiehf.is ATHYGLI EHF.-01-13 Jólaútsaumur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Lokað á laugardögum til 31. ágúst Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 20. Nóvember 2014 19. tölublað 3. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Fjölbrautaskóli Snæfellinga: Líkur á að dreif- og fjarnám verði skorið verulega niður Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundar-firði , FSN, fagnaði nýlega 10 ára af-mæli eins og nýlega hefur verið skýrt frá. Skólinn hefur verið mikil lyftistöng fyrir sveitarfélögin á Snæfellsnesi. Liður í aukinni þjónustu við íbúana hefur verið dreif- og fjarnám. Námsframboð í heima- byggð hefur skilað FSN nær 80% af hverjum árgangi sem útskrifast úr grunnskóla á svæði FSN. Á þessu getur nú orðið slæm breyting þegar litið er til niðurskurðar- áforma á fjárlögum ríkisins fyrir 2015 en boðaður er niðurskurður sem svarar 916 ársnemendur. Hjá FSN verður fækkunin 34 nemendur, eða úr 185 í 151 nemanda. Þetta þrengir aðgang eldri nemenda að skólanum vegna þess að yngstu nemendur hafa for- gang. Ef yngri nemendur fylla kvótann þá eru dreif- og fjarnemendur úti. Þetta segir Jón Eggert Bragason í viðtali við fjölmiðla fyrir skömmu. Framhaldsdeildin á Patreks- firði er þó ekki í hættu, en hún er hluti af þessu dreifnámsfyrirkomulagi því nem- endur þaðan eru frá 16 ára aldri og falla undir fyrrnefndan forgangshóp. Ef þessi áætlun mennta- og menn- ingarmálaráðherra, Illuga Gunnarssonar, gengur eftir hvað varðar fjárlögin 2015 þurfa skólastjórnendur FSN að bregðast strax við og fækka nemendum á vorönn 2015. Hugmyndir mennta- og menningar- málaráðherra gera einfaldlega ráð fyrir að nemendur sem eru eldri en 25 ára sæki sér menntun t.d. til símenntunarstöðva eða háskólabrýr. En hvar eru þær? Jú, í flestum tilfellum á höfuðborgarsvæðinu. Reikna má fastlega með að aðeins hluti þeirra sem hefðu sótt nám í FSN í dreif- og fjarnámi en kann að verða úthýst vegna sparnaðarráðstafana í menntakerfinu sæki nám á höfuðborgar- svæðið. Þetta eru einfaldlega ekki ráðstaf- anir, ef þær ganga eftir, sem eru búsetu í hinum dreifðu byggðum landsins síst til framdráttar. væntanlegir útskriftarnemar við FSN fóru fyrir skömmu til reykjavíkur til að kynna sér nám á háskólastigi. Heimsótt var Heilbrigðisvísindasvið HÍ, menntavísindasvið HÍ, Háskólinn í reykjavík og endað með því að skoða aðalbyggingu Háskóla Íslands, Odda og Háskólatorgið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.