Stígandi - 01.01.1944, Page 25

Stígandi - 01.01.1944, Page 25
STÍGANDI HÁSKÓLANÁM í ENGLANDI 23 mediate. Ef menn ekki fengu vissa stigatölu í einhverri grein, var það nóg til að falla, enda stóð ekki á því, að menn féllu unnvörp- um um vorið, rneira en helmingur þeirra, sem þreyttu próf þessi. Hættu þeir þá flestir. Aðrir gátu fengið að taka upp eina náms- grein að hausti, en venjulega fór þó svo, að maður, sem ekki hafði sig upp um vorið, féll aftur um haustið. Fyrirlestra og aðra tíma urðu allir að sækja, og er því ekki um neitt akademiskt frelsi að ræða. Vil ég skjóta því hér inn, að eftir- tektarvert er, að í Englandi er mönnum gert að skyldu að stunda námið, en menn látnir sjálfráðir um, livort þeir stunda íþróttir eða ekki, en hér á landi er það öfugt. Fyrirlestrarnir voru vel sóttir, og hófust þeir á, að lesin voru nöfn stúdenta, sem svöruðu, er nöfn þeirra voru lesin upp. Kom stundum fyrir, að kunningjar svöruðu fyrir fjarstadda vini, en ekki voru mikil brögð að því. Voru fyrirlestrarnir undantekningarlítið skemmtilegir, jafn- framt því, sem þeir voru fræðandi, og létu stúdentar þá oft ánægju sína í ljósi, er linyttilega var að orði komizt, með því að stappa í gólfið, en allir kepptust við að skrifa. En margir tímarnir fóru fram þannig, að fámennir hópar komu saman til yfirheyrslu hjá prófessor eða dósent. Reyndi þá mest á þolrifin, því að fast var gengið eftir um lærdóminn. Oft lásu stúdentar í þeim tímum ritgerðir um efni, sem þeirn hafði verið falið til rannsóknar, en á eftir voru umræður, er prófessor stjórnaði. Voru það oft ánægju- legar stundir, er setið var þarna við skíðlogandi arin í góðum fé- lagsskap, því að prófessorarnir voru ljúfir í viðmóti og án lær- dómshroka, en nemendur frjálsmannlegir, en prúðir. Ekki varð ég var við, að Englendingarnir væru verr gefnir en íslenzkir stúdentar, heldur fannst mér enskir stúdentar þeir, sem ég kynntist, vel gefnir, kappsamir og iðnir, og voru „kúristar" hafðir í hávegum, en litið niður á þá, sem slæptust og drógust aftur úr. En skennntilegastir voru ensku stúdentarnir í sinn hóp og langt frá.því að vera nein dauðyfli, sem þyrftu að drekka sig fulla til að vera samkvæmishæfir. Næsta vetur hófst svo sérnámið. Var Jrá um að velja í enskunni, hvort menn vildu heldur leggja stund á bókmenntir, svokallað Scheme A, eða málfræði, Scheme B, og valdi ég málfræði. Lásum við Scheme B menn málfræði að 2/3, en y3 fór í bókmenntir. Þótt- ist Scheme B vera hinum meiri og liarðsnúnari, en ekki voru þeir í Scheme A sammála því, en Scheme B átti því láni að fagna

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.