Stígandi - 01.01.1944, Side 22

Stígandi - 01.01.1944, Side 22
20 HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI STÍGANDI stærstur og fegurstur Roundhay Park, geysivíðáttumikill með stóru stöðuvatni, þar sem ungdómurinn skemmtir sér við róðra. Er það hinn fegursti staður. Alls konar söfn eru í Leeds, bæði bókasöfn og listasöfn og ekki skortir þar skemmtistaði af ýmsu tagi. Kirkstall Abbey og Ternple Newsam eru fornfrægir staðir í sjálfri borginni. Háskólinn í Leeds er ungur, en í miklu gengi og hefir ágæta kennslukrafta, enda ekkert til sparað að efla hann. Einkunnarorð hans eru: Et augebitur Scientia. Við hann er veglegt bókasafn, The Brotherton Library, með merkilegustu bókasöfnum þar í landi, og er þar að finna mikið safn íslenzkra bóka í Melsteð bóka- safninu, sem er bókasafn Boga Melsteðs, keypt 1930, en mikið aukið síðan og er nú rúm 10.000 bindi. Bókavörður háskólans er Dr. Offor, hinn mesti ágætismaður, sem lætur sér mjög annt um vöxt og viðgang liins íslenzka bókasafns. Háskólinn er einnig hinn veglegasti, nær yfir stórt svæði í miðbiki borgarinnar, en á víða ítök annars staðar í bænum. Aðalbyggingin stendur við University Road, og gnæfa þar liallir úr rauðum múrsteini á báða bóga. Er þar oft fjörugt á götunni, þégar stúdentar streyma þar um, flestir berhöfðaðir, á gráum Oxfordbuxum og sportjökkum, með háskólatrefla og bindi með rauðum, grænum og hvítum röndum. Eru það einkennislitir háskólans, og eru sumir stúdentarnir, karlar og konur, í treyjum með þeim litum. Þarna ægir sarnan hinum ólíkustu kynþáttum. Kaffibrúnir Indverjar, slétthærðir, hrokkinhærðir Egyptar, Kínverjar, gulir á hörund og píreygðir, eru þarna innan um Englendingana og auka á fjölbreytnina, en þvert yfir götuna spígspora hálærðir prófessorar í síðhempum lir svörtu silki, og flaksast hempurnar í golunni. Þegar inn er komið, bíða menn „under the clock“ í forsölum liáskólans og spjalla saman, þangað til klukkur lningja til fyrir- lestra. Dreifast menn svo um hina löngu ganga, er liggja til sala þeirra, er fyrirlestrar eru fluttir í, eða halda út til hinna ýmsu deilda, er hafa sérstök hús til uinráða. Háskólinn byrjar 1. október ár hvert og stendur til 1. júlí, með eins mánaðar hléi frá 25. marz til 25. apríl. Engin kennsla fer fram á laugardögum og ekki eftir hádegi á miðvikudögum. Verða stúdentar, er ætla að innrita sig, að vera búnir að tilkynna það The Registrar, háskólaritara, tímanlega, og senda honum skilríki sín og umsókn. Til þess að komast í háskólann þarf matriculation,

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.