Stígandi - 01.01.1944, Side 19

Stígandi - 01.01.1944, Side 19
STÍGANDI GUÐMUNDUR FRÍMANN: VIÐ GRÖF PYTLU-PÉTURS Sjá hér hve illan endi fékk þinn óskadraumur, veslings Pétur, Þitt skeið til grafar skrykkjótt gekk, þér skyldi hafa vegnað betur. Að það varst þú, en ekki eg, sem erfðir fyrri bústað þenna, var aðeins hending hlægileg, — það hlýtur þú að viðurkenna. Þú virtir hvorki boð né bann, en brýndir þá, sem dóma heyja. Þótt andi kalt um ólánsmann, er ekki neitt við því að segja. Þér torfært varð þitt Vonarskarð, hjá vaði á margri Svartá beiðstu. Að úr þeim drægi aldrei varð, — og ógæfuna í taglhvarf reiðstu. í vínsins björtu logalind þú liðna timann óðfús brenndir. Á æsku þinnar andlátsmynd þú augum drukkna bóndans renndir. Hví dró þig löngun logasár til leikja þeirra, er aldrei vannstu? Hví seiddi fram á efstu ár það óskaland, sem hvergi fannstu? 2

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.