Vesturland - 18.12.2014, Blaðsíða 4

Vesturland - 18.12.2014, Blaðsíða 4
18. Desember 2014 Sannleikurinn um auðlindarentuna Auðlindarenta er töfraorð í núverandi umræðu um sjáv-arútvegs- og efnahagsmál. Þetta er talan sem sjávárútvegurinn á að skila eiganda sjávarauðlindar- innar, fólkinu í landinu, fyrir afnot af henni. Umbjóðendur fólksins, stjórn- málamenn, skulu vera ábyrgir fyrir því að þessi renta ( arður ) sé rétt út reiknaður og greiddur refjalaust. Auð- lindarentan á að skila áður ófundnum peningum, og helst leysa öll vandamál þjóðarinnar. Hér byrjar ballið! Auðlindarenta er vissulega falleg hugsun, en þrátt fyrir fræðilegan búning og speki, er útfærsla þessarar hugmyndar alveg óframkvæmanleg í flóknum rekstri sjávarútvegs á Ís- landi. Það að einangra þennan ábata, er ekki hægt með nokkrum vitrænum hætti. Afrakstur tilrauna í þessa átt leiða til óviðráðanlegs flækjustigs og blindgötu. Afraksturinn er einfald- lega hærri skattar, þ. e. tekjuskattar, á sjávarútveginn, bundinn með slaufu auðlindarentu. Í þessum stutta texta, verða ekki raktar fræðilega deilur, um þetta efni, eða þann vandræðagang liðinna ára sem einkennt hefur útfærslu þessara hugmynda, og annað réttlæti stjórn- málamanna. Tillaga höfundar er að með öllu verði horfið af þessari leið og umræðan núllstillt. Endurskoðun laga um sjávarútveg verði ekki látin mótast af þessari hugmyndafræði. Ekki á að skattleggja sjáv- arútveginn umfram aðrar atvinnugreinar Sé það vilji löggjafarvaldsins, að skatt- leggja vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki, sérstaklega, þá verði frekar valin til þess troðin slóð, tekjuskattskerfis fyr- irtækja. Það kerfi er þrautreynt, fyrir- tækin vinna nú þegar í því kerfi, allt skattaeftirlit er stillt inn á það, svo og greiðslufyrirkomulag. Ég tel reyndar að engin sérstök rök séu fyrir því að skattleggja sjávarútveg sérstaklega um- fram aðrar greinar. Bendi t.d. á það að helsta söluvara ferðamannaiðnaðarins er íslensk náttúra. Sú tilraunastarfsemi, innheimta sérstaks auðlindagjalds, og forræðishyggja sem einkennt hafa um- ræðuna er hinsvegar svo skaðleg að ýmislegt er á sig leggjandi til að hrinda henni af höndum sjávarútvegsins. Jón Atli Kristjánsson hagfræðingur 4 Vesturland 21. tBl. 3. ÁrGanGur 2014 ÚtGefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. ÁbyrGðarmaður: Ámundi Ámundason, auGlýsinGastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang: amundi@fotspor.is. auGlýsinGar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 840-9555 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 6.400 eintök. dreifing: Íslandspóstur. Fríblaðinu er dreiFt í 6.400 eintökum í allar íbúðir á akranesi, dreiFbýli á akranesi og í borgarnesi. blaðið liggur einnig Frammi á helstu þéttbýlisstöðum á Vesturlandi Í viðhorfskönnun sem unnin var fyrir Vegagerðina á þessu ári af Bjarna Reynarssyni um ferðavenjur var leitast við að fá mynd af ferðavenjum innanlands og hvernig þær hafa breyst frá fyrri könnunum sem gerðar voru á sama hátt. Svara var leitað á höfuðborgarsvæðinu, Árborg, Reykjanesbæ og Akranesi auk Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar. Hvað varðar áhrif erlendra ferðamanna kemur fram að 8% svarenda nota strætó á ferðum út fyrir búset- usvæðið og 11% telja að fjöldi ferðamanna hafi áhrif ferðavenjurnar, aðallega þannig að forðast er að sækja fjölsótta ferðamannastaði. Stuðningur við flugvöll í Vatnsmýrinni hefur aukist, 62% vilja ekki flytja flugvöllinn en ef svör Reykvík- inga er skoðuð er hlutfallið 51% en 90% frá landsbyggðarkjörnunnum. Þegar Reykvíkingar eru spurðir hver sé mikilvægasta framkvæmd í sangöngumálum á höfuðborgarsvæðinu nefna flestir stofnvegakerfið, eða 27%, en bætt þjónusta strætó og bættar hjóla- og gönguleiðir koma þar skammt á eftir. Þegar spurt er sömu spurningar á landsbyggðinni nefna flestir jarðgangagerð, eða 20% og þar á eftir koma almenningssamgöngur. Það hlýtur þó að einhverju leiti ráðast á hversu þéttbýlu svæði viðkomandi býr á landsbyggðinni. Jólafastan Aðventan eða jólafasta spannar síðustu fjórar vikur fyrir jól. Þetta er sá tími sem kristnir menn taka frá til að undirbúa komu frelsarans og til að minnast fæðingar hans. Aðventukransinn sem nú sést víðast er Norður-Evrópsk hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið, annað kertið nefnist Betlehemskertið, þiðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum