Vestfirðir - 11.01.2013, Side 12
11 janúar 2013
Neysluvatns-, sjó-
og þrýstiloftslagnir
Plast, hár brunastaðall,
hentar sjávarútveginum
Hjallabrekka 1 • 200 Kópavogur • Símar: 564 3000 – 564 0030
Fax: 564 0030 • www.loft.is • loft@loft.is
Fjórhjólalagerinn
Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355
www.4h.is
Eigum til reimar í miklu
úrvali í flestar gerðir
snjósleða og fjórhjóla.
12
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
Þrír Frakkar
Café & Restaurant
Ferskur léttsteiktur bláugga-
túnfiskur m/soya-smjörsósu
og wasabi-kartöflumús
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
Jón Bjarnason tekur ekki þátt í forvali VG
Átta manns taka þátt
í forvali flokksins
Jón Bjarnason, oddviti Vinstrihreyf-ingarinnar grænt framboð í Norð-vesturkjördæmi tekur ekki þátt í
forvali VG sem fram fer 27. janúar
nk. Jón Bjarnason segir að við Alþing-
iskosningar 2009 hafi Vinstrihreyf-
ingin grænt framboð fengið yfirburða
kosningu í Norðvesturkjördæmi og 3
þingmenn.
,,Enginn vafi er á að einörð stefna
og áherslur flokksins og okkar sem
skipuðum þá forystusveit, átti hljóm-
grunn og stuðning meðal íbúa kjör-
dæmisins og raunar langt út fyrir mörk
þess. Kjörorðin -vegur til framtíðar-
vörðuð trausti og trúnaði voru aðals-
merki VG í þeirri kosningabaráttu og
eftir þeim gildum hef ég starfað. Ég
hef setið á Alþingi sem fulltrúi VG
frá því flokkurinn fékk fyrst kjörna
menn á þing 1999 og átt virkan hlut
í að móta grunnstefnu flokksins og
áherslur ásamt mörgu öðru góðu
fólki. Það hafa orðið mér vonbrigði
hvernig haldið hefur verið á mörgum
stefnumálum VG síðustu misseri og
vikið frá þeim gildum sem hann var
stofnaður um. Afstaða mín og skoð-
anir í þeim málum eru öllum kunnar.
Ég nefni hér umsóknina um aðild að
ESB þvert á grunnstefnu flokksins og
gefin kosningaloforð, niðurskurð til
velferðarmála, ásamt því hvernig hert
hefur verið með margvíslegum hætti
að íbúum á landsbyggðinni,” segir Jón
Bjarnason.
Jón Bjarnason segir að þótt hann
hafi hafi ákveðið að gefa ekki kost á
sér til framboðs fyrir VG við næstu
Alþingiskosningar muni hann áfram
leggja sitt af mörkum og berjast fyrir
þær hugsjónir og grunngildi sem hann
hefur verið talsmaður fyrir og starfað
eftir.
Átta í forvali
Í forvali VG 27. janúar nk. taka þátt:
• Finnbogi Rögnvaldsson,
Borgarnesi, 5.-6. sæti.
• Lárus Ástmar Hannesson,
Stykkishólmi, 2. sæti.
• Lilja Rafney Magnúsdóttir,
Súgandafirði, 1. sæti
• Matthías Sævar Lýðsson,
Húsavík á Ströndum, 3.-4. sæti.
• Ragnar Frank Kristjánsson,
Hvanneyri, 3.-6. sæti.
• Reynir Eyvindarsson,
Akranesi, 3.-6. sæti.
• Trausti Sveinsson,
Bjarnargili í Fljótum, 1.-6. sæti.
• Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir,
Kleppjárnsreykjum, 3.-6. sæti.
Mestar líkur verða að teljast til þess
að Lilja Rafney og Lárus Ástmar muni
leiða lista VG í vor, því aðeins einn
annar frambjóðandi, Trausti Sveinsson
býður sig fram í 1.-2. sætið á móti þeim.
Trausti gæti hins vegar náð 3. sætinu
til þess að einhver Norðlendingur sé í
einhverju af efstu sætunum. Athygli
vekur að enginn Húvetningur sækist
eftir sæti á framboðslista VG í Norð-
vesturkjördæmi.
jón Bjarnason þingmaður og fyrrverandi ráðherra.
Nýtt deiliskipulag af
hafnarsvæðinu á Bíldudal
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í haust að aug-lýsa nýtt deiliskipulag af
hafnarsvæðinu í Bíldudal, og var
deiliskipulagstillagan til kynningar
til 7. desember sl. Þeir sem hags-
muni töldu sig eiga að gæta gátu
skilað inn athugasemdum til sama
tíma, og þurftu þær að vera skrif-
legar. Athugasemd barst frá Herði
Einarssyni fyrir hönd Rækjuvers
ehf. Skipulags- og byggingarnefnd
hefur falið byggingarfulltrúa að gera
drög að svarbréfi í samræmi við það
sem rætt var á fundinum vegna
athugasemda forsvarsmanna Rækju-
vers ehf. og leggja fyrir nefndina á
næsta fundi.
Höfnin á Bíldudal.