Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2003, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 4. desember 2003 Landa- KIRKJA Fimmtudagur 4. desembcr Kl. 10:00 Mömmumorgun. Kl. 18:00 Kóræfing hjá Litlum lærisveinum. Aukaæfing. Kl. 20:00 Tólf spora vinna heldur áfram í KFUM&K heimilinu. Laugardagur 6. descmbcr Kl. 16:00 Tónleikar Védísar Guðmundsdóttur þverflautuleikara og Guðmundar H Guðjónssonar organista í safnaðarheimili og kirkju Landakirkju. Annar sunnudagur í aðventu Kl. 11:00 Sunnudagaskóli. Kl. 14:00 Guðsþjónusta ásamt altarisgöngu á öðmm sunnudegi í aðventu. Kl. 20:00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K, jólin fram- undan. Mánudagur 8. desember Kl. 18:00 Æskulýðsstarf fatlaðra, Jóla-poppmessa. Fjölskyldur og velunnarar velkomnir, Þriðjudagur 9. desember Kl. 15:00 Kirkjuprakkarar komnir í jólaskap, 6-8 ára krakkar í kirkjunni. Kl. 16:00 Litlir lærisveinar Landakirkju. Kóræfing hjá yngri hóp 1 .-4. bekkur. Kl. 17:00 Litlir lærisveinar Landa- kirkju. Kóræfmg eldri hóps, 5. bekkur og eldri. Miðvikudagur 10. desember Kl. 17:30 TTT yngri og eldri saman , 9-12 ára krakkar í kirkjunni, komnir í jólaskap. Sr. Fjölnir Asbjömsson, Esther Bergsdóttir og leiðtogamir. Kl. 20:00 Opið hús í annarri viku aðventu, hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM&K í félagsheimili KFUM&K. Esther Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr. Fjölnir Asbjömsson og leiðtog- amir. Kl. 20:00 Sorgin og jólin. Fyrir- lestur og umræður um sorg og sorgarviðbrögð. Sr. Halldór Reyn- isson prestur og fræðslustjóri flytur erindi um sorgina og jólatímann. Hann leiðir svo fyrirspurnir og umræður. Allir em velkomnir. Um er að ræða samstarfsverkefni Félagsþjónustunnar, Heilbrigðis- stofnunar og Landakirkju. Hugs- anlega verður þetta kvöld upphafið á frekara samstarfi á þessum vettvangi hér í Eyjum. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 4. desember Kl. 17.00 Skjaldberar, frábært starf fyrir 10-12 ára krakka. Kl. 20.30 Biblíufræðsla, þar sem allir em velkomnir að koma og fræðast. Föstudagur 5. desember Kl. 20.30 Unglingakvöld. Allir unglingar velkomnir. Laugardagur 6. desember Kl. 20.30 Lofgjörðar- og bæna- stund. Annar sunnudagur í aðventu Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn. Við kveikjum á tveimur kertum og heyrum um fæðingu Jesú. Öll böm og fullorðnir velkomin. Kl. 15.00 SAMKOMA Það er gott að koma í kirkju og taka þátt í lofsöngnum og heyra orð Guðs. Lilja Oskarsdóttir prédikar. Tekin verða samskot til kristniboðsins. Allir em hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 6. desember Kl. 10.30 Biblíurannsókn. | Hnefaleikakeppnin um helgina: Tilbreyting með slysalegum endi UMGJÖRÐ keppninnar öll hin glæsilcgasta. Hnel'aleikahringur hafði verið fluttur til Eyja frá Reykjavík og Höllin virðist vera mjög hentugur staður fyrir hnefaleikakeppnir þar sem hncfaleikar, tónlist og ljósadýrð eru í aðalhlutverki. Um helgina fór fram hnefaleikakeppni í Höllinni og var umgjörð keppninnar öll hin glæsilegasta. Hnefaleika- hringur hafði verið fluttur til Eyja frá Reykjavík og Höllin virðist vera mjög hentugur staður fyrir hnefaleika- keppnir þar sem hnefaleikar, tónlist og ljósadýrð em í aðalhlutverki. Tveir Eyjamenn börðust þetta kvöld en þeir Ragnar Benediktsson og Magnús Sigurðsson kepptu fyrir hönd Hnefaleikafélags Vestmannaeyja, þó svo að þeir æfi með öðm félagi. Þetta laugardagskvöld í Höllinni var fjömgt, sýningin var góð en eftirmálar keppninnar, þar sem einn keppandinn slasaðist alvarlega, hafa litað umfjöll- un af keppninni í fjölmiðlum undan- fama daga. Kvöldið fór rólega af stað og fyrstu tveir bardagamir vom sýningar- bardagar þar sem mættust annars vegar kappar úr Hnefaleikafélagi Garðabæjar og hins vegar Hnefa- leikafélagi Reykjavíkur en enginn sigurvegari var úrskurðaður úr jressum bardögum. Eftir þetta fór að færast meiri harka í bardagana en alls mættu fjórtán kappar til keppni í sjö bardögum. Til að brjóta upp kvöldið vom svo tvær tískusýningar en spuming er hvort ekki hefði átt að finna hentugri skemmtiatriði þar sem hnefaleikar og tískusýning á hágæða kvenmanns- fatnaði eiga ekki endilega samleið. I fimmta bardaganum var svo komið að fyrsta Eyjamanninum í hringinn þar sem áttust við Eyja- maðurinn i Ragnar og Lárus Daní- elsson, frá Isafirði. Bardaginn var ójafn, Láms var í heildina öflugri enda í mun betra líkamlegu fonni. Ragnar var að berjast í fyrsta sinn og stóð sig mjög vel miðað við það Alvarleg höfuðmeiðsl Sjötti bardaginn varð svo sögulegur. Þar