Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 21

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 21
STIGANDI SIGURÐUR L. PÁLSSON: HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI Tiltölulega fáir íslenzkir stúdentar hafa leitað til Englands til að stunda þar nám, enda þótt heppilegt sé, að íslendingar kynn- ist meir en þeir hafa gert enskri menningu og færi sér í nyt það, sem hún hefir að bjóða. Má vera, að kostnaður vaxi mönnum í augum, því að talið hefir verið, að dýrara væri að stunda þar nám en annars staðar í álfunni. Ekki skaðar samt, þótt lítils háttar grein sé gerð fyrir því, hvernig háskólanám og háskólalíf er í Englandi, vegna þess að fáum er það kunnugt hér, og væri vel, ef það gæti hvatt einhvern stúdentinn til að leggja þangað leið sína seinna meir. Helztu háskólar í Englandi eru Oxford og Cambridge, sem kunnugt er. Þar stunda nám efnuðustu stúdentarnir, í fallegu umhverfi, við ágæt skilyrði til íþrótta- og námsiðkana. En auk þeirra eru háskólar í London, Leeds, Liverpool, Birmingham, Sheffield, Durham og Manchester, auk smærri háskóla. Allir þessir síðast töldu iiáskólar eru með talsvert öðru sniði en Oxford og Cambridge, einkum vegna þess, að meiri hluti stúdenta í þeim býr úti í bæ, en flestir í Oxford og Cambridge búa aftur á móti í dýrlegum heimavistum og hafa á sér meira heldri manna snið. Hér mun aðallega verða getið háskólans í Leeds, þar sem grein- arhöfundur dvaldi við enskunám, enda hefir hann sérstöðu meðal brezkra háskóla að því leyti, að hann hefir eins og síðar mun getið, veitt íslenzkum stúdentum þau hlunnindi að sleppa þeim við kennslugjald, sem er allverulegur kostnaðarliður. Leeds er allstór borg, með um hálfri milljón íbúa, höfuðborg Yorkshire, miðstöð brezka ullariðnaðarins og mikilvæg samgöngu- miðstöð og verzlunarborg. Hún er um þriggja tíma ferð frá Lon- dón, en stutt er þaðan til York og Hull. Borgarbúar eru að mörgu líkir okkur íslendingum, eins og flestir íbúar Norður-Englands, en talsvert er þar af Gyðingum, enda var Leeds stundum í gamni kölluð New Jerusalem, í bænum eru fagrir lystigarðar,og er þeirra 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.