Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 24

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 24
22 HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI STÍGANDÍ skólans, og hann veitir stúdentnm lærdómsstig þeirra. Kanslari Leeds háskólans er hertoginn af Devonshire, og var faðir hans í embættinu á undan honum. í háskólaráði eru ýmsir tignir menn, og eru þeir Halifax lávarður og Harewood lávarður þekkt- astir þeirra, en um langt skeið var núverandi erkibiskup af Can- terbury í ráði þessu, en þá var hann erkibiskup af York. Eins og áður er getið, hafði það orðið að samningum milli há- skólanna í Leeds og Reykjavík, fyrir forgöngu prófessor Gordons og Sigurðar Nordals prófessors, að íslenzkir stúdentar skyldu sleppa við skólagjald í Leeds gegn því að kenna íslenzku, en enskir stúdentar skyldu fá sarns konar hlunnindi við háskólann í Reykja- vík. Hefir þessu lítt verið lialdið á lofti, en samningar þessir eru, að því er ég bezt veit, enn í fullu gildi, þótt enginn íslenzkur stúdent hafi fært sér þessi hlunnindi í nyt síðan 1931. Hafa 2 sótt um inntöku í háskólann, en báðir hætt við að stunda nám af ó- vissum orsökum, en í bæði skiptin var því vel tekið í Leeds, að fá þangað íslenzkan stúdent, og er leitt til þess að vita, að ekkert skyldi verða úr þessu nema umsóknin ein. Skólagjaldið er 34 sterlingspund á ári, svo að um talsvert fé var að ræða á venjuleg- um tímum. Nám stundaði ég í Leeds frá því á háskólaárinu 1928—9 og til 1931, er ég að loknu prófi í Leeds fór til Manchester háskóla með prófessor Gordon, er tók við embætti þar. Naut ég þar sömu hlunninda um skólagjald og í Leeds, og munu því sants konar samningar hafa farið fram við þann háskóla. Margt er líkt með háskólunum í Leeds og Manchester, svo að flest, sem sagt mun verða um nám í Leeds, gildir einnig um Manchesterháskólann. Sótti ég um inntöku í háskólann og gekk það greiðlega, enda hafði ég þá háskólaborgarabréf frá Kaupmannahafnar háskóla. Valdi ég ensku sem sérgrein með B. A. Hononrs að takmarki. Var kennslugjald gefið eftir, en ýrnis gjöld þurfti þó að greiða, er tlámu nokkrum sterlingspundum. Fyrsta árið er stúdent í Honours Scliool aðeins til reynslu. Námsgreinar mínar fyrsta árið voru latína, þar með talinn latnesk- ur stíll og explicanchim eða þýðingar úr ólesinni latínu, þýzka, heimspeki, ensk tunga, forn og ný, og enskar bókmenntir. Höfðu Englendingarnir í þessari deild auk stúdentsprófs lesið eitt ár ensku sérstaklega í framhaldsdeild menntaskóla (Higher Certifi- cate). Prófin um vorið voru 5, öll skrifleg, eins og öll próf við enska háskóla, og stóðu 3 tíma hvert. Nefnist þetta próf Inter-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.