Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 22

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 22
20 HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI STÍGANDI stærstur og fegurstur Roundhay Park, geysivíðáttumikill með stóru stöðuvatni, þar sem ungdómurinn skemmtir sér við róðra. Er það hinn fegursti staður. Alls konar söfn eru í Leeds, bæði bókasöfn og listasöfn og ekki skortir þar skemmtistaði af ýmsu tagi. Kirkstall Abbey og Ternple Newsam eru fornfrægir staðir í sjálfri borginni. Háskólinn í Leeds er ungur, en í miklu gengi og hefir ágæta kennslukrafta, enda ekkert til sparað að efla hann. Einkunnarorð hans eru: Et augebitur Scientia. Við hann er veglegt bókasafn, The Brotherton Library, með merkilegustu bókasöfnum þar í landi, og er þar að finna mikið safn íslenzkra bóka í Melsteð bóka- safninu, sem er bókasafn Boga Melsteðs, keypt 1930, en mikið aukið síðan og er nú rúm 10.000 bindi. Bókavörður háskólans er Dr. Offor, hinn mesti ágætismaður, sem lætur sér mjög annt um vöxt og viðgang liins íslenzka bókasafns. Háskólinn er einnig hinn veglegasti, nær yfir stórt svæði í miðbiki borgarinnar, en á víða ítök annars staðar í bænum. Aðalbyggingin stendur við University Road, og gnæfa þar liallir úr rauðum múrsteini á báða bóga. Er þar oft fjörugt á götunni, þégar stúdentar streyma þar um, flestir berhöfðaðir, á gráum Oxfordbuxum og sportjökkum, með háskólatrefla og bindi með rauðum, grænum og hvítum röndum. Eru það einkennislitir háskólans, og eru sumir stúdentarnir, karlar og konur, í treyjum með þeim litum. Þarna ægir sarnan hinum ólíkustu kynþáttum. Kaffibrúnir Indverjar, slétthærðir, hrokkinhærðir Egyptar, Kínverjar, gulir á hörund og píreygðir, eru þarna innan um Englendingana og auka á fjölbreytnina, en þvert yfir götuna spígspora hálærðir prófessorar í síðhempum lir svörtu silki, og flaksast hempurnar í golunni. Þegar inn er komið, bíða menn „under the clock“ í forsölum liáskólans og spjalla saman, þangað til klukkur lningja til fyrir- lestra. Dreifast menn svo um hina löngu ganga, er liggja til sala þeirra, er fyrirlestrar eru fluttir í, eða halda út til hinna ýmsu deilda, er hafa sérstök hús til uinráða. Háskólinn byrjar 1. október ár hvert og stendur til 1. júlí, með eins mánaðar hléi frá 25. marz til 25. apríl. Engin kennsla fer fram á laugardögum og ekki eftir hádegi á miðvikudögum. Verða stúdentar, er ætla að innrita sig, að vera búnir að tilkynna það The Registrar, háskólaritara, tímanlega, og senda honum skilríki sín og umsókn. Til þess að komast í háskólann þarf matriculation,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.