Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 25

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 25
STIGANDI HASKOLANAM I ENGLANDI 23 mediate. Ef menn ekki fengu vissa stigatölu í einhverri grein, var það nóg til að falla, enda stóð ekki á því, að menn féllu unnvörp- um um vorið, meira en helmingur þeirra, sem þreyttu próf þessi. Hættu þeir þá flestir. Aðrir gátu fengið að taka upp eina náms- grein að hausti, en venjulega fór þó svo, að maður, sem ekki hafði sig upp um vorið, féll aftur um haustið. Fyrirlestra og aðra tíma urðu allir að sækja, og er því ekki um neitt akademiskt frelsi að ræða. Vil ég skjóta því hér inn, að eftir- tektarvert er, að í Englandi er mönnum gert að skyldu að stunda námið, en menn látnir sjálfráðir um, hvort þeir stunda íþróttir eða ekki, en hér á landi er það öfugt. Fyrirlestrarnir voru vel sóttir, og hófust þeir á, að lesin voru nöfn stúdenta, sem svöruðu, er nöfn þeirra voru lesin upp. Kom stundum fyrir, að kunningjar svöruðu fyrir fjarstadda vini, en ekki voru mikil brögð að því. Voru fyrirlestrarnir undantekningarlítið skemmtilegir, jafn- framt því, sem þeir voru fræðandi, og létu stúdentar þá oft ánægju sína í ljósi, er hnyttilega var að orði komizt, með því að stappa í gólfið, en allir kepptust við að skrifa. En margir tímarnir fóru fram þannig, að fámennir hópar komu saman til yfirheyrslu hjá prófessor eða dósent. Reyndi þá mest á þolrifin, því að fast var gengið eftir um lærdóminn. Oft lásu stúdentar í þeim tímum ritgerðir um efni, sem þeim hafði verið falið til rannsóknar, en á eftir voru umræður, er prófessor stjórnaði. Voru það oft ánægju- legar stundir, er setið var þarna við skíðlogandi arin í góðum fé- lagsskap, því að prófessorarnir voru ljúfir í viðmóti og án lær- dómshroka, en nemendur frjálsmannlegir, en prúðir. Ekki varð ég var við, að Englendingarnir væru verr gefnir en íslenzkir stúdentar, heldur fannst mér enskir stúdentar þeir, sem ég kynntist, vel gefnir, kappsamir og iðnir, og voru „kúristar" hafðir í hávegum, en litið niður á þá, sem slæptust og drógust aftur úr. En skemmtilegastir voru ensku stúdentarnir í sinn hóp og langt frá.því að vera nein dauðyfli, sem þyrftu að drekka sig fulla til að vera samkvæmishæfir. Næsta vetur hófst svo sérnámið. Var þá um að velja í enskunni, hvort menn vildu heldur leggja stund á bókmenntir, svokallað Scheme A, eða málfræði, Scheme B, og valdi ég málfræði. Lásum við Scheme B menn málfræði að ys, en i/s fór í bókmenntir. Þótt- íst Scheme B vera hinum meiri og harðsnúnari, en ekki voru þeir í Scheme A sammála því, en Scheme B átti því láni að fagna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.