Stígandi - 01.01.1944, Side 13

Stígandi - 01.01.1944, Side 13
STÍGANDÍ LEITAÐ AÐ LEIÐUM 11 göngur í náinni framtíð, þótt landsbúar verði auðvitað að kapp- kosta að standa þar sem mest á eigin fótum. En innanlands eru samgöngur í slíku öngþveiti, að bráðaii bug þarf að vinda að úrbótum. Hvernig væri að skipta landinu í hagdeildir, sent hver liefði si'na höfuðstöð við sjó, þar sem sjávarútvegur væri rekinn og annað, er til mannþrifa horfði deildinni. Allar samgöngur væru skipulagðar frá þeim miðdepli til uppsveita og útstöðva við sjó. Landbúnaður yrði rekinn með ldiðsjón af markaði bæj- arins á öðru leitinu, en á hinu farið eftir því, hvað hentugast þætti að framleiða umfram það, sem heimamarkaðurinn tæki við. Hagdeildir skipuðu sér síðan í fjórðungsdeildir. Með skipu- lagsmál hagdeilda fari hagráð, er einnig geri áætlanir um fram- kvæmdir allar. Fjórðungsráð fari með sams konar mál fjórð- ungsdeilda, forði árekstrum milli deilda og laði til samstilltra framkvæmda í stærri heildum. Landsráð fari með yfirstjórn skipulagsmála fjórðungsráða. Skal nú leitazt við að gera lauslega grein fyrir, hvað hér er átt við. Og er Norðlendingafjórðungur tekinn til dæmis. Raufarhafnarhagdeild. Deildarborg Raufarhöfn, aðalatvinna þar síldarútvegur og þorskveiðar. Undirborgir eða útborgir: Þórshöfn, Skálar og Kópasker. Deildarsvæði um Langanes til Jökulsár í Axarfirði eða til Reykjaheiðar. Landltúnaðurinn aðal- lega sauðfjárrækt auk nægilegrar mjólkurframleiðslu til notk- unar á liagsvæðinu. Húsavíkurhagdeild. Deildarsvæði austan frá Reykjaheiði (eða Jökulsá) til Kinnarfjalla. Deildarborg Húsavík. Landbúnaður nokkuð eftir sveitum ýrnist sauðfjárrækt eða nautgripa, gróður- húsarekstur við laugar oghveri. Verkefni: stórfelldar hafnarbætur, bygging stórrar síldarverksmiðju, aukning þorskveiða og bætt nýting aflans, rafveitumál, rannsókn og beizlun heita vatnsins í Reykjahverfi og víðar, ef til vill brennisteins- og leirvinnsla. Akureyrar- og Sigl'ufjarðarhagdeild. Aðaldeildarborg Akureyri og jafnframt höfuðborg fjórðungsdeildar Norðurlands. Aðalat- vinnugreinar borgarinnar iðnaður og verzlun svo og ýmiss konar dreifing og rniðlun vara um fjórðunginn. Verkefni: stofnun og rekstur nýs iðnaðar svo sem lýsisherzlu, áburðarvinnslu, masonit- gerðar, stór skipasmíðastöð fyrir allt Norðurland, svo og dráttar- braut, sem annist viðgerð fiskiflota Norðlendinga. Landbúnaður hagsvæðisins, sem er Eyjafjarðarsýsla og Þingeyjarsýsla vestan Kinnarfjalla, líklega mest nautgriparækt og garðrækt. Unnið að

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.