Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 14.03.2002, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur 14. mars 2002 Margrét Hofteig og John Hgjdor Hofteig, Kanadamenn af íslenskum ættum í heimsókn: Stödd á Islandi í sjötta sinn Fyrir skömmu síðan voru stödd hér í Vestmanna- eyjum Margrét Hofteig Hattstad og bróðursonur hennar John Haldor Hofteig. Þau hafa hvort fyrir sig ferðast sex sinnum til Islands en þetta var fyrsta ferðin til Vest- mannaeyja. Þau eru af íslensku bergi brotin en forfeður þeirra fluttust til Vesturheims á sínum tíma. Alltaf töluð íslenska Margrét Hofteig Hattstad er fædd 2. maí 1909 og uppalin í eða nálægt Minneota sem er smábær í Minnesota og margir Islendingar settust að í. Móðir hennar var fædd á Vopnafírði en hún var á fyrsta ári þegar foreldrar hennar og fjölskylda fluttust til Ameríku 1878. Faðir hennar fæddist í Minneota en hann átti ættir að rekja til Egilsstaða og bæjarins Hofteigs sem íjölskyldan kennir sig við. Margrét talar reiprennandi íslensku og tilheyrir síðustu kynslóðinni sem ólst upp við að íslenska væri töluð á heimilinu. „Foreldrar mínir brúkuðu bara íslensku fyrstu árin og það var alltaf töluð íslenska öll mín uppeldisár. Þegar ég stálpaðist las ég tímarit fyrir afa minn. Eg átti marga ættingja sem töluðu málið en í föðurætt voru afi og amma og í móðurætt voru langafi og langamma, afi og amma, ásamt frænkum og frændum. Langafi átti ættingja í Kanada lfka og þau fluttust þangað síðar og hann lést þar,“ segir Margrét. Margrét segist ekki hafa haft sérstakan áhuga á Islandi né spurt mikið um landið þegar hún var að alast upp. „Það var kort af íslandi uppi á vegg heima og fólkið mitt talaði um landið, og þá landið eins og það var þegar það fór. Það talaði um Grundarhól og Glaumbæ eins og ekkert hefði breyst. Ein frænka mín hafði meiri upplýsingar frá sínum foreldmm og var ein sú fyrsta af okkur til að heimsækja ísland, það gerði hún 1962 til 1963. Ég hef hitt ættingja mína hér en langafi minn ólst upp á Víkingavatni og frændfólk mitt frá Skeggjastöðum býr í Reykjavík og á Egilsstöðum. Það er mjög gaman að hitta þetta fólk og það tekur mjög vel á móti okkur.“ Miklar framfarir í málefnum fatlaðra Margrét ólst upp á sveitabæ og vann þau verk sem til féllu á heimilinu meðal annars við garðyrkju. Hún giftist manni af norskum ættum sem hét Theódór og var stálsmiður. Margrét var spurð hvort ekki hafi margt breyst frá því hún var að alast upp fyrir um níutíu ámm. Hún segir svo vera og minnist sérstaklega á málefni fatlaðra. „Ég vann við um- önnun fatlaðra lengst af og það hafa orðið miklar framfarir í þeim efnum. Fatlaðir vora settir til hliðar og dæmi vom um að fólk ætti flogaveik böm sem enginn vissi um. Betri lyf hafa bætt og breytt líðan fólks og gert því mögulegt að búa heima í stað þess vera á stofnunum. Menntun starfs- fólks og öll þjálfun fatlaðra hefur tekið miklum framfömm. Stofnanir em ekki eins stórar og fatlaðir búa saman á heimilum. Nú er hægt að hjálpa MARGRÉT Hofteig Hattstad og bróðursonur hennar John Haldor Hofteig. Þau hafa hvort fyrir sig ferðast sex sinnum til íslands en þetta var fyrsta ferðin til Vestmannaeyja. Margrét segist ekki hafa haft sérstakan áhuga á íslandi né spurt mikið um landið þegar hún var að alast upp. „Það var kort af íslandi uppi á vegg heima og fólkið mitt talaði um landið, og þá landið eins og það var þegar það fór. Það talaði um Grundarhól og Glaumbæ eins og ekkert hefði breyst. Ein frænka mín hafði meiri upplýsingar frá sínum foreldrum og var ein sú fyrsta af okkur til að heimsækja ísland, það gerði hún 1962 til 1963. Eg hef hitt ættingja mína hér en langafi minn ólst upp á Víkingavatni og frændfólk mitt frá Skeggjastöðum býr í Reykjavík og á Egilsstöðum. Það er mjög gaman að hitta þetta fólk og það tekur mjög vel á móti okkur.“ börnum sem fæðast vansköpuð, með aðgerðum og til dæmis hægt að laga hendur og fætur.