Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 26

Stígandi - 01.01.1944, Blaðsíða 26
24 HÁSKÓLANÁM í ENGLANDÍ STÍGANDl að hafa vinsælasta kennara liáskólans, Prófessor Gordon, sem aðalkennara. En fámennur var sá hópur, aðeins fimm að tölu, en hinir voru fleiri, er bókmenntir stunduðu, og margt af því kvenfólk. Engir skólabræðranna stunduðu íþróttir neitt að marki vegna annríkis. Það, sem lesa átti, var ákveðið fyrir fram ár hvert, en auk þess benti prófessor á bækur til stuðnings og uppfyllingar, en deildarprófin 3 ýttu undir menn að lesa vand- lega. Tekið var fram, að stúdentum bæri skylda til að lesa í sum- arfríum, og var próf í byrjun livers árs til að sjá um, að þessu væri framfylgt. Er því varla hægt að gera ráð fyrir neinni annarri sumarvinnu. é Fyrir kom, að stúdentum var neitað um leyfi til að taka-fulln- aðarpróf, þótt staðizt hefðu próf, ef þeir höfðu ekki sótt tíma. Tók einn stúdent, er ég þekkti, þessa ráðstöfun svo nærri sér, að hann fyrirfór sér. .r Það kom einnig fyrir, að menn voru sviptir þeim stigum, er háskólinn hafði veitt þeim. Var það þá auglýst í háskólanum, en slíkt hlýtur að vera gert aðeins, ef um alvarlegt afbrot er að ræða. Fullnaðarpróf í ensku var tekið í 10 greinum: 1. ólesin forn- enska og miðaldaenska, 2. fornensk og miðensk málfræði, 3.-4. valdir textar úr fornum og miðalda bókmenntum enskum, 5. al- menn ensk bókmenntasaga, 6. Chaucer, öll rit hans, 7. Shake- speare allur, 8. ensk málsaga, 9. gotneska, 10. norræna. Öll þessi próf voru skrifleg og stóðu yfir í 3 tíma. Hverjum stúdent var fengin heft bók með tölusettum blaðsíðum, en próf- reglur voru prentaðar efst á forsíðu. Var hægt að fá fleiri arkir með því að snúa sér til þeirra, er yfir sátu, og skrifuðu þeir þá hjá sér nöfn þeirra, er viðbótarhefti fengu. Urðu menn að vera vel að sér til þess að geta leyst úr verkefnum á fullnægjandi hátt á svo stuttum tíma. Verkefni voru prentuð, og var hægt að fá þau keypt eftir próf fyrir þá, sem vildu kynna sér þau. Engan heyrði ég tala um svik við Iráskólapróf, og hefi ég ekki heyrt þau nefnd á nafn. Er þetta ekki ómerkilegt atriði og gæti orðið öðrum há- skólum til eftirbreytni. Fullnaðarpróf í Leeds er nú með öðrum hætti. Er því tví- skipt og sumar greinar,eru látnar koma til fullnaðarprófs við lok annars háskólaárs. Léttir það mjög prófið, og er gleðilegt til þess að vita, því að erfitt veittist mönnum eldra fyrirkomulagið. Síðan var 3 vikna hlé, meðan prófdómendur athuguðu úrlausn- ir verkefna. Þessir prófdómendur eru frá öðrum háskólum, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.