Stígandi - 01.01.1944, Side 20

Stígandi - 01.01.1944, Side 20
18 VIÐ GRÖF PYTLU-PÉTURS STÍGANDI Hví vekja oss ávallt angur mest þau æskuglöp, sé horft til baka, sem mundum vér, ef fengjum frest, þó fram í dauðann endurtaka? Vér glímum öll við gátu þá, sem galdur jarðarlífsins er oss, unz allravagninn ekur hjá, sem út á hinztu vegferð ber oss. BJÖRN DANÍELSSON: SIGUR í gráu tómi flögrar svartur fugl, hans ferð er hæg og vængjaslögin döpur. Hjá dagsins líki harmar horfna tið, — hélutárum gráta loftsins andar. Hann horíði ungur yfir þessi fjöll í árafirð þess tíma, er deyr í rökkrið með þrá til alls, er hóf til hæða flug. í hljóðu stolti náði mestum sigrum. Nú flögrar þessi fugl um auða strönd og finnur tæpast bita í litla nefið. Er sókn hans draumur? Sigur! Hvar er hann? Hann sigrar máske lífsþrótt sinn að kvöldi.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.