Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 6

Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 6
Eignaumsjón er óháður fagaðili þegar kemur að rekstri húsfélaga og rekstrarfélaga – og því frábær lausn fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis. Í okkar umsjá ertu í góðum höndum - við sjáum um fjármálin, fundina, undirbúning framkvæmda og viðhalds og annarra þátta sem þarf að leysa. Er húsfélagið í lausu lofti ? » Vantar óháðan aðila til að annast málefni húsfélagsins eða rekstrarfélagsins ? Eignaumsjón hf . – Suður landsbraut 30 – Sími 585 4800 – afgreids la@eignaumsjon. is – www.eignaumsjon. is 6 20. Nóvember 2014 Norðurál með 3,2 milljarða króna hagnað árið 2013 Hagnaður af rekstri álversins á Grundartanga nam 27,6 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, jafnvirði 3,2 milljarða króna. Árið 2012 skilaði reksturinn jákvæðri afkomu upp á 46,6 milljónir dala og dróst hagnaðurinn því saman um 41% milli ára. Ragnar Guðmunds- son, forstjóri Norðuráls segir að upp- gjörið sé ágætt miðað við aðstæður og bendir á að álverð var talsvert lægra árið 2013 en 2012. Norðurál hefur verið rekið með með hagnaði síðustu árin og náðst hefur mikill árangur í rekstrinum, allar lykiltölur mjög góðar. Það á við um framleiðni, öryggismál og umhverfismál. Samkvæmt ársreikningi Norðuráls Grundartanga ehf. fyrir árið 2013, sem fyrirtækið skilaði til árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra í síðustu viku, greiddi það 718 milljónir króna í tekjuskatt vegna hagnaðarins á árinu. Ragnar segir að sumir segi að hag- kvæmni álvera á Íslandi byggist á lágu orkuverði, en því fari fjarri sanni. Það eru gæði framleiðslunnar og forskotið sem fyrirtækin hafa sem er krítískt í vexti og viðgangi álframleiðslunnar. Raforkuverð til álvera á Íslandi er til dæmis hærra en í Miðausturlöndum, en álver þar sækja í auknum mæli inn á Evrópumarkað. ragnar Guðmundsson, forstjóri Norð- uráls á Grundartanga. Eldvarnafræðsla og afmælisboð hjá slökkviliðinu á Akranesi Slökkvilið Akraness og Hval-fjarðarsveitar býður almenning velkominn á slökkvistöðina þriðu- daginn 25. nóvember nk. klukkan 13.00 -19.00 í tilefni af Eldvarnaátakinu 2014 og 80 ára afmæli slökkviliðsins. Gestum gefst kostur á að skoða slökkvistöðina og búnað slökkviliðsins. Fyrr um daginn fá öll átta ára börn á starfsvæði slökkvi- liðsins og foreldrar þeirra fræðslu um eldvarnir á slökkvistöðinni. Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri Akranes- bæjar og Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar munu taka þátt í fræðslunni en hún er liður í Eldvarna- átaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sem haldið er í lok nóvember ár hvert. Þráinn Ólafs- son slökkviliðsstjóri segist vonast til að sjá sem flesta gesti á slökkvistöðinni í næstu viku. „Við ætlum að sýna búnaðinn okkar og hvernig hann virkar, kenna fólki að slökkva eld með handslökkvitæki og eldvarnateppi og jafnvel að leyfa fólki að spreyta sig á því. Ég hvet íbúa á svæðinu til að koma og taka þátt í því með okkur að fagna 80 ára afmæli slökkviliðsins, segir Þráinn. Í Eldvarnaátakinu fræða slökkviliðs- menn um allt land nemendur í 3. bekk grunnskólanna um eldvarnir heim- ilisins. Börnin fá öll að gjöf handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins og söguna af slökkviálf- unum Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg. Börnunum býðst einnig að taka þátt í Eldvarnagetraun- inni og eru vegleg verðlaun í boði sem jafnan eru afhent á 112-daginn, 11. febrúar. Svörin við spurningunum er að finna í sögunni af Brennu-Vargi. Að þessu sinni afhenda slökkviliðs- menn börnunum einnig fræðsluefni um varnir gegn vatnstjóni en gríðar- legt eignatjón, rask og jafnvel heilsutjón verður af völdum vatnsleka á heimilum ár hvert. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur staðið fyrir Eldvarnaátakinu samfleytt í rösklega tvo áratugi og frætt um eitt hundrað þúsund börn um eldvarnir. Þau elstu eru nú um þrítugt. Nýleg könnun Capacent Gallup sýnir að yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda telur Eldvarnaátakið mikilvægt. Þá sýnir könnunin jafnframt að slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn njóta trausts meðal almennings langt um- fram helstu stofnanir samfélagsins. Garðar H. Guðjónsson Halla Sólveig Þorgeirsdóttir Þrúður Óskarsdóttir Logi og Glóð. HVALFJARÐARSVE ITA R S L Ö K K V I L I Ð Logo Slökkviliðs Akraness og Hval- fjarðarsveitar. Hvalabjór Brugghúss Steðja staðfestur öruggur - ekki gætt skyldu sem matvælafyrirtæki og bjórinn því innkallaður Atvinnuvega- og nýsköp-unarráðuneytið birti í síð-asta mánuði úrskurð vegna stjórnsýslukæru Brugghússins-Steðja ehf. í Flókadal í Borgarfirði vegna ákvörðunar heilbrigðiseftirlits Vest- urlands frá 13. janúar 2014 að stöðva markaðssetningu og innkalla hvala- bjór. Niðurstaða ráðuneytisins er að stað- festa beri ákvörðun heilbrigðiseftirlits Vesturlands þar sem kærandi, Brugg- húsið-Steðja ehf. hafi ekki gætt að skyldu sinni sem matvælafyrirtæki skv. 8. gr. b laga nr. 93/1995 um matvæli, að uppfylltar væru kröfur laga og stjórn- valdsreglna sem gilda um starfsemi hans. Hvalmjöl sem kærandi notaði við framleiðslu hvalabjórs er aukaafurð dýra og um meðhöndlun aukaafurða dýra gilda ákvæði laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim sem kærandi gætti ekki að við fram- leiðslu hvalabjórs. Þrátt fyrir það telur ráðuneytið að hvalabjórinn hafi verið öruggur skv. 1. gr. laga um matvæli enda liggi fyrir í gögnum málsins rann- sóknarsýni á hvalabjórnum. Einnig er í úrskurðinum fjallað um aðkomu Hvals hf. og heimildir fyrirtækisins að afhenda kæranda hvalmjölið til frekari meðhöndlunar. Þá er einnig fjallað um vankanta á stjórnsýslumeðferð málsins af hálfu heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem ráðuneytið telur að hafi ekki haft áhrif á efnislega niðurstöðu málsins. Dagbjartur Arilíusson, fram- kvæmdastjóri Brugghússins Steðja segir að hvalabjórinn hafi verið brugg- aður í anda hins íslenska þorra og hafi verið ætlaður til tímabundinnar sölu á þorranum. Aðeins hafi verið heimilt að selja bjórinn frá 24. janúar 2014 til 22. febrúar 2014. Dagbjartur segir gæði hvalamjölsins hafi staðist allar heilbrigðiskröfur sem gerðar séu til öruggrar neyslu matvæla. Í úrskurðarorði ráðuneytisins segir: „Ákvörðun heilbrigðiseftirlits Vestur- lands dags. 13. janúar 2014 er staðfest.“ bjór frá brugghúsi Steðja, þó ekki hvalabjór.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.