“ Allt tært og hreint John Haldor er bróðursonur Margrétar en faðir hans var Halldór Jón Hofteig. Hann talar ekki íslensku enda var hún ekki töluð á heimilinu þegar hann ólst upp en hann sagði mikil og náin tengsl hafa verið innan fjölskyldunnar. Vinir og vandamenn hittust oft og þá talaði eldra fólkið íslensku. I Minne- ota var starfandi kvenfélag og það stóð fyrir samkomu á hverju vori. Þó svo John tali ekki íslensku segir hann „samkoma“ þegar hann talar um hátíðina. „Ég var ekki mjög upptekinn af tengslunum við Island en þó svo ég væri kominn í háskóla vildi ég alltaf mæta á samkomurnar. Þar vom sýndar kvikmyndir frá Islandi og sungin íslensk þjóðlög o.fl. Þórdfs frænka mín fór til Islands 1963 og hitti ættingja í Reykjavík. Ég lékk tækifæri til að koma hingað 1979 og aftur 1999 og er búinn að koma fimm sinnum síðustu þijú ár. Ég er búinn að fara hringinn í kring um landið og það heillar mig mjög mikið hvað allt er tært og hreint. Ég fór eitt sinn út að keyra með Vigfúsi Ingvars- syni frá Egilsstöðum og ég spurði hann hvaða vatn þetta væri sem var framundan og hann sagði mér að þetta væri sjórinn," segir John. „Þetta hafa verið hillingar skýtur Margrét inn í á sinni gömlu og góðu íslensku." Alitinn skrýtinn eða skondinn John segist einnig vera mjög hrifinn af hinum skörpu skilum í landslaginu og nefnir græn tún, kletta og hraun. „Ég hef mikinn áhuga á að læra íslensku en ég hef áhuga fyrir tungumálum og tala auk enskunnar frönsku og þýsku. Það er gaman að ferðast með Margréti því hún talar málið og ég skil auðvitað talsvert í íslensku. Ég læri alltaf meira og meira um landið og ættemi mitt og ég tek mikið af myndum. Fólkið hér er mjög vingjamlegt og þegar ég var hér 1999 fór ég í langa göngu um Reykjavík. Ég sagði góðan dag við þá sem ég mætti og allir tóku undir. Ef ég gerði það á götu í Chicago væri ég álitinn skrýtinn eða skondinn. Ef ég sýni áhuga á íslandi þá em Islendingar opnari og ættingi minn á Húsavík sagði að áhugi á tengslum við Islendinga vestanhafs hefði vaknað fyrir um tuttugu og fimm árum og nú er verið að rannsaka þetta. Aður hefðu verið litið svo á að fólkið hefði yfirgefið landið.“ Hekluklúbburinn Margrét er spurð nánar út í sam- komumar hvort einhverjar hefðir tengist Islandi „Hekluklúbburinn hefur staðið fyrir þessum samkomum í meira en sjötíu og fimm ár. Fyrst í stað voru þær í Minneota en nú eru þær haldnar í Minneapolis en margt fólk flutti frá sveitinni inn í borgina. íslenska Heklufélagið var kvenfélag og síðar breyttist það í Islendinagfélag. Kvenfélagið safnaði peningum fyrir háskólanemendur sem vildu stunda nám á íslandi og eins til að styrkja íslenska háskólastúdenta til náms í skólum úti. Á þessum samkomum er alltaf boðið upp á vínartertu sem em þunnar kökur fimm til sex lög og beijamauk á milli. Ég var líka alltaf með vínartertu á þakkargjörðadaginn en ég man ekki eftir sérstökum hefðum á hátíðum sem tengjast íslandi. Við brúkuðum ekki íslenska búninginn en við fómm alltaf til guðsþjónustu um jólin. Ég heyrði um jólasveina og ekki má gleyma jólakettinum." Chicago aðferðin John segist alltaf sækja þorrablótin sem haldin em í Chicago og sam- komumar eins og fyrr segir til að efla tengslin við landið. ,Á samkomunum er alltaf spilað happadrætti og á þeirri síðustu keypti ég heilan helling af miðum og vann ferð til Noregs með stoppi á Islandi. Það vom hjón búin að vinna ferð tvisvar í röð og margir reiknuðu með að þau ynnu líka í þetta skipti. Ég sagðist sagðist nota Chicago aðferðina, kjósa snemma og kjósa oft en það féll ekki í góðan jarðveg. Þegar ég sagðist ætla að taka Margréti frænku með urðu allir sáttir því það þykir öllum svo vænt um hana,“ sagði John. Hann vildi einnig taka fram að hún væri oft kölluð Margrét brauðgerð- arkona því hún bakaði einsktaklega góð brauð og hefði haldið námskeið í brauðgerðarlist. Eru fáir eftir Eins og fyrr segir talar Margrét mjög góða íslensku og tilheyrir síðustu kynslóðinni sem ólst upp við að tala hana. Þegar hún er spurð hvort hún fái ekki sjaldan tækifæri til að tala hana segir hún svo vera. „Það em allir famir fyrir utan vinkonu mína sem er hundrað ára og systur hennar sem er yfir nírætt. Við hittumst einstaka sinnum og tölum stundum saman í síma,“ segir Margrét. Að lokum má geta þess að þegar blaðamaður var í bamaskólanum í sínum fyrstu enskutímum þá sagði kennarinn nemendum sínum frá því að afkomendur íslendinga í vestur- heimi töluðu íslensku en vantaði nýyrði yfir tækninýjungar. Sagði hann þá blanda saman íslensku og ensku og tiltók orðið bíl sérstaklega. Þegar Margrét var spurð hvort hún vissi hvað bíll væri þá endurtók hún orðið eins og hún væri í vafa en sagði svo þegar hún áttaði sig, „Við kölluðum það alltaf bifreið." Það var sannarlega gaman að fá tæki- færi til að tala við einn af þeim síðustu einstaklingum sem varðveitt hafa málið í „nýja heiminum" og virtist vera eins íslensk og hver önnur kona sem alltaf hefur búið hér. Guðbjörg

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.