Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 12

Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 12
Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Innritun vegna vorannar 2015 er hafin og henni lýkur 30. nóvember. Hægt er að skila inn umsóknum rafrænt á menntagatt.is Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans og á skrifstofu. Laus pláss eru á heimavist á vorönn 2015. Námsframboð fyrir fullorðna á vorönn 2015 Húsasmíði og vélvirkjun Opið er fyrir umsóknir um nám í húsasmíði og vélvirkjun á vorönn 2015. Námið er blanda af staðbundnum lotum utan dagvinnutíma og fjarnámi. Nánari upplýsingar og innritun eru á skrifstofu skólans. Fjölbrautaskóli Vesturlands Fjölbrautaskóli Vesturlands Sími: 433-2500 Vogabraut 5 Heimasíða: http: www.fva.is 300 Akranesi Tölvupóstur: skrifstofa@fva.is Áætlun Baldurs Frá Sun. - Fös. Stykkishólmi kl. 15:00 Brjánslæk kl. 18:00 Sæferðir • Smiðjustígur 3 • 340 Stykkishólmur seatours@seatours.is • Sími 433 2254 SK ES SU H O R N 2 01 4 20. Nóvember 201412 Háskólinn á Bifröst: Kynning í skólum á íslensku atvinnulífi Háskólinn á Bifröst heldur úti skólaútgáfu af sýningu um íslenskt atvinnulíf sem er til sýnis í húsakynnum skólans á Bifröst. Með því vill háskólinn leggja sitt af mörkum við að efla tengsl skóla og atvinnulífs og leggja áherslu á mikilvægi alhliða menntunar fyrir atvinnulífið. Vikuna 3. -7. nóvember sl. var skólaútgáfan sett upp í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og í sömu viku haldinn fjölmennur viðburður með um 150 nemendum úr skólanum ásamt nemendum í 8. – 10. bekk við Grunnskóla Grundar- fjarðar og Grunnskóla Snæfellsbæjar. Gestir frá Norðuráli, Sjávariðjunni Rifi og Landssamtökum kúabænda töluðu við nemendur og svöruðu fyr- irspurnum. Sterklega kom fram í sam- tali nemenda og fulltrúa fyrirtækjanna að alhliða menntun og tækniþekking væru miklvæg verkfæri fyrir framtíð- ina. Sýningin hefur einnig verið sett upp í Grunnskólunum í Borgarfirði, Grunnskóla Borgarness og Mennta- skólanum í Borgarnesi. Eftir áramót verður haldið með sýninguna í skóla á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Sýning um íslenskt atvinnulíf er samtíma atvinnulífssýning og megin- uppistaða sýningarefnisins eru vegg- spjöld þar sem starfsfólk fyrirtækjanna segir sína sögu af þeim verðmætum sem það skapar í daglegu starfi. Sýn- ingin er lifandi og geta fyrirtæki því sífellt haldið áfram að bætast í hópinn. Nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru áhugasamir um alhliða menntun og tækniþekkingu. Uppskeruhátíð ferðaþjón- ustunnar á Vesturlandi Fimmtudaginn 13. nóvember sl. kom fólk sem rekur fyrirtæki og starfar innan ferðaþjónustu á Vesturlandi árlegs haustfundar. Þetta var uppskeruhátíð ferðaþjón- ustunnar og stóð hún í heilan dag en haustfundir af þessu tagi hafa verið haldnir síðustu ár. Fyrsti fundurinn var í Dölum, svo á Snæfellsnesi, í fyrra í Reykolti í Borgarfirði og nú var röðin komin að Hvalfjarðarsveit og Akranesi. Bjartsýni ríkir í ferðaþjón- ustumálum á Vesturlandi, stefnt er að frekari uppbyggingu þeirra ferða- mannastaða sem mesta hylli njóta, en sveitarfélagin vinna öll að eflingu ferðamannaiðnaðarins í heimabyggð, afar misjafnlega mikið þó. Uppskeruhátíðin í ár fór m.a. fram í Hvalfirði. Litadýrð kvöldsólarinnar er óvíða jafn fögur og við Faxaflóa. Hún selur vafalaust einhverjar ferðir útlendinga til landsins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.