mættust Ari Þór Arsælsson og Heiðar Sverrisson. Heiðar var að berjast í fyrsta sinn en Ari er reyndur boxari, með 50 bardaga að baki. Bardaginn var jafn en þegar leið á virtist Heiðar hafa meira úthald. í fjórðu og síðustu lotunni sló Heiðar andstæðing sinn í gólfið og var honum þar með lokið. Eftirmálar rothöggsins komu svo í Ijós síðar um kvöldið en blætt hafði inn á heila Ara og var hann fiuttur með sjúkraflugi til Reykja- víkur. Meiðsli hans eru alvarleg en læknar telja að hann muni ná sér að fullu. Síðasti bardaginn var svo viðureign Eyjamannsins Magnúsar Sigurðssonar og Gunnars Karls Halldórssonar úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Magn- ús var að berjast í fyrsta sinn og áttu flestir von á að Karl væri sterkari. Annað kom á daginn, Magnús barðist mjög vel og uppskar 3-0 sigur en þrír dómarar dæmdu bardagann og þýðir 3-0 sigur að allir dómarar hafi dæmt Magnúsi í hag. Kjánalegt að ætla að banna boxíð segir Guðmundur Elíasson, Hnefaleikafélagi Vm Guðmundur Elíasson er líklega sá Eyjamaður sem hefur mesta reynslu af hnefaleikum en hann stundaði íþróttina á árum áður þegar hann var búsettur í Danmörku. Guðmundur segir að umræðan síð- ustu daga hafi verið lituð af ofsóknum gegn íþróttinni. „Ég fann það þegar blaðamaður hafði samband að hans tilgangur var að koma óorði á íþrótt- ina. Það eru margir í þjóðfélaginu sem vilja banna hnefaleika vegna þess að þeir telja íþróttina hættulega. Staðreyndin er hins vegar sú að slysatíðni í ólympískum hnefaleikum er afar lág og í raun eru aðrar íþróttir sem eru vinsælar á Islandi, sem eru mun hættulegri. Menn hafa líka bent á tilgang hnefaleikanna og að hann sé hættu- legur, það er að segja að koma höggi á andstæðinginn en bæði í handbolta og fótbolta sér maður brot þar sem tilgangurinn er aðeins að meiða menn," segir Guðmundur og bætir því við að umgjörð í kringum hnefaleika- keppnir er öll eins og best verður á kosið. „Það er í reglum að lærður, óháður læknir verður að vera á svæðinu til þess að meta ástand keppenda. Læknir gelur stöðvað bardaga ef hann metur ástand manna þannig að ástæða sé til þess. Auk þess eru öll slys skráð í ólympískum hnefaleikum og töl- umar tala sínu máli, slys og meiðsli eru óalgeng." Hefur þessi umræða ekki skaðað byrjunina hjá Hnefaleikafélags Vest- mannaeyja? ,Jú, alveg ömgglega og þetta slys verður á óheppilegum tíma fyrir okkur þar sem við emm að fara af stað og vomm í raun að kynna íþróttina með keppninni. Umræðan er hins vegar ekki hlutlaus eins og ég kom inn á áðan og þeir em margir sem vilja EYJAMAÐURINN Magnús fagnar sigri. banna íþróttina. Ég hef sjálfur farið á margar keppnir erlendis og ég man ekki til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í þeim keppnum þannig að slys sem þetta heyra til undan- tekninga. Það er lika rétt að benda á það að sama dag og þetta gerðist þá fékk handknattleiksmaður heilahristing eftir samstuð og í sumar höfuðkúpu- brotnaði knattspymumaður héma í Eyjum. Það þótti engin sérstök á- stæða að rannsaka þessi mál sérstaklega." Guðmundur segir að lýrir utan jretta eina atvik hafi almenn ánægja verið með keppnina. „Þetta var skemmti- legt kvöld og fólk hafði gaman af þessari nýbreytni en aðsóknin hefði mátt vera betri.“ RAGNAR varð að láta í minni pokann í sínum fyrsta slag. Hnefaleikar skaðlegir -að mati læknastéttarinnar segir Einar Jónsson heilsugæslulæknir Einar Jónsson, heilsugæslu- læknir, var á vakt þegar Ari Þór Arsælsson var fluttur til skoð- unar á hcilsugæsluna en Einar segir að strax hafi verið tekin sú ákvörðun að senda Ara Þór með sjúkraflugi til Reykjavíkur. „Maðurinn var í svipuðu ástandi og þeir sem hljóta heilahristing en þar sem vitað var hvernig höggið bar að þá var ákveðið að senda hann til frekari rannsóknar í Reykjavík. Einkenni þegar blæðir svona inn á heila eru svipuð og við heila- hristing og því erfitt að átta sig á því um hvort tilvikið er að ræða.“ En hvert er mat lækna- stéttarinnar á hnefaleikum, er íþróttin hættuleg heilsu þeirra sem hana stunda? „Það er búið að fullyrða það undanfarin misseri að hnefa- leikar séu hættulaus íþrótt, m.a. af þingmönnum landsins en staðreyndin er hins vegar sú að höggin eru hættuleg. Það er alveg sama hvort þú hefur höfuðhlífar og hanska, höggið á heilann er jafn þungt enda verja hlífarnar aðeins ytra byrði höfuðsins. Það er viðurkennd staðreynd innan læknastéttar- innar að höfuðhögg eru hættu- leg og hnefaleikar ganga út á það að lemja andstæðinginn," sagði Einar að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.