Stígandi - 01.01.1944, Side 17

Stígandi - 01.01.1944, Side 17
STÍGANDI Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum: GAMALT SENDIBRÉF Yfir heiðar fimm, yfir fjöllin sjö, yfir fljót og ár kom sendibréf sunnan að. Með áritun skýra og innsigli traust, það engrar náðar bað. Því sýnd voru grið að gömlum sið og gestrisni á hverjum stað. Svo fór það um landið bæ írá bæ, gekk frá bjartri hönd í harða, moldbrúna mund. Var stundum vafið í vaðmálsklút, hjá vasafleyg undi um stund. En smámeyjan bar það barminn við, er brá hún sér inn að Grund. Og margs konar sýnir seiddi í hug þetta sendibréf og vakti spurnir og spár. Hver upphafsstafur var dreginn djarft, en dult hið smágjörva pár. Hvort voru þess blettir veðraspor, eða voru það máske tár? En forvitnin reyndi við rökkureld að rýna í gegn og frétta forlagadóm. Og ágirndin lagði eyrun við, ef ætti það gullsins hljóm. En harðlæsta bréfið brenndi og stakk hinn breyska fingurgóm.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.