og fjórða kertið nefnist englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar. Aðventukransinn er upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar, barst til Suður-Jótlands og varð algengur í Danmörku eftir 1940. Frá Danmörku barst þessi siður til Íslands. Í fyrstu var aðventukransinn aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en á sjöunda áratugnum fór hann að tíðkast á íslenskum heimilum. Fyrir rúm- lega 40 árum orti norski rithöfundurinn Sigurd Muri ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast „Nå tenner vi det første lys” og er það sungið við sænskt lag frá 1898 eftir Emmu Christinu Köhler, á íslensku nefnist það „Við kveikjum einu kerti á” en textinn er eftir Lilju Kristjánsdóttur frá Svarfaðardal. Næsta sunnudag er fjórði sunnudagur í aðventu, en þá er sungið: Við kveikjum fjórum kertum á; brátt kemur gesturinn og allar þjóðir þurfa að sjá að það er frelsarinn. Blaðið VESTURLAND sendir sendir öllum lesendum sínum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Stuðningur við flugvöll í Vatnsmýrinni hefur aukist Leiðari Kirkja mánaðarins – Staðarhólskirkja Staðarhólskirkja er í Hvammsprestakall í Dölum. Staðarhóll er fornt setur höfðingja og kirkjustaður í mynni Staðarhólsdals í Saurbæ og er kirkjan er bændakirkja. Elzta heimild um kirkju að Staðarhóli eru frá því um aldamótin 1200. Kat- ólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Pétri postula. Samkvæmt máldaga voru þar tveir prestar árið 1397. Staðarhóls- Páll, Páll Jónsson (1535-1598), sýslu- maður, náði Staðarhóli undan Skál- holtsbiskupi, sem hafði tekið staðinn á sitt vald og kirkjunnar. Staðurinn var í eigu niðja Páls til aldamótanna 1900. Kirkjan var lögð niður skömmu fyrir 1900 en ný kirkja var reist á Skollhóli, sem heitir nú Kirkjuhóll, í stað Staðar- hóls- og Hvolskirkna. Núverandi kirkja var reist árið 1899 á nýjum stað við kirkjuhól og var vígð 3. desember sama ár. Hinn 17. febrúar 1981 fauk kirkjan af grunni og skemmdist verulega en hún var endurbyggð í upprunalegri mynd. Meðal merkra merkra gripa er altaristafla frá 1750 og sérstakur kop- arhringur með ljónshöfði. Sunnan kirkjunnar standa minn- isvarðar um skáldin þrjú úr Saur- bænum, þá Stefán frá Hvítadal, Stein Steinarr og Sturlu Þórðarson. Minn- isvarðarnir eru þrjár steinsúlur. Þetta voru allt Dalamenn þótt þeir hafi dvalið misjafnlega lengi í Saurbænum og verið upp á misjöfnum tíma, því Sturla Þórðarson var auðvitað uppi á þrettándu öld en Stefán og Steinn á þeirri tuttugustu. staðarhólskirkja. Jón Atli Kristjánsson hagfræðingur. Jólanótt í Kasthvammi Það skeði einhverju sinni að Hvammi í Laxárdal í Suður-Þing-eyjarsýslu á þeim tímum sem messur tíðkuðust á jólanætur að maður sem heima var þar eftir hvarf á jólanótt, og fór svo tvær jólanætur, en þriðju jóla- nótt vildi enginn vera heima nema einn sem bauð sig fram til þess. Þegar nú fólkið var í burtu farið tók hann sér góða bók og las í henni þar til hann heyrði einhvern umgang frammi í bænum; þá slekkur hann ljósið og getur troðið sér milli þils og veggjar. Síðan færist nú þruskið inn að baðstofunni og gjörist nú æ ógnarlegra, skraf og háreysti, og þegar það er komið inn í baðstofu gaufar það í hvert horn og verður þá glaðværð mikil er það kemst að raun um að enginn muni vera heima. Kveikir það þá ljós, setur borð á mitt gólf, breiðir á dúk og ber á alls konar skrautbúnað og óút- segjanlegar dýrindiskrásir. Þegar best stóð nú á borðhaldinu stökk maður- inn undan þilinu og þá tók huldufólkið fjarskalegt viðbragð undan borðum út, og út og upp á heiði og beina stefnu að Nykursskál (það er stór kvos sunnan og austan í Geitafellshnjúk). Þetta fer maðurinn allt á eftir, en þarna hverfur honum fólkið í klappir. En hann fer heim og sest ðð leifunum á borðinu, og bar ekki á neinu illu á jólanætur upp frá því. Eftir þetta var bærinn kallaður Kasthvammur af því ógnarlega kasti sem huldufólkið tók frá krásaborðinu. Öðruvísi segja aðrir: Þegar fólkið stóð frá borðinu varð á eftir madama nokkur tigugleg. Hún hafði yfir sér grænt silki- kast og náði maðurinn í það og reif úr því eða konan kastaði því af sér, og fyrir þetta er bærinn kallaður Kasthvammur. Silki þetta var lengi síðan brúkað fyrir altarisklæði í Þverárkirkju. bAÐsTOFA. ekki voru þær þó allir jafn vistlegir og þessi hér.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.